Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 64
44 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 14 Sýningin „Grálist – Engin smálist“ verður opnuð í Deiglunni á Akureyri í dag kl. 14. Um er að ræða samsýn- ingu ungra listamanna sem eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast úr Myndlistarskólanum á Akureyri. Verkin á sýningunni mælast öll metri eða meira á lengd, hæð eða breidd og er titill sýningarinnar af þessum mælingum dreginn. Sýningin stendur til 31. ágúst. Á sumartónleikum Sigurjóns- safns næstkomandi þriðju- dagskvöld munu hjónin Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika einleiks- og tvíleiksverk fyrir fiðlu og selló. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran eru meðal þekktustu tónlistarmanna á Íslandi. Auk þess að leika saman í Tríói Reykjavíkur hafa þau komið víða fram sem dúó, bæði heima og erlendis. Efnisskrá tónleikanna hverf- ist að miklu leyti um meist- araverk Johanns Sebastians Bach. Þá verður hlaupið yfir nokkur tímabil tónlistarsögunnar og leikin tónlist frá 20. og 21. öldinni, meðal annars nýtt íslenskt verk eftir Karólínu Eiríksdóttur og fjörugt tvíleiks- verk fyrir fiðlu og selló eftir Arthur Honegger. Verkin sem flutt verða eru Svíta nr. 2 í d-moll fyrir einleiksselló og Ciaconne úr partitu í d-moll fyrir einleiks- fiðlu eftir Bach, Eintal fyrir einleiksfiðlu eftir Karólínu Eiríksdóttur, Sónatína í E- dúr fyrir fiðlu og selló eftir Honegger. Karólína Eiríks- dóttir hefur samið fjöldann af verkum allt frá einleik upp í sinfónísk verk og óperur. Verkið Eintal fyrir einleiksfiðlu samdi hún snemma árs 2008 og tileinkaði Guðnýju í tilefni af stórafmæli hennar. Verkið var frumflutt hinn 27. mars síðastliðinn. Miðasala á tónleikana fer fram við innganginn, einnig er hægt að kaupa miða í síma 553-2906. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. - vþ Frá Bach til nútímans GUNNAR KVARAN OG GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Koma fram á Sumartónleikum Listasafns Sigurjóns á þriðjudag. Myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson opnar sýninguna Tillit – Rücksicht – Regard í Nýlistasafn- inu, Laugavegi 26, í dag kl. 17. Kalla mætti sýninguna nokkurs konar yfirlitssýningu, enda má á henni sjá bæði eldri og nýrri verk eftir Hlyn, þar á meðal línuteikn- ingar, „sprey“-verk, myndbönd og viðamikla litastúdíu í gluggum safnsins. Í tilefni af sýningunni mun Hlynur jafnframt kynna bók um verkaröðina Myndir – Bilder – Pictures sem kemur út í septem- ber. Sýning Hlyns er hluti af afmælisdagskrá Nýlistasafnsins, en það fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Sýningin mun standa til 28. september næstkomandi. - vþ Hlynur Halls í Nýló HLYNUR HALLSSON MYNDLISTARMAÐUR Opnar sýningu í Nýlistasafninu á laugardag. >Ekki missa af... Sýningu Joris Rademaker í Grafíksafni Íslands, Tryggva- götu 17, en henni lýkur á morgun. Form og fundið efni einkenna verk Jorisar. Hvort tveggja á sér rætur í einhverju lífrænu, tengist mannslíkam- anum eða öðrum náttúruleg- um efnum. Joris er líkast til eini listamaðurinn á landinu sem vinnur svart-hvít málverk, en í þeim skapast átakamikil blæbrigði. Eistneski kammerkórinn Kalev heldur tónleika í Akureyrarkirkju á miðvikudagskvöld kl. 20. Kórinn hefur starfað frá árinu 1998 og hefur innanborðs um fjörutíu manns sem eiga sameiginlegan áhuga sinn á flutningi metnaðar- fullra kórverka. Á hverju ári kemur kórinn fram á fjölda tónleika í tónlistarsölum og kirkjum í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Kórinn leggur mikla áherslu á vandaðan flutning og dvelur af þeim sökum tvisvar á ári í sérstökum söngæfingabúðum. Tónleikaferðir til útlanda eru fastur liður í starfsemi kórsins og hefur hann gert garðinn frægan í Bretlandi, Rússlandi, Lettlandi, Finnlandi og Svíþjóð, svo nokkur lönd séu nefnd. Kórinn flytur fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum, má nefna þjóðlega tónlist frá Eistlandi, klassísk kórverk og verk eftir samtímahöfunda. Erik Meister hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi. Aðgangur að tónleikum kórsins í Akureyrarkirkju er ókeypis og öllum opinn. - vþ Eistneskur kór á ferð FJÖLBREYTT TÓNLIST Kammerkórinn Kalev frá Eistlandi kemur fram í Akureyrar kirkju á miðvikudag. Vadim Repin, einn fremsti fiðlu- leikari heims, leikur fiðlukonsert Tsjajkovskís á upphafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hinn 4. september næstkomandi, en þá hefst síðasta heila starfsár Sinfóníunnar í Háskólabíói. Hljómsveitin verður með fjörutíu tónleika á komandi vetri og mun að auki fara í tvær tónleikaferðir til Spánar og Japan. Vadim Repin á glæsilegan feril að baki: Hann hóf tónlistarnám í Síberíu og vann til gullverð- launa í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni aðeins 11 ára gamall. Hann var yngsti sigurvegari í sögu Queen Elizabeth-keppninnar í Brüssel aðeins átján ára gamall árið 1989. Repin hefur komið fram á tónleikum með öllum helstu hljómsveit- um heims, og lék meðal annars einleik með Berlínarfílharmóníunni og Sir Simon Rattle á hinum frægu Evróputónleikum hljóm- sveitarinnar í Sankti Pétursborg fyrr á þessu ári. Repin er á samningi hjá Deutsche Grammophon og hafa hljómdiskar hans fengið frábæra dóma gagnrýnenda um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem Repin leikur á Íslandi. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníunnar, segir að koma Repins sé mikill fengur fyrir íslenska tónlistarunnendur. „Þetta er glæsileg byrjun á starfsárinu, það er ekki hægt að neita því. Repin er á hátindi ferils síns um þessar mundir og er orðinn sannkölluð stórstjarna í klassíska heiminum. Hann er tvímælalaust einn af fimm fremstu fiðluleikur- um heimsins í dag, ásamt Anne-Sophie Mutter og örfáum öðrum. Repin sameinar fullkomna tækni og djúpa túlkun í flutningi sínum og er glæsilegur fulltrúi rússneska skólans í fiðluleik. Stíll hans þykir minna mjög á David Oistrakh, sem var einn mesti fiðluleikari 20. aldarinnar, svo það er ekki leiðum að líkjast.“ Ársbæklingur Sinfóníunnar verður tilbúinn til dreifingar í vikunni og þar kennir margra grasa að venju. Miðasala á tónleikana 4. september hefst í miðasölu Sinfóníunnar í Háskólabíói á mánudag. Áhugasamir um einleikarann sem hefur starfsárið geta litið á heimasíðu hans með myndum og nánari umfjöllun: http://www. vadimrepin.com/ pbb@frettabladid.is Repin með Sinfó REPIN Kemur fram á upphafstónleikum tónleikaárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands í september. STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 200 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Umsóknarfresturinn er til 1. september 2008. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrsta vetrardag 25. október 2008. Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR M A D R ID B A R C E LO N A PAR ÍS LO NDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 33 04 0 8 /0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.