Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 37
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 19 0 8 -1 0 5 4 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 11 Helga Rún Pálsdóttir ætlar að dubba styttur bæjarins upp með virðulegum höfuðbúnaði á menningarnótt. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér hvers vegna styttur bæjarins eru ekki með höf- uðföt. Þessar styttur standa úti og á þeim tíma sem þessir menn voru uppi fóru karl- menn ekki út úr húsi án höfuðfats,“ segir Helga Rún Pálsdóttir, búningahönnuður og klæðskerameistari og eina starfandi hattadaman á Íslandi. Í tilefni menningarnætur hyggst Helga ráða bót á hattaleysi styttnanna í miðborg- inni. Hún hefur setið við undanfarna daga og hannað og saumað hatta fyrir þá Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson, Kristj- án IX., Skúla fógeta, Ólaf Thors og Hann- es Hafstein. Að morgni menningarnætur ætlar Helga síðan að leggja af stað í mið- bæinn með stiga og koma höttunum á sinn stað. „Þeir verða örugglega ánægðir að fá loksins eitthvað á höfuðið. Það má til dæmis ekki gleyma því að Jón Sigurðsson hafði ástríðu fyrir pípuhöttum og regn- hlífum og safnaði meira að segja höttum. Þess vegna er ómögulegt að hann sé ekki með hatt,“ segir Helga. „Mér fannst til- valið að nota menningarnótt sem tækifæri til að fullklæða þessa menn og vekja um leið athygli á styttunum sem maður geng- ur fram hjá og er hættur að sjá,“ útskýr- ir hún og bætir því við að það hafi komið henni á óvart hversu stórar stytturnar eru. Ætli einhver til dæmis að nappa hattinum af Skúla fógeta er ólíklegt að viðkomandi geti notað hann þar sem höfuðmál hans er talsvert meira en á meðalmanni. - þo Loksins setur Jón Sigurðs- son upp pípuhattinn Hattadaman Helga Rún ætlar að setja hatta á styttur bæjarins á menningarnótt. Sá stóri grái er ætlaður Ólafi Thors. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Supergrúppan Esja mætir á Laugaveginn í Skífuna kl. 17. Hljómplötuverslanir í miðbænum verða allar opnar á menningarnótt. 12 tónar verða með sína árlegu út- sölu þar sem kostur gefst á góðum dílum, Smekkleysa er flutt norður yfir Laugaveginn og komin í nýtt hús- næði. Elsta hljómplötubúðin á Lauga- veginum, Skífan, skartar sínu feg- ursta og mun standa fyrir glæsilegri tónleikadagskrá á menningarnótt og munu tónleikarnir hefjast kl 13.00 um daginn og mun ný hljómsveit stíga á stokk á heila tímanum til kl. 18.00. Fram koma í þessari röð: Múgsefjun, Helgi Björns, Megas, KK, Esja, Sig- urður Guðmundsson og Memfismafí- an og Mood. Rýmt verður fyrir gest- um og eru allir velkomnir en frekari upplýsingar og nánari tímasetningar er hægt að finna á heimasíðu Skífunn- ar www:skifan.is Skífuteiti á Laugavegi menningarnótt ● fréttablaðið ●
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.