Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 10
10 6. september 2008 LAUGARDAGUR NÁTTÚRUAUÐLYNDIR Drekasvæðið Margar áskoranir mæta þeim olíu- leitarfyrirtækjum sem hyggjast hefja rannsóknir á Drekasvæðinu. Jan-Egil Arneberg, sérfræðingur hjá fyrirtækinu Bayerngas í Nor- egi, segir að áskoranirnar séu einkum þrenns konar; dýpi, lofts- lag og fjarlægð. Allt sé þetta yfir- stíganlegt, tæknin sé fyrir hendi. Arneberg fjallaði um borun og framleiðslu á Jan Mayen-hryggn- um á olíuráðstefnunni sem íslensk stjórnvöld stóðu fyrir í Reykjavík í gær. Hann sagði þar að Dreka- svæðið væri einstakt að mörgu leyti og sennilega um leið dýrasta leitarsvæðið í boði um þessar mundir vegna aðstæðna, dýptar, fjarlægðar og veðurfars. Olíufyrirtækin finna ekki leng- ur stór olíuvinnslusvæði en Arne- berg telur að rannsóknir á Dreka- svæðinu gefi til kynna möguleika á stórum olíufundi. „Þetta er eitt af fáum svæðum í heiminum sem hefur möguleika á virkilega stór- um olíufundi,“ segir hann og bend- ir á að áhugi sé vissulega fyrir hendi. Samkeppnin sé hins vegar mikil því að mörg svæði séu í boði þar sem aðstæður séu betri en á Drekasvæðinu. Arneberg bendir á að þátttak- endur á ráðstefnunni séu nánast allir frá litlum olíufyrirtækjum með litla reynslu af olíuleit og bor- unum. Þau ráði ekki ein við jafn viðamikið verkefni og rannsókn og vinnsla á Drekasvæðinu er. Hann telur að aðeins danska fyrir- tækið DONG Energy og norska Statoil ráði við svo stórt verkefni. Arneberg telur að öryggismálin þurfi að vera í góðu lagi á svona svæði og veltir fyrir sér hvaða öryggiskröfur verði gerðar af hálfu íslenskra stjórnvalda. Hann veltir einnig upp spurningum um það hvort félögin þurfi ekki að hafa reynslu af olíuleit og borun- um og þá jafnvel á svona miklu dýpi. Arneberg bendir á að rannsóknir, boranir og vinnsla verði gríðar- lega dýrar á Drekasvæðinu. Minnst tíu ár líði þar til hægt verði að byrja að bora á svæðinu. Talið er að það kosti jafnvirði 8,5 millj- arða króna að bora eina holu á þessu svæði. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra flutti ávarp á ráðstefn- unni og sagði að það væri trú sín að olía yrði í framtíðinni takmörk- uð og eftirsótt auðlind á enn hærra verði en nú þekkist. ghs@frettabladid.is OLÍURÁÐSTEFNAN Norskur sérfræðingur telur að á Drekasvæðinu sé möguleiki á stórum olíufundi en dýrt og erfitt sé að leita þar að olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Eitt dýrasta leitarsvæðið Drekasvæðið er spennandi leitarsvæði þar sem stór olíufundur gæti leynst. Aðeins tvö fyrirtæki, sem voru á olíuráðstefnu hér nýlega, myndu ráða við verkefnið, hið danska DONG og hið norska Statoil. HEILBRIGÐISMÁL „Við erum búin að bregðast við á þann máta sem hægt er,“ segir Guðrún Sigmunds- dóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði landlæknisembættisins, um salm- onellusýkinguna sem kom upp meðal Íslendinga á Ródos í sumar. Að sögn Guðrúnar barst sótt- varnalækni fyrst tilkynning um salmonelluna í síðustu viku. Allir sjúklingarnir hafi dvalist á sama hótelinu á Ródos, það er að segja Forum Beach. Send hafi verið skilaboð til Sóttvarnastofnunar Evrópu. Komið hafi í ljós að Svíar hefðu einnig orðið varir við salm- onellutilfelli frá umræddu hóteli. „Við höfðum einnig samband við heilbrigðisyfirvöld í Grikk- landi sem sögðu að farið yrði á hótelið og aðstæður skoðaðar. Ég hef þó ekki fengið nákvæma skýrslu um hver niðurstaða þeirr- ar könnunar var,“ segir Guðrún sem hvetur fólk til að vera áfram vakandi þótt flest bendi til að hrin- an sé yfirstaðin. „En það á aldrei að segja aldrei og nú erum við að fylgjast með hvort það koma fleiri tilfelli. Eftir að fólk fer til læknis þarf að senda sýni í ræktun og það tekur tíma. Þannig að það er ekki orðið ljóst enn þá hvort fleiri bætast í hóp- inn.“ Þess má geta að enn eru nokkrir úr hópnum sem veiktist ekki búnir að ná sér að fullu. - gar Yfirlæknir á sóttvarnasviði segir alla salmonellusjúklingana vera af Forum Beach: Engin skýrsla frá Grikklandi GUÐRÚN SIGMUNDSDÓTTIR Aldrei að segja aldrei, segir yfirmaður sóttvarna- sviðs og hvetur fólk til að vera á verði gagnvart salmonellu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONÁ ÖXLUM AFA Þessi drengur hafði gott útsýni yfir mannlífið ofan af öxlunum á afa sínum þegar þeir brugðu sér í bæinn í Kabúl í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Árnessýslu fann fíkniefni við húsleit í Hveragerði og á Selfossi í fyrrinótt. Um var að ræða lítilræði af kannabisefnum og amfetamíni til einkanota. Lögreglan stöðvaði ökumann laust fyrir miðnætti, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu er um þekktan aðila að ræða og var slóð hans því rakin í hús í Hveragerði og Selfossi, þar sem efnin voru gerð upptæk. Þá var annar maður handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur í Hveragerði um tíuleytið í fyrrakvöld. Mál er í rannsókn. - kg Lögreglan í Árnessýslu: Fíkniefni fund- ust við húsleit DANMÖRK, AP Á nýju myndbandi frá Al Kaída hótar Mustafa Abu al- Yazeed, sem sagður er hæstráð- andi samtakanna í Afganistan, fleiri árásum á Vesturlönd, það er á „krossfararíki sem niðurlægja, hæðast að og ófrægja spámann okkar“. Einnig kemur fram á mynd- bandinu Abu Ghareeb al-Makki, sem féll í sjálfsvígsárás á danska sendiráðið í Pakistan fyrr í sumar. Hann beinir máli sínu til dönsku þjóðarinnar og segir þetta hvorki vera fyrstu né síðustu hefndar- aðgerðina gegn þeim: „Við munum þurrka ykkur af yfirborði jarðar,“ sagði hann. - gb Al Kaída með hótanir um ódæði á Vesturlöndum: Boða fleiri árásir á Dani ÁVARPIÐ Myndbandsupptaka með Mustafa al-Yazeed.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.