Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 4
4 6. september 2008 LAUGARDAGUR
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
19°
15°
17°
19°
18°
20°
21°
24°
22°
30°
30°
21°
21°
26°
24°
33°
26°
12
Á MORGUN
5-13 m/s, stífastur SV-til.
MÁNUDAGUR
5-10 m/s.
12
12
13
12
11
12
13
10
12
11
6
6
5
4
3
1
1
4
4
6
4
2
15
14
15
12
12 13
12
12
BREYTINGAR Í
NÓTT
Núna í dag er í þró-
un lægðakerfi sem
tekur land vestan
til upp úr miðnætti
í kvöld. Vindur vex
því í nótt og um
hádegi á morgun
verður komin stíf
suðaustan átt, 5-13
m/s með rigningu
á sunnan og vestan-
verðu landinu,
einkum þó um eða
eftir hádegi.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
®
STANGVEIÐI Ágætur afli fékkst á
þriðjudag við tilraunaveiðar í
Varmá. Á vef Stangaveiðifélags
Reykjavíkur er haft eftir
veiðimanninum Skúla Kristins-
syni að hann hafi fengið sex væna
sjóbirtinga úr ánni þann dag.
Segir að stærri fiskurinn ofan við
sundlaugina, þar sem klórslysið
varð í fyrra, hafi sloppið.
„Mikill birtingur er í Reykja-
fossi, og í raun má segja að hann
sé hreinlega pakkaður af fiski líkt
og venja er um þetta leyti árs,“
segir á svfr.is þar sem sagt er
ljóst að Varmá hafi alla burði til
þess að rétta úr kútnum á
komandi árum. - gar
Eftirmálar klórleka í Varmá:
Góð aflabrögð
í tilraunaveiði
SJÓBIRTINGUR ÚR VARMÁ Veiðin er
betri en óttast var eftir klórslysið.
DÓMSMÁL Hæstiréttur úrskurðaði
síðdegis í gær að athafnamaður-
inn Þorsteinn Kragh skyldi fara
aftur í gæsluvarðhald. Þar með
sneri Hæstiréttur við úrskurði
Héraðsdóms Reykjavíkur sem
hafði hafnað kröfu lögreglustjór-
ans á höfuðborgarsvæðinu þess
efnis. Héraðsdómur hafði þess í
stað úrskurðað Þorstein í farbann
til 9. október.
Þorsteinn var handtekinn í byrj-
un júlí og úrskurðaður í gæslu-
varðhald í framhaldi af því.
Gæsluvarðhaldið rann út á mið-
vikudag og var honum sleppt.
Eins og fyrr segir gerði Lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu kröfu um áframhaldandi
gæslu, en héraðsdómur hafnaði
þeirri kröfu. Lögreglustjóri kærði
úrskurðinn til Hæstaréttar sem
sneri honum við í gær.
Þorsteinn var í gæsluvarðhaldi
vegna gruns um aðild hans að einu
stærsta fíkniefnamáli sem upp
hefur komið hérlendis, þegar aldr-
aður Hollendingur reyndi að
smygla inn um 190 kílóum af hassi,
einu og hálfu kílói af marijúana og
einu kílói af kókaíni. Efnin hafði
maðurinn falið vandlega í húsbíl
sem kom með ferjunni Norrænu
til landsins 10. júní. Hollendingur-
inn situr enn í gæsluvarðhaldi.
Samkvæmt úrskurði Hæstarétt-
ar skal Þorsteinn sæta gæsluvarð-
haldi í sex vikur. Hann gaf sig
fram við lögreglu í gærkvöld og
var settur í varðhald. Þorsteinn
hefur staðfastlega neitað sök í
málinu. - jss
HÆSTIRÉTTUR Sneri við úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur.
Hæstiréttur sneri úrskurði héraðsdóms sem vildi sleppa Þorsteini Kragh:
Kominn aftur í gæsluvarðhald
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Blönduósi gerði húsleit í gær með
aðstoð fíkniefnalögrelgunnar á
Akureyri. Við leitina voru notaðir
fíkniefnaleitarhundar lögreglunn-
ar á Blönduósi sem og á Akureyri.
Nokkur grömm af kannabisefnum
fundust við húsleitina. Við
yfirheyrslur viðurkenndu
mennirnir eign sína á fíkniefnun-
um og neyslu þeirra. Mennirnir
voru lausir eftir yfirheyrslur.
Leitin var gerð að undangengn-
um úrskurði Héraðsdóms Norður-
lands vestra og var ástæða hennar
grunur um að húsráðendur hefðu
komið að vörslu neyslu, sölu og
dreifingu fíkniefna á svæðinu. - kdk
Fíkniefnaleit á Blönduósi:
Fundu kannabis
á Blönduósi
FÓLK Árleg hverfahátíð miðborgar
og Hlíða verður haldin á Mikla-
túni í dag milli klukkan 14 og 16.
Að því loknu er frítt í Sundhöllina
fyrir alla fjölskylduna til klukkan
18.
Hópurinn Samtaka í miðborg
og Hlíðum stendur fyrir hátíðinni
en að baki hans eru allir grunn-
skólar í hverfinu, félagsmiðstöðv-
ar, kirkjur, íþróttafélög og önnur
félagasamtök. Dagskrá hátíðar-
innar má finna á slóðinni hlidar.
com - ovd
Hátíð miðborgar og Hlíða:
Hátíð og frítt í
sund fyrir alla
AP, ARMENÍA Tyrkland og Armenía
mætast í dag í undankeppni
Heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu 2010. Leikurinn fer fram í
Armeníu og mun Abdullah Gul,
forseti Tyrklands, verða viðstadd-
ur hann.
Stjórnvöld beggja landa vonast
til þess að leikurinn bæti sam-
skipti ríkjanna. Þau hafa ætíð
verið stirð, þrátt fyrir að Tyrk-
land hafi fyrst ríkja viðurkennt
sjálfstæði Armeníu árið 1991, og
hafa landamæri þeirra verið
lokuð síðan 1993.
Tyrkir drápu um 1,5 milljónir
Armena í fyrri heimsstyrjöldinni,
en þeir neita að viðurkenna að
það hafi verið þjóðarmorð. - kóp
Friðarfótbolti á HM 2010:
Tyrkland og Ar-
menía mætast
TYRKIR FAGNA Tyrkneska landsliðið
fagnar á EM í sumar. Það leikur í dag við
Armeníu í sögulegum leik.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
37 hrefnur veiddar
Hrefnuveiðar hafa gengið vel og
nú hafa 37 dýr verið veidd af þeim
fjörutíu sem kvóti var gefinn út fyrir.
Heimilt er að veiða hrefnur út árið,
en stefnt er að því að klára kvótann í
þessum mánuði.
HREFNUVEIÐAR
HAÍTÍ, AP Ástandið á Haíti er skelfi-
legt þessa dagana eftir að hver
fellibylurinn á fætur öðrum hefur
riðið yfir. Sá næsti, Ike, er væntan-
legur nú um helgina og þykir lík-
legur til að gera illt verra.
Talið er að hundruð manna hafi
týnt lífi undanfarnar þrjár vikur
og nokkur hundruð manns eru í
nauðum stödd vegna flóða, sem
fylgt hafa í kjölfar veðurofsans.
Nú síðast skall hitabeltislægðin
Hanna á Haíti með miklum ofsa í
fjóra daga samfleytt, en aðeins
fáum dögum áður hafði felli-
bylurinn Gústav riðið yfir af engu
minni ofsa. Þar áður hafði hita-
beltislægðin Fay hrellt lands-
menn með fárviðri um miðjan
ágúst.
Borgin Gonaives hefur orðið
einna verst úti. Þegar flóðin tóku
að réna í gær mátti sjá mörg lík
að hluta á kafi í eðjunni á götum
borgarinnar.
Alþjóðleg hjálparsamtök hafa
reynt sitt ýtrasta til að koma
hjálpargögnum til fólks, sem
hefur einangrast í flóðunum án
matar og drykkjarvatns.
Max Cocsi, fulltrúi samtakanna
Læknar án landamæra, sagði
enga leið að segja til um hve
margir hefðu í raun látist. Áhersl-
an væri öll á að ná til þeirra sem
enn væru á lífi.
„Ég hef áhyggjur vegna þess að
jarðvegurinn er gjörsamlega
gegnsósa af vatni og árnar geta
engan veginn tekið við meira
vatnsmagni,“ sagði hann. „Það
þarf ekki annan fellibyl, hvass-
viðri dugar til að setja allt úr
skorðum á ný.“
Bílalest á vegum Sameinuðu
þjóðanna lagði af stað í gær með
matvæli til borgarinnar, en komst
ekki alla leið vegna þess að veg-
urinn inn í borgina var farinn í
sundur.
„Allir vegir til Gonaives eru
rofnir, ýmist vegna þess að brýr
hafa hrunið eða tré fallið yfir
veginn, og sums staðar hefur
vatnið rutt heilu vegarköflunum
burt,“ sagði Myrta Kaulard hjá
Matvælastofnun Sameinuðu þjóð-
anna.
Hitabeltislægðin Hanna stefnir
nú áleiðis til Bandaríkjanna og er
reiknað með henni upp að strönd
Norður- eða Suður-Kaliforníu á
næstunni. Síðan er búist við að
hún færi sig norður með austur-
strönd Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Ike er síðan
væntan legur á Flórídaskaga í
næstu viku, eftir að hann hefur
farið yfir Haítí og Kúbu.
gudsteinn@frettabladid.is
GENGIÐ 05.09.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
164,798
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
87,99 88,41
154,77 155,53
125,09 125,79
16,777 16,875
15,641 15,733
13,193 13,271
0,8275 0,8323
136,04 136,86
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Hundruð þúsunda á
hrakhólum á Haítí
Enginn veit nákvæmlega hve marga hamfarirnar á Haítí síðustu vikurnar hafa
kostað lífið. Hjálparstofnanir eiga erfitt með að koma gögnum til íbúa höfuð-
borgarinnar. Fellibylurinn Ike kemur í kjölfar hitabeltislægðarinnar Hönnu.
NEYÐ Á HAÍTÍ Hundruð manna hafa látist og hundruð þúsund eiga um sárt að binda
vegna hamfara síðustu vikurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Það þarf ekki annan felli-
byl, hvassviðri dugar til
að setja allt úr skorðum á ný.
MAX COCSI
FULLTRÚI LÆKNA ÁN LANDAMÆRA