Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 16
16 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 242 4.314 +1,71% Velta: 2.694 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,76 +0,60% ... Atorka 5,44 - 0,37% ... Bakkavör 29,80 +0,85% ... Eimskipafélagið 14,15 +0,00% ... Exista 8,67 +7,17% ... Glitnir 15,50 +1,64% ... Icelandair Group 17,70 +0,28% ... Kaupþing 718,00 +0,28% ... Landsbankinn 23,90 +3,02% ... Marel 87,00 +0,00% ... SPRON 3,95 +12,54% ... Straumur-Burðarás 9,38 +1,08% ... Össur 89,60 +1,59% MESTA HÆKKUN SPRON +12,54% EIK BANKI +9,09% EXISTA +7,17% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI -1,06% ATORKA -0,37% VIÐSKIPTI Verðfall á húsnæðis- mörkuðum í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að 29 prósent þeirra sem keyptu íbúðarhús- næði á síðustu fimm árum skulda meira af eignum sínum en virði þeirra er. Af þeim sem keyptu húsnæði á hápunkti húsnæðisblöðrunnar, árið 2006, skulda nú 45 prósentum meira en húsnæðið er virði. Ástæða þessa er meðal annars sögð sú að undanfarin ár tóku margir 100 prósenta fasteigna- lán. Fasteignaverð í Bandaríkjun- um lækkaði á öðrum ársfjórðungi um 9,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. - msh Skuldir hærri en eftirstöðvar „Þetta er allt inni í sama pakkan- um,“ segir Pálmi Haraldsson, eig- andi fjárfestingafélagsins Fons, þegar hann er spurður hvort kaup Fons á 35 prósenta hlut í Northern Travel Holding tengist uppstokkun FL Group og breytingunni yfir í Stoðir. Fyrir átti Fons 65 prósenta hlut í Northern Travel. Fons átti einnig hluti í Iceland, Landic Property, Booker og Gold- smith. Allt þetta fer í hendur ann- arra. Mest fer að öllum líkindum til Stoða, fyrir hlutinn í Northern Travel Holding. Pálmi vill ekki staðfesta að Stoðir séu eini kaupandinn, aðeins að inn- lendir og erlendir fjárfestar séu þar að baki. Heimildir Markaðar- ins herma að Stoðir séu að baki kaupunum á hlut Fons í Iceland, og láti á móti hlutinn í Northern Travel Holding. Hluturinn í Iceland mun vera metinn á 75 milljarða króna. Það mun þó ekki vera svo að Fons hagnist svo mikið á viðskiptunum, þar sem hluturinn í Northern Travel Holding kemur fyrir. Annað segir Pálmi um hagnaðinn. „Hann er mjög mikill, 75 milljarðar fyrir Iceland. Þetta er sennilega Íslandsmet.“ Júlíus Þorfinnsson hjá Stoðum vildi ekki staðfesta þessar fréttir. Samkvæmt heimildum Markaðar- ins eiga aðrir aðilar, „fleiri og stærri en Baugur,“ eins og heimildar maður orðar það, þátt í viðskiptum með hluti í Booker og Goldsmith. Stoðir áttu um mitt sumar um 40 prósenta hlut í Landic Property og Fons 7,5. Skarphéðinn Berg Steinars son, framkvæmdastjóri Landic Property, sagðist ekkert vita um þessi mál, þegar Markaðurinn ræddi við hann í gær. Eiríkur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Styrks Invest, stærsta hlut- hafans í Stoðum, vildi ekki tjá sig um málið. Pálmi staðfestir að fyrir hlutina í félögunum fjórum fáist samtals um 100 milljarðar króna. Hlutirnir í Landic Property, Booker og Gold- smith eru því að líkindum um 25 milljarða króna virði. Greint var frá því í Fréttablað- inu í byrjun júlí að unnið væri að sölu Northern Travel Holding til Fons. Þá var fréttunum mótmælt. Pálmi Haraldsson segir að Fons hyggist nú einbeita sér að ferða- þjónustu. Innan Northern Travel Holding eru til að mynda Iceland Express og flugfélagið Sterling. Félögin hafa ekki farið varhluta af þreng- ingum í efnahagslífinu. Skammt er frá því að yfir 130 starfsmenn Sterling voru reknir og starfsfólk Iceland Express var beðið um að taka sumarleyfið launalaust. FL Group var í byrjun júlí breytt í Stoðir. Fram að því höfðu ýmsar breytingar orðið í eignasafni félagsins. Stoðir hafa nú endanlega selt frá sér allar eignir sem tengjast flug- rekstri. Innan félagsins hafa verið hlutir í Icelandair, Finnair, Ameri- can Airlines og Easy Jet. Helstu eignir Stoða eru í Glitni, TM, Landic Property og Baugi. ingimar@markadurinn.is Einn þáttur í uppgjöri FL Group brátt að baki Fons kaupir 35 prósenta hlut í Northern Travel Holding af Stoðum. Pálmi Har- aldsson staðfestir að þetta sé liður í breytingu FL Group í Stoðir. Fons lætur hluti í Icelandic, Landic Property, Booker og Goldsmith fyrir samtals 100 milljarða. Flugfélagið Sterling er nú að fullu í eigu Pálma Haraldssonar og félaga í Fons. Félagið á fjörlegt ferðalag að baki og er óhætt að segja að fáir milljarðar hafi orðið að mörgum. Mars 2005 Fons Kaupir Sterling fyrir 5 milljarða króna. Október 2005 FL Group kaupir Sterl- ing af Fons fyrir 15 milljarða. Desember 2006 FL Group selur Sterling til Northern Travel Holding, þar sem Fons á stærstan hlut, fyrir 20 milljarða. Ágúst 2008 Fons eignast Northern Travel Holding að fullu og þar með Sterling. Fullyrt að hagnaður Fons í viðskiptunum sé 75 milljarðar. „Við eru sannfærð um að mikil verðmæti séu í þessu félagi og að yfirtakan sé okkur hagkvæm,“ sagði Peter Borsos, hjá Kaupþingi í Svíþjóð. Kaupþing hefur yfir- tekið að fullu fjarskiptafyrirtækið Trio Enterprises. Kaupþing hafði tekið Trio sem veð fyrir 870 milljón króna láni til fjarskiptafélagsins Teligent. Teli- gent hefur nú verið tekið til greiðslustöðvunar. „Mjög óvenjulegt er að við tökum yfir fyrirtæki í heilu lagi,“ sagði Borsos og sagðist einungis muna eftir einu sambærilegu til- felli, mun minna þó. Kaupþing hefði ekki í hyggju að fara út í fjarskiptarekstur og til stæði að selja Trio þegar færi gæfist. Sérfræðingar á greiningardeild- um í Svíþjóð og á Íslandi segja yfirtökuna líklega hagstæða fyrir Kaupþing. Meðan Teligent hafi verið rekið með miklu tapi hafi Trio skilað góðum hagnaði og vaxið um tólf prósent á síðustu sex mánuðum. - msh Taka yfir símafyrirtæki Ástæða þess að Stones Invest vill rita kaup- samningi á Keops við Landic Property er, samkvæmt lögmanni Stones, vanefndir Land- ic. Vegna þeirra hafi tveir bankar rift lána- samningum við Stones. Félagið krefur Landic um fjóra milljarða í skaðabætur. „Landic Property hefur ekki greitt vexti af skuldbindingum sem það var í ábyrgð fyrir auk þess sem félagið hefur ekki svarað fyrir- spurnum banka,“ er haft eftir Rolf Uss- ing, lögmanni Stones Invest. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Landic Property, segir rangt að félagið hafi ekki staðið í skilum. „Þeir hafa því engar kröfur á okkur,“ segir hann. Engin samskipti áttu sér stað milli félaganna í gær. „Þeir sendu bara út þessa tilkynningu og drógu sig síðan inn í skel,“ segir Páll. - ghh Vanefndir segir Stones HÖFUÐSTÖÐVAR KEOPS Fjórir stærstu viðskipta- bankarnir; Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Straumur, standast reglu- legt álagspróf Fjármála- eftirlitsins (FME). Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra FME, er fátítt að eftirlits- aðilar birti niðurstöður álagsprófa. „En við tókum þá ákvörðun á sínum tíma að birta niðurstöður úr hinu form- lega álagsprófi varðandi stóru bankana fjóra, vegna þess hve þeir eru með mikla starfsemi erlendis. Við töldum að slíkt myndi auka trúverðugleika íslenska fjármálakerfisins.“ Til viðbótar gerir FME marg- vísleg önnur álagspróf og segir Jónas vitanlega fylgst með smærri fjármálafyrirtækjum, þar á meðal sparisjóðunum, og fund- að með stjórnendum þyki ástæða til. „Hins vegar má ekki gleymast að ábyrgðin á rekstri og stöðu fyrir tækja hvílir á stjórnendum þeirra. Þeir þurfa að passa upp á áhættustýringuna og gæta að því að eigið fé fyrirtækjanna sé stillt af í samræmi við áhættuþætti, rétt eins og stærri bankarnir þurfa að gera. Núna er hins vegar erfitt árferði á fjármálamörkuð- um um allan heim og hætt við að það komi verr við smærri fyrir- tæki sem njóta síður hagkvæmni stærðarinnar og eru oft- ast með minni eigna- og tekjudreifingu.“ Í tilkynningu vegna hins formlega álagsprófs segir Jónas niðurstöðurn- ar sýna að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og að þeir geti þolað töluverð áföll. Um leið þurfi þeir að leggja áherslu á að við- halda sterkri eiginfjár- stöðu og jafnvel efla. Í ræðu sem Jónas hélt á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í aprílbyrjun benti hann á að aðstæður á fjármálamörkuðum mætti nýta til hagræðingar og samruna á innlendum fjármála- markaði og færa mætti fyrir því rök að stærri einingar væru sam- keppnishæfari en smærri. „Afkoma sumra minni fyrirtækja af kjarnastarfsemi hefur ekki verið sérstaklega góð undanfarin ár og stærsti hluti hagnaðar myndast af gengishagnaði verð- bréfa, sem getur verið fallvalt að treysta á,“ sagði hann þá. Í álagsprófi FME er ráð fyrir því gert að fjármálafyrirtæki þurfi samtímis að standast marg- vísleg áföll, svo sem tiltekna lækkun á verðbréfum, virðis- rýrnun útlána og eigna auk áhrifa af lækkun á gengi krónunnar, án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. - óká JÓNAS FR. JÓNSSON Standast próf FME Niðurstöður smærri fjármálafyrirtækja ekki birtar. Wal-Mart vill McCain „Þau sögðu að ef við kysum Obama, þá gæti þetta frumvarp orðið að lögum, launin okkar lækkað eða við gætum misst vinnuna.“ Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Meghan Scott, talskonu nokkurra bandarískra verkalýðsfélaga, um framgöngu verslanakeðjunnar Wal-Mart. Verkalýðs félögin hafa lagt fram kæru á hendur Wal-Mart, fyrir að beita starfs- menn þrýstingi til að kjósa McCain, frambjóðanda repúblikana, í komandi forsetakosningum. Fram kemur í frétt Reuters að verði frumvarp demó- krata að lögum eigi fólk auðveldara með að taka þátt í verkalýðs- starfi. Stjórnendum Wal-Mart hugnast slík starfsemi lítt. Neita óeðlilegum afskiptum Fram kemur í frétt Reuters að Wal-Mart viður- kenni að hafa haldið fundi með verslunarstjór- um þar sem varað hafi verið við afleiðingum laganna. Hins vegar er því neitað að starfsmönn- um sé skipað að kjósa annan frambjóðandann umfram hinn. Wal-Mart er í hópi stærstu vinnuveitenda í Bandaríkjun- um. Þar starfa um 1,4 milljónir manna. Versl- anakeðjan hefur oft verið gagnrýnd, meðal annars fyrir að greiða starfsfólki, einkum konum, skammarlega lág laun, berjast gegn verkalýðsfélögum, fara illa með umhverfið og skila litlu til samfélagsins. Peningaskápurinn ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.