Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 74
54 6. september 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is NOREGUR-ÍSLAND ÓMAR ÞORGEIRSSON skrifar frá Osló omar@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir hefur spilað frábærlega í fyrstu þremur leikjum íslenska kvenna- landsliðsins í Evrópukeppninni og þessi öfluga körfuboltakona er líka mjög áberandi á topplist- um tölfræðinnar eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Helena er sem stendur efst í þremur stærstu tölfræðiþáttun- um, í stigum, fráköstum og stoð- sendingum, auk þess að vera í 2. sæti í stolnum boltum og í 3. sæti í vörðum skotum. Helena hefur skorað 72 stig í 3 leikjum sem gera 24,0 stig að meðaltali í leik. Næst á lista er Hollendingurinn Leonie Kooij sem hefur skorað 22,7 stig í leik en Slóveninn Maja Erkic hefur síðan skorað 20,3 stig í leik. Helena hefur tekið 29 fráköst í 3 leikjum eða 9,7 að meðaltali í leik en næst á lista eru þrír leik- menn með 8,3 fráköst í leik. Það eru Naomi Halman frá Hollandi, Daliborka Jokic frá Slóveníu og Kerdu Arbet frá Eistlandi. Signý Hermannsdóttir er í 6. sæti í frá- köstum með 8,0 að meðaltali. Helena hefur síðan gefið 18 stoðsendingar í leikjunum þrem- ur eða 6,0 að meðaltali. Í öðru sæti þar er Slóveninn Nika Baric með 5,0 stoðsendingar í leik. Hel- ena er einnig með 2,7 stolna bolta í leik og er þar í 2. sæti á eftir Sla- vicu Dimovska frá Makedóníu en hún spilaði með Fjölni í Iceland Express-deildinni síðasta vetur. Helena er að lokum í 3. sæti í vörðum skotum með 1,7 varin skot í leik en þar er Signý Her- mannsdóttir efst með 9 varin skot í þremur leikjum eða 3,0 að með- altali í leik. Helena nær reyndar líka inn á topp tíu-listann í þriggja stiga nýtingu þar sem hún hefur hitt úr 46,2 prósent þriggja stiga skota sinna. Helena er þar í 10. sæti en í 4. sæti er Kristrún Sigurjóns- dóttir með 60 prósent nýtingu en Kristrún hefur sett niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í keppninni til þessa. Ísland mætir Írlandi í Dublin í dag í fjórða leik sínum í keppn- inni en Írar hafa unnið 2 af 3 leikjum sínum á móti einum íslenskum sigri í 3 leikjum. - óój Helena Sverrisdóttir spilar vel með íslenska kvennalandsliðinu í körfu: Efst í öllu í Evrópukeppninni ALLT Í ÖLLU Helena Sverrisdóttir er afar fjölhæf körfuboltakona. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Kvennalandsliðið stendur í stað Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í átjánda sæti á nýjum styrkleika- lista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Stelpurnar standa því í stað frá því að síðasti listi var gefinn út. Bandaríkin eru á toppnum líkt og oft áður og hið sterka lið Þjóðverja kemur svo í öðru sæti. Íslensku stelpurnar mæta þeim frönsku í lok mánaðarins ytra og ljóst að þar verður við ramman reip að draga enda franska liðið í sjöunda sæti listans. Það lá vel á landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni á blaðamanna- fundi fyrir leik Íslands og Noregs í undankeppni HM 2010 í Ósló í gær. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að við náum góðum leik gegn Norðmönnum. Ástandið á leikmönnunum er mjög gott og við vitum það sem við viljum vita um andstæð- inga okkar. Ég hef leitað ráða hjá íslensku leikmönnunum sem spila í Noregi og mér finnst ég hafa grætt mikið á því. Þannig að þeir eiga ekki að koma okkur á óvart,“ segir Ólaf- ur en ellefu af tuttugu og tveimur leikmönnum í landsliðs- hópi Íslands hafa leikið eða leika sem stendur í Noregi. Ólafur metur það svo að norska liðið sé betra en það íslenska á pappírnum en að það sé aftur á móti engin ástæða til þess að vera með neina minni- máttarkennd. „Þeir eiga að vera með betra lið en við. Það er einfaldlega þannig. En það þýðir samt ekki að við eigum ekki fínan möguleika á að ná góðum úrslitum í leiknum. Jafntefli væru vissulega góð úrslit en sigur yrði enn betri,“ segir Ólafur. Ólafur telur að til þess að íslenska liðið nái markmiðum sínum í leiknum sé algjör skylda að halda markinu hreinu framan af leik. „Við komum til þess að verjast af krafti þar sem Norðmenn eru með mjög hættulega sóknarmenn. Ég tel að fyrstu 20-25 mínúturnar verði örugglega mjög erfiðar og það er gríðarlega mikilvægt að við verðum vakandi og náum að halda markinu hreinu. Það er bara skilyrði. Ef það tekst, þá gæti eftir það ýmislegt fallið með okkur, til að mynda gætu áhangendur þeirra orðið óþreyjufullir og sett enn meiri pressu á norska liðið. Byrjunin á leiknum er því mjög mikilvæg fyrir okkur. Ég er reyndar alveg viss um það að ef allir mínir leikmenn spila á hundrað prósent getu þá eigum við ekkert minni mögu- leika í þessum leik en Norðmenn. Það er því engin ástæða til þess að vera með einhverja minnimáttarkennd og við förum að sjálf- sögðu í leikinn til þess að fá góð úrslit úr honum,“ segir Ólafur ákveðinn. ÓLAFUR JÓHANNESSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: TELUR ÍSLAND HAFA BURÐI TIL ÞESS AÐ NÁ GÓÐUM ÚRSLITUM Norðmenn eiga ekki að koma okkur á óvart FÓTBOLTI Það verður sérstakt fyrir Indriða Sigurðsson að mæta Norðmönnum á Ullevaal-leik- vanginum en það er heimaleik- vangur norska liðsins Lyn sem Indriði leikur með. „Það er mikil pressa á norska liðinu og það er krafa frá áhang- endum þess að okkur sé rúllað upp. Það gæti unnið með okkur. Á pappírunum tel ég okkur ekk- ert vera lakara lið en það norska og ef menn spila góða vörn og ná sínum besta leik er allt hægt,“ segir Indriði Sigurðsson. - óþ Indriði Sigurðsson óttast ekki Norðmenn: Ekki lakara lið á pappírunum FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson vonast til þess að fá að spreyta sig á móti Norðmönnum í dag. „Þetta er sérstakur leikur fyrir okkur sem spilum hérna í Noregi. Það yrði mjög skemmtilegt að fá tækifæri til þess að mæta liðsfélögum sínum í Stabæk. Það verður klárlega tekið á þeim og engin virðing sýnd, það er alveg á hreinu,“ segir Veigar Páll, sem telur að íslenska liðið hafi alla burði til þess að ná góðum úrslitum. „Ég held að þeir séu líka smeykir við okkur því það er mikil pressa á þeim,“ sagði Veigar. - óþ Veigar Páll Gunnarsson: Norðmenn eru smeykir FÓTBOLTI Tveir leikreyndustu leik- menn íslenska landsliðsins, fyrir- liðinn Hermann Hreiðarsson og framherjinn Eiður Smári Guð- johnsen, eru tilbúnir í slaginn gegn Norðmönnum á Ullevaal- leikvanginum í kvöld. Hermann á 77 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og er því að taka þátt í sinni sjöundu undan- keppni stórmóts með liðinu. Hann telur að Holland sé með sterkasta liðið í riðli Íslands en að baráttan um annað sætið gæti orðið hörð og jöfn. „Munurinn á þessum liðum er ekkert svakalegur og ég tel að rið- illinn sé mjög jákvæður fyrir okkur. Ég meina, Ísland, Noregur, Skotland og Makedónía, það er ekkert himinn og haf þarna á milli. Við viljum ekki meina það og við verðum að sýna það inni á vellin- um gegn Noregi,“ segir Hermann. Hermann fær erfitt verkefni í leiknum í kvöld þar sem sóknar- menn Noregs með John Carew í fararbroddi eru skeinuhættir. „Ég hef mætt Carew nokkrum sinnum og veit vel að hann er bæði stór og sterkur leikmaður. Hann er lykilmaður í þeirra sóknarleik og við þurfum að hafa góðar gætur á honum en það er bara gaman að fá að mæta þessum bestu,“ segir Hermann. Eiður Smári hefur leikið 51 landsleik fyrir Ísland og er að fara að taka þátt í sinni sjöttu undan- keppni stórmóts með liðinu. Hann er spenntur fyrir því að byrja und- ankeppnina gegn Norðmönnum. „Leikurinn gegn Noregi leggst bara mjög vel í mig. Við verðum samt að hafa allan varann á gegn norska liðinu því þeir hafa sterka leikmenn innanborðs og við þurf- um að vera klárir á öllum okkar hlutum í leiknum,“ segir Eiður Smári. Eiður Smári telur að íslenska liðið þurfi smá tíma til þess að aðlagast nýjum þjálfara og nýjum leikmönnum en er bjartsýnn á framtíð liðsins. „Vonandi smellur þetta hjá okkur strax gegn Norðmönnum og þá getum við byggt á því. Annars mega menn ekkert fara fram úr sér því það tekur tíma fyrir nýjan þjálfara að læra á leikmennina og öfugt og svo eru ákveðin kynslóða- skipti í gangi hjá liðinu. En ef við sýnum okkar rétta andlit þá er ég ekkert smeykur um framhaldið,“ segir Eiður Smári. Það er ekkert að óttast Það er gott hljóð í þeim Hermanni Hreiðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þeir félagar telja Norðmenn vera hættulega en segja þó að Ísland hafi alla burði til þess að ná góðum úrslitum. KLÁR Í SLAGINN Eiður Smári Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landslið- inu gegn Noregi í dag. Hann sést hér ganga til blaðamannafundar á Radisson Plaza í Osló í gær. NORDIC PHOTOS/AFP Sundpóló) erfiðara en sund! ...en bara svo MIKLU skemmtilegra! ...erfiðara en handbolti! Hvað er það? 12 vikna námskeið hjá Sundknattleiksfélagi Reykjavíkur hefst þann 15. september & mun fara fram í nýju Laugardalslauginni. Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 11-13 ára sem langar að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Frír kynningartími 13. sept kl. 12:30 Æfingatímar Mánudagar kl. 18:00 - 19:30 Miðvikudagar kl. 18:00 - 19:30 Laugardagar kl. 12:30 - 14:00 Skráning á http://www.waterpolo.is eða í síma 860-7537 Verð krónur 12.500.- en einnig hægt er að nota Frístundakort ÍTR SUNDKNATTLEIKSFÉLAG REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.