Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 56
36 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR
Þ
egar Madonna kom á
sjónarsviðið árið
1983 með úfið hár og
í druslulegum fötum
voru gagnrýnendur
fljótir að afskrifa
hana. Madonna lék og söng dans-
tónlist og farnaðist ágætlega á
klúbbum New York-borgar með
fyrstu plötuna sína, Madonna.
Henni var skipaður sess við hlið
fjölda annarra söngkvenna sem
flestar hafa fallið í gleymsku í
dag.
Þegar önnur plata hennar, Like
a Virgin, kom út haustið 1984 lagði
hún poppheiminn undir sig. Gagn-
rýnendur voru þó ekki sannfærðir
og sögðu margir að hún myndi
fljótt gleymast. Cindy Lauper var
hins vegar hafin upp til skýjanna.
Lauper var fremri tón-
listarmaður að mörgu
leyti og nýtti sér ekki
kynferði sitt í framset-
ingu tónlistar sinnar.
Madonna gerði það hins
vegar óspart og hún
kunni að nýta sér fjöl-
miðla til verksins. Hún
sagði við Dick Clark í
þættinum American
Bandstand árið 1985:
„Ég ætla að leggja undir
mig heiminn.“
Heimsyfirráð
Ef heimsyfirráð felast í
fjölmiðlaumfjöllun
hefur Madonnu tekist
ætlunarverk sitt.
Á íhalds-
sömu
Reagan-
árun-
um
seldi
hún kyn-
þokka
sinn í gegn-
um tónlist af
afli sem ekki
hafði sést síðan
Marilyn Mon-
roe var og hét.
Þær voru oft
bornar saman.
„Ég hef aldrei
ætlað mér að verða
eins og Monroe,“ sagði
Madonna í viðtali við
MTV-sjónvarpsstöð-
ina. „Hún var fórnar-
lamb, það er ég ekki.“
Þegar henni þótti tími
kominn til lagði hún
rytjulegu fötunum, klippti
hárið í snyrtilega greiðslu
og hóf að gera þroskaða
popptónlist með gagnrýn-
um undirtóni. Þá hófst
barátta hennar við
stofnanir og þrýstihópa.
Þrjátíu og eins árs sendi
hún frá sér plötuna Like
a Prayer (1989) sem hlaut
náð fyrir eyrum gagn-
rýnenda og var lengi
vel álitin hennar besta
verk. Þar sendi hún
skipulögðum trúarbrögðum tón-
inn og var gagnrýnd harðlega af
páfanum. „Mig langar til þess að
snerta fólk og vera pólitísk. Ég vil
fá fólk til að hugsa.“
Niðurleið
Það getur ekki alltaf gengið vel og
þegar Madonna sendi frá sér plöt-
una Erotica seldist hún ekki jafn
vel og fyrri plötur. Um svipað leyti
kom út bókin Sex en í henni var
Madonna mynduð í bak og fyrir
allsber að leika sér við vini sína.
Bókin þótti ekki hafa mikið list-
rænt gildi og Madonna sagði sjálf
síðar að hún hefði verið í uppreisn.
Fjölmiðlarnir sem höfðu alltaf
verið henni hliðhollir tóku hana nú
í gegn. „Um það leyti sem bókin
kom út var talað svo illa um mig í
fjölmiðlum að ég þurfti
að hætta að lesa blöðin,“
sagði hún á MTV. „Ég
þurfti að láta mér vaxa
þykkan skráp.“
Uppreisn æru
Madonna barðist lengi
fyrir aðalhlutverkinu í
kvikmyndinni Evita.
Þótt Madonnu hafi tekist
vel með tónlistarferilinn
verður ekki annað sagt
en að í flestum tilfellum
sé hún afleit leikkona.
Engu að síður fékk hún
hlutverk Evu Perón í
myndinni og fékk fyrir
það verðlaun og lof. Með
Evitu kom Madonna ferli
sínum aftur á rétta braut
og árið 1998 kom út ný
plata. Ray of Light var
samin af Madonnu og
William Orbit stuttu
eftir að hún eignaðist
dótturina Lourdes. Plat-
an bæði endurspeglar
nýfenginn þroska hennar og næmt
auga fyrir samstarfsmönnum.
Samvinna hennar og Orbits var
metnaðarfull og Madonna uppskar
bestu umfjöllun sem hún hafði
nokkrun tímann fengið.
Fjölskyldulíf
Móðir Madonnu lést þegar hún
var sex ára og hefur hún rætt
málið opinskátt í fjölmiðlum. „Ég
held að allt líf mitt hafi mótast af
móðurmissinum,“ segir hún.
„Ég var alltaf að keppa við
systkini mín fimm um athygli
föður okkar og að sumu leyti
endurspeglar upphaf tónlistar-
fers míns þá þrá eftir athygli.“
Madonna segir að líf hennar hafi
breyst eftir að hún eignaðist sína
eigin fjölskyldu.
„Það var stórt gat í hjarta
mínu. Ég var alltaf að reyna að
fylla það með einhverju,“ sagði
hún á VH1, „og ég fann það sem
vantaði þegar dóttir mín fædd-
ist.“
Árin eftir aldamót hafa verið
umsvifamikil í lífi Madonnu.
Hún flutti til Englands, giftist
leikstjóranum Guy Ritchie og
eignaðist með honum soninn
Rocco. Síðar ættleiddu þau
drenginn David frá Malaví.
Ferillinn heldur áfram
Madonna hélt áfram að gefa út
plötur og árið 2005 sendi hún frá
sér plötuna Confessions on a
Dancefloor. Platan er óður til
danstónlistar.
„Mig langaði að gera plötu sem
var bara með danstónlist, með
engum þögnum á milli laga,“
sagði hún við The Observer. „Við
hlustuðum á mikið af tónlist á
meðan við gerðum plötuna og
eins og greinilega má heyra er
hún undir áhrifum frá ABBA og
Giorgio Moroder.“
Ætlar að halda veislu
Madonna hefur lýst því yfir að
hún sé hætt að leika. Þess í stað
hefur hún sest í leikstjóra- og
framleiðendastólinn.
Á þessu ári framleiddi hún
heimildarmyndina I Am Because
We Are sem segir frá ástandi
munaðarlausra barna í Malaví,
fæðingarlandi yngsta sonar
hennar.
Þrátt fyrir að vera orðin fimm-
tug sýnir hún engin merki þess
að hægja á sér. Aðspurð um
fimmtugsafmælisdaginn í viðtali
við Vanity Fair sagði Madonna:
„Afmælið er að minnsta kosti
góð ástæða til þess að halda
veislu.“
Konan sem ákvað
að sigra heiminn
Í dag verður skemmtikrafturinn Madonna fimmtug. Í tuttugu og fimm
ár hefur hún borið höfuð og herðar yfir allar aðrar konur í popptónlistar-
heiminum. Ferill Madonnu hefur verið misjafn, stundum hefur hún stigið
feilspor en alltaf rís hún á fætur og sannar að fáir tónlistarmenn hafa út-
hald hennar og getu til þess að halda stöðugum vinsældum áfram. Svona er
Madonna.
MADONNA SÝNIR HREYSTI Á
TÓNLEIKUM ÁRIÐ 2004
MADONNA 2008
Með börnin sín þrjú,
Lourdes, Rocco og
David.
MADONNA ÁRIÐ SEM HÚN SLÓ Í GEGN
Boy Toy-beltið varð vörumerki hennar.
Ég kom til
New York,
mig langaði
til að verða
stjarna, ég
lagði hart
að mér og
draumurinn
rættist.
MADONNA Á ÞESSU
ÁRI Hún stundar
líkamsrækt í þrjá
klukkutíma á dag.
MADONNA Á TÓNLEIKUM
Hún leggur mikinn metn-
að í sviðsframkomu.