Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 38
● Forsíðumynd: Örlygur Hnefill Örlygsson tók mynd á heimili Önnu Ragnarsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is, Hrefna Sigurjóns- dóttir hrefna@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 517 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. HEIMILISHALD KLARA KRISTÍN ARNDAL Í mörg ár hefði mátt líkja mér við Monicu Geller í Friends. Öll mín unglingsár og vel fram yfir tvítugsaldurinn var allt í röð og reglu hjá mér. Á menntaskólaárunum fór ég aldrei að sofa án þess að vera búin að læra heima, leggja föt morgundagsins á stólbakið og pakka réttum bókum ofan í skólatösku. Á þessum tíma hljóp ég líka úti og borðaði ekki nammi, en það er önnur saga. Eftir að ég flutti að heiman þreif ég baðherbergið með tannbursta, skildi aldrei eftir uppvask, raðaði bókum í hillur eftir stærð og bjó allt- af um. Á einhverjum tímapunkti tók ég að breytast. Sumir hefðu sagt til hins betra, en ég er ekki viss. Lífið var einfaldara á þessum árum. Hugurinn var skýr enda samviskan tandurhrein. Ég sakna þessa tíma- bils lífs míns. Sakna þessa járnaga sem ég hafði, sérstaklega þegar kemur að heimilis- verkunum. Mér leiðist að vera með samvisku- bit yfir að ryksuga ekki oftar, að vaska ekki upp í nokkra daga, að nenna ekki að setja í vél og að kaupa sandpappír, grunn og hvíta lakk- málningu og gera svo aldrei upp hliðarborðið í stofunni. Kannski er ein af ástæðum þess að ég hef breyst sú að í dag er miklu meira að gera hjá mér. Dagarnir virðast oft of stuttir til að komast yfir allt það sem þarf að gera. Það er líka möguleiki að mínar áherslur hafi breyst með tímanum og að smáatriði eins og umbúið rúm, gljáandi hrein gólf og fyrir fram ákveðinn klæðnaður skipti mig ekki eins miklu máli og áður. Þó svo að ég hafi enn ekki fundið leið til að hrista af mér samvisku- bitið yfir öllu því sem mér finnst ég þurfa að gera er löngunin til að eyða tímanum í annað en tiltekt orðin yfirsterkari. Að hitta vini og vandamenn, leggjast í sófann eftir langan vinnudag, fara á kaffihús eða leika við barnið mitt skiptir mig meira máli í dag. Ef hún Monica vissi að ég tók fram ryksuguna fyrir tveimur vikum og er enn ekki farin að ryksuga vildi hún eflaust ekki þekkja mig í dag. Samviskubitið ryksugað Þó svo að ég hafi enn ekki fundið leið til að hrista af mér sam- viskubitið yfir öllu sem mér finnst ég þurfa að gera er löngunin til að eyða tímanum í annað en tiltekt orðin yfirsterkari. Hannyrðakonan Þórdís Jónsdóttir á ekki langt að sækja að vera flink í höndunum en báðir afar hennar voru smiðir og ömmurnar miklar saumakonur. Hún erfði borðstofu- húsgögn og skenk sem móðurafi hennar og -amma gerðu í samein- ingu og heldur að vonum mikið upp á þau. „Afi smíðaði borðið, stólana og skenkinn en amma saumaði kross- saums-munstur í sessurnar og voru þetta sparihúsgögn þeirra. Þegar ég flutti í húsið mitt sá amma strax fyrir sér að húsgögn- in gætu vel átt heima hjá mér og bauð mér að eiga þau þegar hún þyrfti ekki lengur á þeim að halda. Við fjölskyldan notum húsgögnin mikið og er þetta okkar aðal- matarborð,“ segir Þór- dís. Hún segist þó vera búin að festa mynstr- ið vel á filmu svo hún geti endurgert það ef það skyldi slitna. Þór- dís ætti ekki að eiga í nokkrum vandræð- um með það því sjálf handbróderar hún púða. „Ég er mikið að vinna með flatsaum en hef þó líka saum- að krosssaum,“ segir Þórdís, sem eignar ömmu sinni alfarið sauma- áhuga sinn. Fleiri virðast þó hafa erft hand- verksgenið í fjölskyldunni því tvær systur Þórdísar starfa einnig sem lista- konur. Fyrir ofan skenkinn er einmitt mynd eftir Maríu systur Þórdísar, en hún er að sögn Þór- dísar hugfangin af íslenskri náttúru. „Hún málar íslensku fjöllin en auk þess hafa konur og blóm verið henni hugleikin.“ - ve Listileg samvinna ● Þórdís Jónsdóttir notar óspart húsgögn sem afi hennar og amma gerðu í sameiningu. Afi Þórdísar smíðaði borðstofuhúsgögnin en amma hennar saumaði sessurnar. Fyrir ofan skenkinn er mynd eftir Maríu Jónsdóttur, systur Þórdísar, og vinstra megin við skenkinn má sjá handbróderaða púða eftir Þórdísi. MYND/HEIDA.IS ● heimili&hönnun 16. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.