Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 68
48 6. september 2008 LAUGARDAGUR > SAMSÖNGUR Paris Hilton og kærasti hennar, Benji Madden, hafa varið síð- ustu kvöldum í upptöku- stúdíói á heimili Parisar, þar sem þau hafa tekið upp dú- etta. Lögin eru nú í vinnslu, en Paris segir þau lýsa sam- bandi hennar og Benji: „Lögin okkar eru bara gleði- leg og skemmtileg dans- tónlist.“ Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, eða RIFF bætir sífellt við sig. Nú síðast var nýjum heim- ildamyndaflokki bætt við, sem ber heitið nýr.heimur. Þar verða umhverfismál í brennidepli, en sérstök áhersla er lögð á umhverfis- vernd auk tengsla kvikmynda og tónlistar á hátíðinni. Þá verða sýndar örmyndir tengdar umhverfismálum á undan öllum sýningum hátíðarinnar. Í tenglsum við flokkinn verður haldið málþing um ástand umhverfismála og reynt að hafa hátíðina sjálfa sem minnst skað- lega umhverfinu. Meðal mynda sem sýndar verða undir merkjum nýs.heims eru Flow – For the Love of Water, bandarísk kvikmynd um vatn og mismunandi vatnsvandamál í mis- munandi heimshlutum, Whisper- ing of the Trees, sem leiðir áhorf- andann inn í heim indíjána í Chile sem kenna sig við furuhnetutréð, In Search of a Legend, sem fjallar um för sex manns á norðurskautið og Up the Yangtze, verðlauna- mynd sem sýnir kínverska draum- inn í gegnum Yu Shui, unga stelpu sem fer að heiman til að sjá fyrir fjölskyldu sinni með því að sigla upp Yangtze-ána í Kína. - kbs Umhverfismál í brennidepli á RIFF Bryndís Ásmundsdótt- ir kveður hlutverk Tinu Turner sem hún hefur farið með í tvö ár. Á þeim tíma hefur hún lést um 20 kíló. „Við ætlum að klára þetta í kvöld og vera í síðasta skipti á Players í Kópavogi,“ segir Bryn dís Ásmunds- dóttir leikkona sem hefur ásamt Sigríði Beinteinsdóttur söngkonu verið með Tinu Turner tribute-sýn- ingu síðastliðin tvö ár. „Ég var ólétt þegar við byrjuðum á undirbún- ingnum og Þórdís Freyja dóttir mín var aðeins tveggja mánaða þegar við byrjuðum að sýna, en þá var sýningin á Broadway og gekk fyrir fullu húsi í tæpt ár. Eftir það tókum við Sigga hugmyndina með okkur og sósuðum saman svona „best of“, skelltum með nokkrum ballslögurum og höfum farið með þá sýningu víðsvegar um landið,“ útskýrir Bryndís sem mun von bráðar bregða sér í hlutverk Janis Joplin í Íslensku óperunni. „Janis 27 verður frumsýnd þriðja október næstkomandi og framundan er klikkuð keyrsla fram að frumsýn- ingu þar sem við erum að byrja aftur að æfa eftir sumarfrí,“ bætir hún við. Frá því að Tinu Turner sýning- arnar hófust hefur Bryndís breytt um lífsstíl og lést um heil tuttugu kíló. Spurð hvað liggi að baki þyngdartapinu segir hún það vera samspil nokkurra þátta. „Ég bætti á mig alveg tuttugu kílóum þegar ég gekk með Þórdísi Freyju dóttur mína og var svoleiðis frekar lengi á eftir. Það var ekki fyrr en ég fór á námskeið í Jassballettskóla Báru sem heitir frá Toppi til táar sem ég fékk innblástur og löngun til að gera eitthvað í málinu. Á námskeið- inu var maður tekinn andlega og líkamlega í gegn og nokkrum mán- uðum síðar fór ég svo að æfa í World Class,“ útskýrir Bryndís. „Málið er bara að breyta hugar- farinu. Ég er þannig karakter að ég fíla ekki þegar mér er sagt hvað ég má ekki gera, svo ég hugsa frekar um hvað ég ætla mér að gera með markmiðið í huga. Svo minnkaði ég matarskammtana, hreyfi mig reglulega og verð eiginlega pirruð ef ég fæ enga hreyfingu. Janis Joplin verkefnið er líka svo krefj- andi að maður þarf að hafa þolið í lagi og það hvetur mann áfram,“ segir Bryndís. alma@frettabladid.is Hefur lést um 20 kíló sem Tina Sviðslistahópurinn 16 elskendur býður áhorfendum á ferða- skrifstofuna Íkea-ferðir í dag. „Við lögðum upp með að fjalla um ímynd Reykjavíkur og út frá því fórum við að skoða ímynd og yfirborð annarra staða,“ segir Eva Rún Snorradóttir, ein elskendanna. „Svo kom kreppa og það gerði ímyndina öllu áhugaverðari. Við fengum hugmyndina fyrir um það bil ári síðan þegar Reykja- vík fylltist af sígaunum. Svo tveimur dögum seinna voru þeir sendir til Noregs. Í einn dag var ímynd Reykjavíkur af evr- ópskri stórborg, en svo varð hún aftur að litlu Reykjavík.“ Skýrslan um ímynd Íslands varð þeim mikil uppspretta hug- mynda. „Hún er svo rosalega alhæfingagjörn og fellur í þá gryfju að segja að Ísland sé frábært og við séum frjáls náttúru- börn sem leikum okkur á ströndinni. Þetta gamla klass- íska,“ segir Eva. En hvernig tengist það IKEA? „IKEA er alltaf með skyndilausnir og setur allt upp í einingar. Við erum í raun að nota strúktúrinn í IKEA-verslunum og þá hugmyndafræði IKEA að fletja hlutina út.“ Eva tekur fram að þau eru ekki styrkt af fyrirtækinu. Hægt er að panta miða í gegnum tölvupóst á 16lovers@gmail. com og í síma 659-4263. Sýningar eru um helgina og frá 10.-16. september. Miðaverð er. 1990 krónur. - kbs Ímynd Reykjavíkur í kreppu 16 ELSKENDUR Friðgeir, Karl, Aðalbjörg, Eva, Davíð og Ylfa vinna hjá Íkeaferðum í Örfirisey. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fyrirtækið Columbia Pictures hefur í hyggju að framleiða Ghost- busters 3, þriðju myndina um draugabanana skrautlegu. Tæp tuttugu ár eru liðin síðan önnur myndin kom út með þeim Bill Murray, Harold Ramis, Dan Ayk- royd og Ernie Hudson í aðalhlut- verkum. Talið er að þeir muni allir snúa aftur í nýju myndinni. Handritshöfundar verða Lee Eisenberg og Gene Stupnitsky, sem skrifuðu handritið og fram- leiddu bandarísku útgáfuna af þáttunum The Office. Athygli vekur að þeir Ramis og Aykroyd, sem skrifuðu handritið að fyrstu tveimur myndunum, voru ekki ráðnir í það starf í þetta sinn. Draugabanar snúa aftur GHOSTBUSTERS Um tuttugu ár eru liðin síðan síðasta Ghostbusters-myndin kom út við miklar vinsældir. Í HLUTVERKI TINU TURNER Sigríður Beinteins og Bryndís Ásmundsdóttir munu syngja á Players sportcafé í kvöld, en staðurinn hefur fengið nýtt útlit eftir breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR folk@frettabladid.is Frá 15. september til 11. desember 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.