Fréttablaðið - 03.09.2008, Page 33

Fréttablaðið - 03.09.2008, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 3. september 2008 17 UMRÆÐAN Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar um heimgreiðslur Falskir tónar streyma nú úr ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkurinn reyna að stilla saman strengi sína á ný. Síðasta feilnótan heyrðist úr leikskólaráði þegar heimgreiðsl- ur voru endanlega samþykktar í vikunni sem leið, en þá snarsnérist framsókn um sjálfan sig í málinu. Fyrir örfáum mánuðum taldi fulltrúi Framsóknarflokksins að fyrir- áætlanir Sjálfstæðisflokksins um heim- greiðslur – vera skref aftur á bak í jafnrétt- isbaráttunni. Nú aftur á móti þegar framsókn er komin í faðm Sjálfstæðis- flokksins er í lagi að senda konurnar heim. „Þjónustutryggingin“ sem meirihlutinn kallar nú heimgreiðslurnar átti að fela í sér „tryggingu“ í formi 35 þúsund króna, fyrir þá foreldra sem biðu eftir plássi fyrir barn sitt á leikskóla eða hjá dagforeldri. Nú hins vegar stendur greiðslan til boða fyrir foreldra barna yngri en 24 mánaða eftir að fæðingarorlofi lýkur, þrátt fyrir að barninu standi dagvistun til boða. Gert er ráð fyrir að 260 milljónir fari í heimgreiðslur næsta eina og hálfa árið. Hverju barni fylgir 35 þúsund krónur sem er fráleit upp- hæð sem er langt frá því að duga sem framfærsla fyrir barn og full- orðinn. Betur væri að verja þeim fjármun- um í að hraða uppbyggingu leikskólanna í borginni, fjölga plássum svo hægt sé að lækka innritunaraldur barna. Auk þess sem verulega þarf að huga að leiðum til að hækka laun starfsmanna, ekki síst til að vinna bug á mannekl- unni. Þá teljum við að þrýsta þurfi á ríkisstjórnina að flýta lengingu fæðingarorlofsins enda er það mikilvægt að foreldrar geti verið lengur heima með börnum sínum, en með sómasamleg laun. Ef meiri- hlutanum er alvara með því að greiða foreldrum svo þau geti átt lengri samveru með börnum sínum fyrstu mánuðina þarf sú upphæð að vera í takt við rauntekjur fólks – ekki smánarlaun eins og nú er boðið upp á. Áhrif heimgreiðslna í Noregi og Finn- landi hafa sýnt að nær eingöngu konur nýta sér þær, ástæðan er að þær hafa að jafnaði lægri laun en karlar, líkt og hérlendis. Þessi staðreynd hefur því styrkt gamaldags hlut- verkaskiptingu kynjanna á heimilinu og eru taldar hafa dregið verulega úr jafnrétti kynjanna. Heimgreiðslurnar vinna því bein- línis gegn markmiðum feðraorlofsins í því að jafna þátttökumöguleika beggja kynja í uppeldi barna sinna, ný samþykktum jafn- réttislögum og mannréttindastefnu borgar- innar. Bilið sem myndast hefur á milli loka fæð- ingarorlofs og þar til dagvistun fæst fyrir barn er ekki viðunandi ástand en stjórn- málamenn verða að sýna ábyrgð og vinna að lausn vandans til frambúðar en ekki freistast til að plástra ástandið – á kostnað kvenna. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði. Heimgreiðslur – afturhvarf til forneskju UMRÆÐAN Helgi Helgason skrifar um hagsmuni Rússa á Íslandi Með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í Georgíu verðum við Íslendingar að spyrja okkur að því hvort við viljum virkilega taka þá áhættu að Rúss- ar eigi hér efnahagslegra hags- muna að gæta. Hér er ég að tala um olíuhreinsunarstöð sem ein- hverjir aðilar virðast vinna hörðum hönd- um að koma á fót á Vest- fjörðum. Ég segi einhverj- ir aðilar vegna þess að það er með þessa olíu- hreinsunar- stöð líkt og með Frétta- blaðið forð- um, það virð- ist vera farið með það sem mannsmorð hverjir eigi fyrir- tækið. Þó hefur það vitnast að stöðin verði í eigu rússneskra aðila en ekki hverra. Rússar hafa farið hamförum í Georgíu og Ossetíu. Ekki einung- is hafa traust vitni borið þeim illa söguna heldur hafa borist af þeim myndir þar sem klárlega sést að rússneskir hermenn haga sér eins og verstu níðingar. Og við skulum athuga það að voðaverk Rússa eru mjög sennilega framin að skipun valdhafa í Moskvu. Ofan í allt saman ljúga svo rúss- neski forsetinn, forsætisráðherr- ann og hershöfðingjar til um brottflutning rússneska hersins eins og um var samið í vopna- hléssamkomulagi milli Georgíu og Rússlands að tilstuðlan vest- urvelda. Nú eru Rússar farnir að efla heraflann sinn að nýju. Flugvélar þeirra eru farnar að fljúga fram- hjá og umhverfis Ísland á nýjan leik. Rússneski sendiherrann á Íslandi sagði í viðtali í sjónvarp- inu, með þjósti, að Íslendingar ættu bara að sætta sig við þetta. Þegar fréttamaðurinn spurði sendiherrann eitthvað í þá ver- una hvort svona hátterni væri sæmandi í garð vinaþjóðar þá kom hik á hann og augun hring- snerust í hausnum á honum. Mér fannst eins og í þögninni og hik- inu hjá honum fælust orðin: „Við erum ekki vinaþjóð ykkar.“ Það er undarlegt fyrir mig sem gömlum NATO-sinna og sjálf- stæðismanni að enda þessa grein á því að biðla til ráðherra Sam- fylkingarinnar um að koma í veg fyrir þessi áform um olíuhreins- unarstöð. Á hugsjónalausu hags- munasamtökin sem kalla sig Sjálfstæðisflokk er ekki lengur að treysta. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Tvíeggjað sverð HELGI HELGASON BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR Haustnámskeið í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna HAUSTNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í SEPTEMBER ÞAR SEM ÖLL FJÖLSKYLDAN GETUR FUNDIÐ EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI Í TÓNLISTINNI. Námskeiðin hefjast í september. Kennt verður í Kópavogi, Grafarvogi, Foldaskóla eftir að venjulegum skólatíma líkur og hljóðveri RMP Skráningar á heimasíðunni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 534 9090 Sponsored Digidesign School *Nánari upplýsingar á www.itr.is um möguleika Frístundakortsins. Á ekki við um námskeið í tónvinnslu. Gítarnámskeði fyrir byrjendur Viltu vera stjarnan í partýinu eða geta spilað lag fyrir ástina þína? Langar þig kannski að stofna hljómsveit? Þetta námskeið er kjörinn byrjunarreitur. Kennsla fer fram í hóptímum þar sem raðað er niður eftir stöðu hvers og eins. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri undirstöðuatriði gítarleiks og kunni helstu gítagripin. Lengd námskeiðs: 12 vikur Aldur: Fyrir alla aldurshópa. Fyrir þá sem vilja læra meira Við bjóðum lengra komnum gítar- leikurum upp á einkakennslu þar sem farið er nánar í tækniatriði, hljómfræði og kenndar upphafslínur og þekkt sóló úr lögum flytjenda á borð við Metallica, Led Zeppelin, Nirvana o.fl. Uppbygging gítarsólóa og notkun skala er kennd í bland við skemmtileg gítar-"trix". Farið verður í mismunandi “karakter” -tegundir gítara og- gítarmagnara og notkun þeirra í hljóðverum. Lengd námskeiðs: 12 einkatímar Aldur: Fyrir alla aldurshópa. Kennarar að þessu sinni eru: Vignir Snær Vigfússon, Gunnar Þór Jónsson og Hafþór Valur Guðjónsson. Söngur og framkoma Þetta er nú í áttunda skipti sem þetta skemmtilega og gagnlega námskeið er haldið. Margrét Eir Hjartardóttir sem leiðir þetta námskeið sem fyrr en hún útskrifaðist sem söngkennari frá Linklater akademiunni í New York í fyrra. Þetta er námskeið fyrir þá sem ætla að fara að stíga sín fyrstu skref á söngsviðinu t.d. með því að fara á áheyrnarprufur leikhúsanna, sjónvarpsstöðvanna eða jafnvel ganga til liðs við hljómsveit. Einnig hentar þetta þeim sem lengra eru komnir sem vilja leysa ákveðin vandamál hjá sér eins og t.d. hæsi eða þreytu í raddböndum. Barna- og unglinganámskeið Þá er komið að nýju námskeiði fyrir þá yngri. Núna verður námskeiðið byggt upp í kringum Evróvisjónæði okkar Íslendinga. Skólinn á í fórum sér undirspil af öllum Íslensku Evróvisjónlögunum og mun námskeiðið miða að því að undirbúa skemmtilega tónleika fyrir vini og vandamenn. Kennarar að þessu sinni eru Jón Jósep Snæbjörnsson Evróvisjónfari og Hulda Dögg Proppé. Gestir verða Evróvisjónhetjurnar Selma Björnsdóttir og Birgitta Haukdal. Tónvinnsluskólinn „Sponsored Digidesign School“ Nýlega gerðu Tónvinnsluskólinn og Digidesign með sér samstarfssamning um þjálfun nemenda í Pro Tools og kallast nú Tónvinnsluskólinn „Digidesign Sponsored School“. Þetta veitir okkur rétt til að kenna til alþjóðlega viðurkennds prófs Pro Tools 101 og Pro Tools 110. 101 gráðan gerir mönnum kleift að nota Pro Tools til eigin hagsmuna við lagasmíðar og upptökur meðan að 110 gráðan gerir mönnum kleift að nota Pro Tools í hljóðversumhverfi atvinnumannsins. Veitir rétt til framhaldsnáms Eftir að hafa tekið þessi próf geta nemendur farið beint í 201 og 210 gráðurnar erlendis sem gerir menn að viðurkenndum „Pro Tools Operator“ sem gefur möguleika á störfum hér og erlendis í hljóðverum og kvikmyndaverum. 25.000 kr. niðurgreiðsla fyrir þá sem geta notað Frístundakort ÍTR*

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.