Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 8
8 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR 1 Fyrir hvaða flokk er Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti? 2 Hvenær hefur ný Vestmanna- eyjaferja siglingar? 3 Hvaða dansæði hefur gripið Íslendinga? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 58 MANNBJÖRG „Báturinn hefur lík- lega verið feigur, greyið,“ segir Helgi Sigurjónsson, annar tveggja manna sem bjargað var úr skemmtibátnum Eggja-Grími sem sökk fyrir miðjum Faxaflóa í morgun. Helgi og Jóngeir Magnússon voru um borð í Eggja-Grími, sem stefndi til Bolungarvíkur í fyrri- nótt. Þeir ákváðu hins vegar að snúa við til Reykjavíkur þegar önnur vélin í bátnum bilaði. Stuttu síðar, um klukkan hálf sex í gær- morgun, gerðu þeir boð til Land- helgisgæslunnar vegna mikils leka sem komist hafði í bátinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- EIR, og björgunarbátar voru sendir til bátsins, auk Happasæls KE-94 sem var nærstaddur. Þyrlan kom að Eggja-Grími um klukku- stund eftir útkallið og fór sig- maður með dælu um borð í bátinn. Illa gekk að dæla og um hálf níu leytið var Eggja-Grímur sokkinn. Mönnunum tveimur var bjargað heilum á húfi yfir í Happasælan, en Jóngeir hafði stutta viðkomu í sjónum við aðgerðirnar. Þyrlan flutti mennina til Reykjavíkur. Jóngeir var lagður inn á slysa- deild, enda kaldur og brugðið eftir veruna í sjónum. Honum varð þó ekki mjög meint af. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni var veður gott og ágætar aðstæður til björgunar. Helgi segir Eggja-Grím hafa verið nýuppgerðan. Farið hafi verið yfir allar vélar og allt hafi átt að vera í himnalagi. „Það er víst ekki spurt að því,“ segir Helgi. - kg Skemmtibátur sökk í Faxaflóa í gærmorgun: Mannbjörg á Faxaflóa BJÖRGUN Helga og Jóngeiri var bjargað yfir í Happasælan, sem var nálægur á Faxaflóa. RÚMENÍA, AP Fyrrum forsætisráð- herra Rúmeníu, Adrian Nastase, verður ekki ákærður fyrir spillingu. Kæra átti Nastase fyrir mútuþægni á árunum 2000 til 2004, á meðan hann var forsætis- ráðherra. Rúmenska þingið greiddi atkvæði um hvort sækja skyldi hann til saka. 120 þingmenn vildu lögsækja hann en 150 þingmenn greiddu atkvæði á móti því. Talið er mögulegt að Evrópu- sambandið minnki fjárveitingar til Rúmeníu vegna þessarar ákvörðunar, enda hefur sam- bandið þrýst mikið á að tekið verði á spillingu í landinu. - þeb Rúmenska þingið: Kærir ekki for- sætisráðherrann SAMGÖNGUR Mörg tækifæri felast í því að ná samningum um milli- landaflug við Grænlendinga að sögn Matthíasar Imsland, for- stjóra lággjaldaflugfélagsins Ice- land Express. Dagblaðið Grænlandspósturinn greindi frá því í gær með forsíðu- frétt að vonir stæðu til að Iceland Express hæfi innan skamms flug frá Kaupmannahöfn til bæjarins Narsarsuaq í suðurhluta landsins. Í blaðinu kemur fram að flugið gæti haft í för með sér nærri helm- ingslækkun á fargjöldum frá land- inu. Matthías kvað málið langt frá því komið í höfn en þau viðbrögð sem hann hefði fundið fyrir meðal Grænlendinga væru mjög jákvæð. Hann myndi funda með græn- lenska samgönguráðherranum innan skamms um útfærslu á mögulegu fyrirkomulagi. Flugfélagið Air Greenland, sem flýgur daglega milli Narsarsuaq og Kaupmannahafnar, er niður- greitt af hinu opinbera. Matthías segir félagið hafa verið mikið gagnrýnt fyrir óhagræði í rekstri og há fargjöld. Hann viti til þess að þeir sem stundi ferðaþjónustu á Grænlandi séu spenntir yfir samningaviðræðum Iceland Express. - kdk Grænlendingar fagna hugmyndum Iceland Express um millilandaflug: Íslenskt flug frá Grænlandi SPENNTIR GRÆNLENDINGAR Miðað við frétt grænlenska blaðsins Grænlands- póstsins er vonast til þess að samningur við Iceland Express geti lækkað fargjöld til og frá landinu mjög. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NEYTENDUR Dómkvaddir matsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að raunlækkun á útsöluverði verslana 10-11, sem varð við breyt- ingu á virðisaukaskattslögum 1. mars í fyrra, hafi verið í fullu samræmi við það sem vænta mátti. Þannig lækkaði inn- kaupakarfa 10- 11 verslananna um 8,99 prósent en vænst var 8,98 prósent lækkunar. Þetta kemur fram í niðurstöðu matsmannanna. Finnur Árna- son, forstjóri Haga, segir í til- kynningu að niðurstaðan sé „mikill áfellis- dómur“ yfir verðlagseftirliti ASÍ. Hagar hafi gagnrýnt ASÍ fyrir óvönduð og ónákvæm vinnubrögð við verð- lagseftirlit og fréttatilkynningar og yfirlýsingar sem ekki eigi við rök að styðjast. Finnur tekur fram að Hagar leggi áherslu á að eiga gott samstarf við ASÍ en muni þó ekki sætta sig við „óvönduð vinnu- brögð“ áfram. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að Finnur hafi látið dómkvöddu matsmenn- ina fá útprentaða verðlista frá Högum og beðið þá um að reikna út hvort lækkunin samkvæmt þeim hafi verið í samræmi við fullyrðingar Haga. Þeir hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að svo hafi verið. „En það var hvergi í verk- efnum þessara dómkvöddu mats- manna að leggja mat á verðkönn- un ASÍ,“ segir hann. Gylfi bendir á að verðkönnun ASÍ hafi gengið út á að meta hvort verðmerkingar á hillum hafi verið í samræmi við lækkun virðisauka- skatts. Neytendur sjái hilluverð en Hagar vilji notast við kassa- verð. Því sé hægt að breyta um leið og starfsmenn verðlagseftir- lits ASÍ gangi inn í verslunina og því sé það ekki notað. Matsbeiðni Haga hafi ekki beinst að eftirliti ASÍ heldur þeim gögnum sem Hagar hafi lagt fram. ASÍ hafi strax lýst yfir að ekki sé efast um að gögnin séu í samræmi við málflutning fyrirtækisins. Þau hafi hins vegar ekkert með verð- lagseftirlit ASÍ að gera. „Ég get ekki séð hvernig þessi vinna getur verið áfellisdómur yfir verðlags- eftirliti ASÍ,“ segir Gylfi. Upphaf málsins má rekja til apríl í fyrra þegar ASÍ sendi frá sér tilkynningu um að verðlækkun í verslunum 10-11 frá febrúar til mars 2007 hafi verið 4,4 prósent eða nokkru minni en vænta mætti. Hagar sögðu tilkynninguna ranga. Daginn eftir sendi ASÍ út nýja til- kynningu þar sem sagði að verð- lag í 10-11 hefði lækkað um 6,1 prósent sem einnig væri minna en vænta mætti. Finnur Árnason, for- stjóri Haga, sagði í gær að rangar fréttatilkynningar ASÍ væru gróf atlaga að 10-11. ghs@frettabladid.is Verðlækkun var eðlileg Dómkvaddir matsmenn telja að lækkun á útsöluverði 10-11 eftir lækkun virðisaukaskatts í fyrra hafi verið í samræmi við væntingar. Áfellisdómur yfir ASÍ segir forstjóri Haga. Framkvæmdastjóri ASÍ er ósammála. FINNUR ÁRNASON GYLFI ARNBJÖRNSSON Í SAMRÆMI VIÐ VÆNTINGAR Dómkvaddir matsmenn í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komist að þeirri niðurstöðu að raunlækkun á útsöluverði 10-11 eftir breytinguna á virðisaukaskattslögunum í mars í fyrra hafi verið í samræmi við væntingar. RÚSSLAND Sökudólgurinn er fundinn: Dick Cheney er hinn raunverulegi upphafsmaður stríðsins í Georgíu. Þessi samsæriskenning hefur nú skotið upp kollinum í rússneskum fjölmiðlum, að sögn Lundúna- blaðsins Times. Samkvæmt henni á Cheney að hafa þvingað Mikhaíl Saakashvili Georgíuforseta til að efna til árásarinnar á Tskhinvalí, höfuðstað Suður-Ossetíu, sem varð Rússum opinbert tilefni hernaðar- íhlutunar sinnar. Repúblikanar hafi með þessu viljað koma af stað atburðarás sem gæfi John McCain, forsetafram- bjóðanda flokksins, færi á að láta ljós sitt skína sem „haukur“ í utanríkismálum og öðlast þannig forskot í kosningabaráttunni. - aa Stríðs-samsæriskenningar: Cheney sagður Svarti-Pétur DICK CHENEY Lögin brjóti gegn ESB Sænskir lögfræðingar telja að ný hler- unarlög, sem hafa verið sett í Svíþjóð, brjóti gegn reglum Evrópusambands- ins um frjálsan flutning þjónustu yfir landamæri. Samkvæmt lögunum mega stjórnvöld hlera að vild síma og tölvusamskipti yfir landamæri. SVÍÞJÓÐ VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.