Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 37

Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 19 0 8 -1 0 5 4 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 11 Helga Rún Pálsdóttir ætlar að dubba styttur bæjarins upp með virðulegum höfuðbúnaði á menningarnótt. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér hvers vegna styttur bæjarins eru ekki með höf- uðföt. Þessar styttur standa úti og á þeim tíma sem þessir menn voru uppi fóru karl- menn ekki út úr húsi án höfuðfats,“ segir Helga Rún Pálsdóttir, búningahönnuður og klæðskerameistari og eina starfandi hattadaman á Íslandi. Í tilefni menningarnætur hyggst Helga ráða bót á hattaleysi styttnanna í miðborg- inni. Hún hefur setið við undanfarna daga og hannað og saumað hatta fyrir þá Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson, Kristj- án IX., Skúla fógeta, Ólaf Thors og Hann- es Hafstein. Að morgni menningarnætur ætlar Helga síðan að leggja af stað í mið- bæinn með stiga og koma höttunum á sinn stað. „Þeir verða örugglega ánægðir að fá loksins eitthvað á höfuðið. Það má til dæmis ekki gleyma því að Jón Sigurðsson hafði ástríðu fyrir pípuhöttum og regn- hlífum og safnaði meira að segja höttum. Þess vegna er ómögulegt að hann sé ekki með hatt,“ segir Helga. „Mér fannst til- valið að nota menningarnótt sem tækifæri til að fullklæða þessa menn og vekja um leið athygli á styttunum sem maður geng- ur fram hjá og er hættur að sjá,“ útskýr- ir hún og bætir því við að það hafi komið henni á óvart hversu stórar stytturnar eru. Ætli einhver til dæmis að nappa hattinum af Skúla fógeta er ólíklegt að viðkomandi geti notað hann þar sem höfuðmál hans er talsvert meira en á meðalmanni. - þo Loksins setur Jón Sigurðs- son upp pípuhattinn Hattadaman Helga Rún ætlar að setja hatta á styttur bæjarins á menningarnótt. Sá stóri grái er ætlaður Ólafi Thors. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Supergrúppan Esja mætir á Laugaveginn í Skífuna kl. 17. Hljómplötuverslanir í miðbænum verða allar opnar á menningarnótt. 12 tónar verða með sína árlegu út- sölu þar sem kostur gefst á góðum dílum, Smekkleysa er flutt norður yfir Laugaveginn og komin í nýtt hús- næði. Elsta hljómplötubúðin á Lauga- veginum, Skífan, skartar sínu feg- ursta og mun standa fyrir glæsilegri tónleikadagskrá á menningarnótt og munu tónleikarnir hefjast kl 13.00 um daginn og mun ný hljómsveit stíga á stokk á heila tímanum til kl. 18.00. Fram koma í þessari röð: Múgsefjun, Helgi Björns, Megas, KK, Esja, Sig- urður Guðmundsson og Memfismafí- an og Mood. Rýmt verður fyrir gest- um og eru allir velkomnir en frekari upplýsingar og nánari tímasetningar er hægt að finna á heimasíðu Skífunn- ar www:skifan.is Skífuteiti á Laugavegi menningarnótt ● fréttablaðið ●

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.