Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 16. ágúst 2008 49 Konungleg frumsýning verður á nýju James Bond-myndinni, Quantum of Solace, í London 29. október. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry verða viðstaddir sýninguna og að beiðni þeirra mun allur ágóði af henni renna til samtakanna Help for Heroes og The Royal British Legion. Auk prinsanna tveggja verða viðstaddir sýning- una aðalleikarar myndarinnar, Daniel Craig, Judi Dench, Olga Kurylenko, Mathieu Amalric og Gemma Arterton. Quantum Solace, sem er 22. Bond-myndin, verður frumsýnd erlendis 31. október. Hér á landi verður hún frumsýnd 7. nóvember en eina forsýning myndarinnar verður í Smárabíói kvöldið áður. Daginn eftir frumsýninguna, eða 8. nóvember, verður síðan haldið glæsilegt Bond-einkasamkvæmi á skemmtistaðnum Rúbín. Konungleg sýning JAMES BOND Olga Kurylenko, Daniel Craig og Gemma Arterton verða að sjálfsögðu viðstödd frumsýninguna í London. Fjögur ný lög með rokkurunum í Rolling Stones verða á viðhafnar- útgáfu heimildarmyndarinnar Shine a Light á mynddiski. Á disknum, sem verður tvöfaldur og kemur út í nóvember, verða einnig myndir sem voru teknar baksviðs á tónleikunum og viðtöl við hljómsveitarmeðlimi. Einnig verður heimildarmyndin sjálf í stafrænni útgáfu svo að hægt sé að hlaða henni inn í tölvur og tónlistarspilara. Í heimildamyndinni, sem Martin Scorsese leikstýrði, er fylgst með Stones á tvennum tónleikum í Beacon-leikhúsinu í New York fyrir tveimur árum. Á meðal þeirra sem stigu á svið með jöxlunum voru Jack White og Christina Aguilera. Fjögur ný lög á mynddiski ROLLING STONES Fjögur ný lög verða á DVD-mynddisknum Shine a Light með Rolling Stones. Hljómsveitin Gus Gus heldur tónleika á Nasa í kvöld, en enn er hægt að kaupa miða á midi.is. Sveitin lofar nýju efni úr smiðju President Bongo og Veirunnar, en til þess að tónarnir skili sér sem best hefur hljóð- kerfi Nasa verið skipt út fyrir stærra hljóðkerfi. Stefnt er að útgáfu nýrrar plötu með Gus Gus í byrjun næsta árs. Sú verður sú sjötta frá hljómsveitinni. Seinustu tónleikar sveitarinnar hérlendis voru í Laugardalshöll, en hún hefur verið á tónleika- ferðalagi um Póland og spilaði á Moving City Festival í Zürich um síðustu helgi. Gus Gus spilar á Iceland Airwaves í október. Tónleikarnir hefjast kl 23.59 og kostar 3.500 krónur inn í almennri miðasölu. - kbs Nasa í kvöld NÝTT STUÐ Gus Gus frumflytur nýtt efni á Nasa í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Við byrjuðum á því að vinna með tilgangsleysi – hvort það sé ekki hægt að njóta lífsins og gera það gott án þess að hafa nokkurn tilgang. Nú brýtur sýn- ingin allar reglur um tilgang leikhúss. Það er rosalega mikið af okkur sjálfum í henni og hún er í raun mjög einlæg,“ segir Kolbeinn Arnbjörnsson um verk- ið Vituð ér enn eða hvað..? sem frumsýnt verður á artFart í kvöld. Verkið er samið af Kolbeini, Hirti Jóhanni Jónssyni, Haraldi Ágústssyni, Tryggva Gunnars- syni leikstjóra og Anahitu Deh- bonehie, sem sér um búninga og leikmynd. „Það má segja að þetta sé svona absúrd tilfinninga- húmor. Þetta gerist á engum tíma og engum stað, enda tíma- laust snilldarverk,“ segir Kol- beinn og hlær. Þeir Hjörtur hefja leikaranám hjá Listaháskólanum í haust, en hin stunda nám utan- lands. „Þetta er okkar „flipp“ áður en við setjumst á skóla- bekkinn aftur. Þetta er beint frá okkur, áður en við förum að leika eftir reglunum.“ Sýnt verður í Smiðjunni, Sölv- hólsgötu 13, bakdyramegin, í kvöld, 18. og 19. ágúst. Svo er ferðinni heitið á Ólafsfjörð þar sem verkið verður sýnt í Tjarnarborg, 21. og 22. ágúst. Aðgangseyrir er þúsund krónur. Hægt er að panta miða í síma 896-0483. - kbs Fagna tilgangsleysinu í kring TÍMALAUST SNILLDARVERK Kolbeinn Arnbjörnsson tekur þátt í Vituð ér enn eða hvað? FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.