Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 42
● heimili&hönnun Bak við flóamarkaðinn fræga við Porte de Clignancourt í St. Ouen, rétt fyrir utan norðurmörk Parísar, er hverfi með hundruðum fornsala þar sem má finna allt milli himins og jarðar til að fegra heimilið. Þar er til dæmis hægt að finna gömul húsgögn með sál. Eldhús- áhöld, svo sem dollur og bauka undir kaffi, hveiti eða pasta. Til- komumikla spegla með fallegum trérömmum sem sjálfsagt hafa verið fyrir ofan arin á einhverjum herragarðinum. Silfurkertastjaka með einum og upp í óteljandi arma. Fyrir utan húsbúnað er svo hægt að finna skartgripi og föt, bækur og leikföng. Heimsókn í antíkhverfið er eins og ferð í annan heim þar sem tím- inn stendur kyrr. Þar er hægt að ganga í friði og ró um þröngar göngugöturnar sem eru í óregluleg- um hlykkjum. Ómissandi viðkomu- staður fyrir þá sem leita uppi sjald- gæfa og frumlega muni. Hver sölumaður hefur sína sér- þekkingu eins og konan sem selur postulínsbrúður og hefur gert ára- tugum saman. Eða sölumaður- inn sem eingöngu selur silfurmuni hvort sem um er að ræða hnífapör eða aðra silfurmuni. Því er fjöl- breyttur varningur á boðstólum. Þarna má finna kristalsljósakrón- ur í öllum stærðum og færu sumar vel í hvaða konunglegu húsakynn- um sem er. Matar- og kaffistell frá ýmsum tímum, hvort sem er frá 18. öld eða í Art Déco-stíl. Sumir sér- hæfa sig í vínglösum, aðrir í forn- bókum og enn aðrir í leirtaui. Markaðurinn er opinn um helgar og á mánudögum en þess á milli þvælast grúskararnir um á mörkuðum eða bílskúrssölum til að finna hinn eina sanna dýrgrip, sem eigendurnir hafa oft enga hugmynd um hversu verðmætur er. Það er hins vegar nauðsynlegt að prútta því uppsett verð er oft hærra en það sem selj- andinn er tilbúinn að sætta sig við. - beb Leitin að týnda fjársjóðnum ● Húsgögn, málverk, bækur og borðbúnaður eru meðal þess sem er hægt að finna hjá fornsölunum í borginni St. Ouen. Í St. Ouen má finna kristalsljósakrónur í öllum stærðum og færu sumar vel í hvaða konung- legu húsakynn- um sem er. Á mörkuðum má finna gömul hús- gögn með sál. Heimsókn í antík- hverfið er eins og ferð í annan heim þar sem tíminn stendur kyrr. M Y N D /B E R G Þ Ó R B JA R N A S O N 16. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.