Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 78
58 6. september 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. yndi, 6. tveir eins, 8. hallandi, 9. hátíð, 11. skammstöfun, 12. ráðagerð, 14. vanvirðing, 16. tveir eins, 17. fálæti, 18. umfram, 20. tveir eins, 21. murra. LÓÐRÉTT 1. glansa, 3. þys, 4. skammlífur, 5. blekking, 7. planta, 10. umrót, 13. röð, 15. sjá eftir, 16. vefnaðarvara, 19. íþróttafélag. LAUSN VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Guðlaugur G. Sverrisson. 2. Sarah Palin. 3. Spánarsnigill LÁRÉTT: 2. lyst, 6. ll, 8. ská, 9. jól, 11. al, 12. áform, 14. ósómi, 16. tt, 17. fæð, 18. auk, 20. rr, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. gljá, 3. ys, 4. skammær, 5. tál, 7. lófótur, 10. los, 13. róf, 15. iðra, 16. tau, 19. kr. Yoko Ono kemur aftur til landsins þegar kveikt verð- ur á Friðarsúlunni í Viðey hinn 9. október næstkom- andi. Þann dag hefði John Lennon orðið 68 ára. Þessa dagana er verið að skipuleggja atburði tengda hingaðkomu Yokoar. Hafþór Ingason hjá Listasafni Reykjavíkur staðfesti að mikið yrði um að vera, bæði í Höfða og út í Viðey, en sagði of snemmt að fara nánar út í smáatriði, enda ekki búið að ganga frá öllum laus- um endum. Þó staðfesti hann að friðarverðlaun Lennon/Ono verði veitt í fjórða sinn. Verð- launin, að upphæð 50.000 Bandaríkjadölum, hafa verið veitt annað hvert ár síðan 2002, síðast í Reykja- vík árið 2006. Ekki fékkst uppgefið hvort Sean Lennon eða Ringo yrðu í fylgdarliði Ono. Þrátt fyrir einlægan áhuga á friði hefur ekki verið friðvænlegt í „friðar- borginni“ Reykjavík síðan Yoko kom hingað síðast. Þá var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fylgdarmaður hennar í friðarathöfnunum og stóð sig vel kyrjandi „peace, peace“. Dagur B. Eggertsson og Ólafur F. Magnússon eru komnir og farnir úr borgarstjórastóli og misstu af gullnu tækifæri til samneytis með bítla- ekkjunni. Hanna Birna borgarstjóri verður því að öllum líkindum hægri hönd Yokoar í friðarumleitun- um hennar, nema annað komi í ljós. - drg Yoko Ono kemur aftur til Íslands SKRÚFAR AFTUR FRÁ Í VIÐEY Von er á Yoko í október með friðarverðlaun í poka. YOKO Friðarverðlaun Lennon/ Ono verða veitt hér á landi. Margir hafa látið sig dreyma um flug á kústi yfir quidditch-köflum Harry Potter-bókanna vinsælu, en þar leika galdramenn þessa óvenjulegu liðaíþrótt á fljúgandi kústum. Nú er möguleiki á að leyfa draumnum að rætast, að einhverju leyti. Fimm tvítugar stelpur hafa stofnað mugga-quidditch-lið, þar sem ógöldróttir geta spreytt sig. Boðið hefur verið til fundar á Kaffi Hljómalind á þriðjudag klukkan átta, þar sem leikurinn, sem er spilaður af bandarískri fyrirmynd, verður útskýrður og væntanlegir spilarar geta gefið sig fram. Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, einn stofnenda liðsins, reynir að útskýra reglurnar í stuttu máli. „Við erum með gyllta golfkúlu, gylltu eldinguna, sem við felum og sendum svo leitarana af stað. Þegar annar þeirra er búinn að finna kúluna gefur hann dómara merki og þá er hlaupari sendur af stað og þeir þurfa að klukka hann.“ „Aðalboltinn er loftlaus fótbolti og honum er þrykkt á milli þriggja spilara sem reyna að skora í einn af þremur markhringunum, sem eru húlahringir ofan á bambus- stöngum, þriggja metra háir. Markmaðurinn er með gamaldags strákúst, svona til að halda smá í kústana í leiknum. Svo eru tveir í hvoru liði með tennisspaða og lít- inn bolta og reyna að skjóta í þá sem eru að reyna að skora. Ef þú færð boltann í þig stoppar þú í fimm sekúndur, í stað þess að detta af kústinum þínum.“ En þarf maður að þekkja quidd- itch til að geta spilað mugga-quidd- itch? „Nei, það er hægt að líta á þetta sem frumlegan boltaleik. Það er hins vegar plús því þá finnst manni maður eiginlega vera kom- inn inn í bækurnar.“ Finnst þeim þetta ekkert nörda- legt? „Jú, en það er bara ógeðslega gaman að vera nörd,“ segir Bryndís. - kbs Harry Potter-nörd stofna lið ÓHRÆDDIR NÖRDAR Bryndís, Herdís, Thelma, Júlíana og Hugrún spila mugga- quidditch. Áhugasamir geta bæst í hóp- inn með því að mæta á Kaffi Hljómalind á þriðjudagskvöld. Ásmundur Friðriksson Aldur: 52 ára. Starf: Verk- efnastjóri í Reykjanesbæ. Fjölskylda: Giftur Sigríði Magnúsdóttur, eiga fimm börn og þrjú barnabörn. Foreldrar: Valgerður Erla Ósk- arsdóttir, fyrrverandi starfsmaður barnaskólans í Vestmannaeyjum, og Friðrik Ásmundsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Búseta: Birkiteigur í Reykjanesbæ. Stjörnumerki: Vatnsberi. Ásmundur er verkefnastjóri ljósanætur, sem er nú haldin hátíðleg í Reykjanesbæ. Jóhann Jóhannsson semur tónlist- ina við Hollywoodmyndina Person- al Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tón- list eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurn- ar eða leikstjórann, David Holland- er. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning auka- atriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvar- leg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varm- ints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verð- launahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúr- at núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigur jón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnc- es-hátíðinni. Verkið er fyrir bland- aðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“ drgunni@frettabladid.is JÓHANN JÓHANNSSON: Í SLAGTOGI MEÐ MICHELLE PFEIFFER OG FLEIRUM Semur tónlist fyrir stórmynd í Hollywood BRJÁLAÐ AÐ GERA Jóhann Jóhannsson semur fyrir Personal Effects, Hollywood-stór- mynd með Ashton Kutcher og Michelle Pfeiffer. Tímaritið Mónitor verður eins árs í næstu viku. Ritstjórinn Atli Fannar Bjarkason undirbýr nú afmælisfögnuðinn af miklu kappi. Aðaltrompið í þeim hátíða- höldum verða ný tónlistar- verðlaun blaðsins, Mónitor-nöglin. Verðlaun verða veitt í tíu flokkum fyrir ýmis- legt markvert sem forsvarsmönnum blaðsins þykir hafa staðið upp úr í tónlistarlífinu. Sjálf verðlaunahátíð- in verður á fimmtudag og þá um kvöldið verður haldið karnivalpartí á ónefndum stað fyrir alla þá sem prýtt hafa forsíður blaðsins í bland við bransafólk af ýmsum toga. Ýmis kynningarmyndbönd fyrir afmæli Mónitors má nú finna á youtube. com/hrefnabjor. Og það eru fleiri sem eiga afmæli. Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker fagnar 45 ára afmæli sínu í dag. Stormsker blæs til heljarinnar veislu af þessu tilefni sem haldin verður á Steak & Play, nýjum skemmtistað Ásgeirs Davíðsson- ar á Grensásvegi. Lét tónlistarmaðurinn þau boð út ganga að gestir mættu eiga von á „búsi og snittum“ í afmælinu. Stuðmannabarnið Bryndís Jakobsdóttir hefur haldið fjölda tónleika í Danmörku undanfarið. Í gærkvöldi lék hún í Huset í Kaup- mannahöfn og í kvöld lýkur túrnum á tónleikahátíð í Árósum. Dísa er því væntanleg til Íslands á næst- unni en landsmenn fá þó varla að sjá hana fyrr en á Airwaves-hátíð- inni í næsta mánuði. Í millitíðinni leikur hún á tvennum tónleikum í Bret- landi. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.