Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 70
50 6. september 2008 LAUGARDAGUR Fjögur þúsund miðar seldust upp á aðeins tuttugu mínútum á minning- artónleika um Vilhjálm Vilhjálms- son sem verða haldnir í Laugar- dalshöll 10. október. Ákveðið hefur verið að halda aukatónleika 11. október og hefst miðasala á þá föstudaginn 12. september. Landslið söngvara kemur fram á tónleikunum og eru þar á meðal Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Diddú, Egill Ólafsson, Laddi, Lay Low, Páll Rósinkranz, Ragnheiður Gröndal og Stefán Hilmarsson. Sérstakir heiðurs- gestir verða Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson. Miðaverð er á bilinu 4.900 krónur til 11.900. Uppselt á 20 mínútum Guillermo del Toro hefur undirritað samning við Universal. Að Hobbitanum loknum, 2012, mun del Toro leikstýra fjórum myndum fyrir kvikmyndaverið, til ársins 2017. Allar myndirnar byggja á bókum, það eru Franken- stein, Dr. Jekyll and Mr. Hyde, Slaughterhouse Five eftir Kurt Vonnegut og væntanleg bók Dans Simmons, Drood. Þá eru ekki meðtaldar allar þær myndir sem kappinn mun framleiða fyrir Universal, en þar má nefna Hater og Crimson Peak. Einnig bíða áhugasamir eftir upplýsingum um hvenær hann ætli sér að gera At the Mountains of Madness, eftir bók spámanns- ins H.P. Lovecraft. Svo er spurning hvort hann nær að halda í rætur sínar og gefa út efni á spænsku eins og hann er þekktastur fyrir. - kbs Del Toro ráð- inn til 2017 HVAÐ UM HELLBOY ÞRJÚ? Del Toro, hér við gerð Hellboy tvö, mun líklega ekki hafa tíma fyrir Hellboy þrjú. Árlegt partí Stöðvar 2 þar sem dagskrá vetrarins er kynnt var haldið á skemmti- staðnum Rúbín í Öskjuhlíð á fimmtudag. Fjöldi fólks mætti til að kynna sér hvað yrði í boði og naut ljúfra veitinga. Það var margt um manninn í partíi Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Gestir fengu að sjá brot úr dag- skrá vetrarins þar sem Dagvakt- ina bar hæst. Sýnt var atriði þar sem söngvarinn Stefán Hilmars- son er í gestahlutverki og féll það í góðan jarðveg hjá viðstöddum. Stjörnur í Stöðvar 2-partíi TVÆR KANÓNUR Sjónvarpsstjarnan Logi Bergmann Eiðsson heldur áfram með þátt sinn, Logi í beinni, í vetur auk þess að vera einn af aðalfréttalesurum stöðvarinnar. Hér er hann með Pálma Guðmundssyni, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GAMLIR FÉLAGAR Auðunn Blöndal og Hugi Halldórsson ræddu við Þórarin Þórarinsson, ritstjóra DV.is, en þeir þekkjast vel frá fornu fari. NÝI MAÐURINN Í SPORTINU Kristinn Kjærnested, til vinstri, er nýbyrjaður að lýsa knattspyrnuleikjum á Stöð 2 Sporti og þykir standa sig með prýði. Hér er hann með Gústaf Ólafssyni, forstjóra Egils Árnasonar hf. GAMAN Þessar glæsilegu stúlkur stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins. BOLTASTRÁKAR Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Sports, Oscar Clausen í markaðsdeild 365 og Guðni Bergsson ræddu stöðu mála í enska boltanum í vetur. SKÁL Í BOTN Ómar Örn Hauksson, starfsmaður Hvíta hússins, fyrir miðju, stillti sér upp með þeim Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur og Davíð Terrazas. Katie Holmes gerði stormandi lukku þegar hún tók að sér gestahlutverk í bandarísku grínþáttunum Eli Stone á dögunum. Þættirnir fjalla um samnefnd- an lögfræðing sem greinist með slagæðar- gúlp í heila og fer fljótlega að sjá ýmiss konar sýnir, sem margar hverjar virðast tengjast framtíðarat- burðum. Holmes leikur einnig lögfræðing í þáttunum og tekur þátt í dans- og söngatriði. Matt Letcher, meðleikari hennar, kveðst viss um að Holmes væri meira en velkomin aftur, ef henni byðist annað tækifæri til þess, og segir leikkonuna hina viðkunnanlegustu. „Hún er blíðasta manneskja í heiminum, jarðbundin og þægileg. Hún er bara venjuleg manneskja. Ég hitti dóttur hennar og eiginmaður hennar var á tökustað. Það var frábært,“ segir Letcher. Katie Holmes sló í gegn KATIE HOLMES Í VERSLUNUM BÓNUS Í SEPTEMBER DVD MARKAÐUR 898 kr. stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.