Fréttablaðið - 03.09.2008, Page 12

Fréttablaðið - 03.09.2008, Page 12
12 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR BOLUNGARVÍK Haukur Vagnsson, einn aðstandenda Kjarnabúðar ehf. í Bolungarvík, segir bæjaryf- irvöld sýna 700 hundruð milljóna króna uppbyggingu í bænum áhugaleysi. Hætta sé á að verk- efnið fari annað ef ekki fáist nið- urstaða fljótt. „Við sóttum um lóð fyrir fimm mánuðum en enn þá er ekki búið að auglýsa skipulag. Fyrir- hugað var að selja strax í ferðir á næsta ári, en það fer að standa ansi tæpt með það,“ segir Haukur Vagnsson, einn forsvarsmanna Kjarnabúðar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá náð- ust í maí samn- ingar á milli Kjarnabúðar og þýsku ferða- skrifstofunnar Kingfisher Reisen um upp- byggingu sjóstangveiði í Bolung- arvík. Heildarverðmæti samn- ingsins er 700 milljónir. Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, vísar því alfarið á bug að bæjaryfirvöld dragi lapp- irnar. „Málið tafðist í um hálfan mánuð hjá fyrri meirihluta og lík- lega í um hálfan mánuð vegna meirihlutaskiptanna. Að öðru leyti hefur málið verið í eðlileg- um farvegi,“ segir Elías. Hann segir að þrjú fyrirtæki hafi sótt um aðstöðu fyrir sjó- stangveiði og uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Samanlagt er þetta húsnæði fyrir um 300 manns í um 900 manna bæjarfélagi og því ástæða til að vanda vel til verks- ins. Þetta mun hafa mikil áhrif á ásýnd bæjarfélagsins.“ Elías segir að það hafi verið samkomulag allra aðila að vinna skipulag á svæðinu. Haukur segir varla hægt að kalla það samkomulag, bæjaryf- irvöld hafi kynnt vilja sinn. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lagt til ýmsar lausnir til að flýta fyrir ferlinu, en ekkert hafi gengið. Nú sé svo komið að menn hugsi sinn gang. „Samkomulagið við Kingfisher Reisen er við Kjarnabúð, ekki Bolungarvíkurkaupstað. Þrjú sveitarfélög hafa haft samband við okkur og boðið okkur til sín með verkefnið. Við viljum vera hér í Bolungarvík en hljótum auð- vitað að hugsa okkar gang með viðskiptahagsmuni okkar í huga,“ segir Haukur. Elías segist mjög gjarnan vilja fá fyrirtækið í bæinn, en ekki sé hægt að segja til um hvenær skipulagið verði tilbúið. kolbeinn@frettabladid.is Saka bæjaryfirvöld um að sýna uppbyggingu áhugaleysi Fulltrúar Kjarnabúðar saka bæjaryfirvöld í Bolungarvík um að sýna 700 hundruð milljóna króna uppbygg- ingu í bænum áhugaleysi. Bæjarstjóri segir málið í eðlilegum farvegi. Meirihlutaskipti hafa áhrif á málið. ELÍAS JÓNATANSSON HAUKUR VAGNSSON Við viljum vera hér í Bolungarvík en hljótum auðvitað að hugsa okkar gang með viðskiptahagsmuni okkar í huga. HAUKUR VAGNSSON FORSVARSMAÐUR KJARNABÚÐAR * ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 35 38 9 /0 8 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is Þeir sem elska smurt brauð í sólskini, listasafn og „bröns“ á laugardagsmorgni, hjóla- túra eða Tívolí ættu að fara til Kaupmannahafnar. *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Ferðaávísun gildir Farðu í borgarferð til Kaupmannahafnar. Taktu fjölskylduna með og dönsku málfræðina úr tíunda bekk. Værsågod! Þú átt skilið að hafa það „hyggeligt“. Drífðu bara í því að panta far! KRÓKÓDÍLL STEKKUR Í Ástralíu eru ferðamenn farnir að flykkjast í krók- ó dílaskoðun til að sjá dýrin stökkva hátt í loft upp eftir vænum kjötbita. NORDICPHOTOS/AFP HERNAÐUR Samtök hernaðarand- stæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli ákveða að gera landið að æfinga- svæði erlends herliðs. Í tilkynningu frá samtökunum segir að heræfingar, eins og Norður-Víkingur, séu leifar frá kalda stríðinu, sem hafi engu jákvæðu hlutverki að gegna fyrir samfélagið. Þær séu kostnaðar- samar og erfitt sé að ímynda sér fánýtari leið til að eyða fé úr sameiginlegum sjóðum. - kóþ Hernaðarandstæðingar: Vonbrigði með Norður-Víking Landsliðsmenn fá bæjarlaun Bæjarráð Kópavogs hefur formlega staðfest vinnureglu um að landsliðs- fólk sem er í sumarvinnu hjá Kópa- vogsbæ haldi dagvinnulaunum sínum meðan á landsliðsferðum stendur. KÓPAVOGUR Soffía Vagnsdóttir, einn forsvarsmanna Kjarnabúðar, var oddviti K-listans við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Hann myndaði meirihluta með A-lista og varð Soffía forseti bæjarstjórnar. Meirihlutinn sprakk í apríl og voru umsvif Soffíu nefnd í því samhengi, ekki síst í tengslum við gistingu starfsmanna fyrirtækisins Ósafls. Forsvarsmenn Kjarnabúðar saka núverandi meirihluta um seinagang. MEIRIHLUTASKIPTI BURSTABÆIR Í BOLUNGARVÍK Kjarnabúð fyrirhugar að reisa 20 hús í burstabæjar- stíl til gistingar fyrir sjóstangveiðimenn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.