Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 6
6 6. september 2008 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi manns safn- aðist saman fyrir utan Alþingishúsið á Austurvelli í hádeginu í gær til að lýsa yfir stuðningi við ljósmæður og kröfur þeirra. Tveggja daga verkfalli ljósmæðra lauk á mið- nætti í nótt. Rannveig Rúnarsdóttir, sviðs- stjóri á Landspítalanum, segir að rólegt hafi verið á fæðingardeild Landspítalans í verkfallinu og starf- semin gengið hefðbundið fyrir sig en verkfallið hafi valdið töluverð- um truflunum í sængurlegunni. Sængurkonur hafi fundið fyrir ónæði og truflun á þjónustu og sömuleiðis þær sem liggi inni vegna meðgönguvandamála. „Í staðinn fyrir að vera einar á stofu eru þrjár eða fjórar á stofu. Þær fá sína þjónustu en það þéttist ansi mikið á stofunum því að það vantar alveg sængurleguna í Hreiðrinu. Það munar ansi miklu,“ segir hún. Níu börn fæddust á fimmtudag og sjö voru þegar fædd á Landspít- alanum síðdegis í gær þannig að þá höfðu fæðst samtals sextán verk- fallsbörn. Þrjár konur voru í fæð- ingu þannig að fyrirsjáanlegt var að tæplega tuttugu börn myndu fæðast áður en verkfalli lyki á mið- nætti í nótt. Á Akureyri höfðu tvö börn fæðst. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á þriðjudaginn. Ljós- mæður hafa boðað annað tveggja daga verkfall aðfaranótt fimmtu- dags. - ghs SAMSTAÐA MEÐ LJÓSMÆÐRUM Fjöldi fólks safnaðist saman á samstöðufundi með ljósmæðrum á Austurvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mikill fjöldi fólks sýndi ljósmæðrum samstöðu á Austurvelli í gær: Þröngt á sæng á Landspítala HAFNARFJÖRÐUR Ný og glæsileg sundmiðstöð, Ásvallalaug, í Hafnarfirði verður opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Ókeypis aðgang- ur verður fyrir alla sundgesti í dag og á morgun en laugin verður opin frá þrjú til átta í dag og frá átta til átta á morgun. Í Ásvallalaug er aðstaða til sundiðkunar og afþreyingar með því besta sem völ er á, 50 metra sundlaug, kennslulaug og barna- laug, sex heitir pottar inni og úti, eimbað, rennibraut og leiktæki. Í Ásvallalaug verður einnig líkamsræktarstöðin Hress, aðstaða fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar, Íþróttafélagið Fjörð, sjúkraþjálfi og veitingaaðstaða. - ghs Ásvallalaug opnuð í dag: Ókeypis í sund um helgina NÝ SUNDLAUG OPNUÐ Ný sundmiðstöð, Ásvallalaug, verður opnuð í Hafnarfirði í dag. Í lauginni er 50 metra innilaug, barnalaug, heitir pottar og leiktæki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SELTJARNARNES Fyrstu skóflu- stungurnar að byggingu Lækn- ingaminjasafns voru teknar í gær. Safnið kemur senn til með að rísa á safnasvæði Seltjarnarness við Nesstofu. Bygging og rekstur Lækningaminjasafnsins er samstarfsverkefni Seltjarnarnes- bæjar, menntamálaráðuneytis, Þjóðminjasafns Íslands, Lækna - félags Reykjavíkur og Lækna- félags Íslands. Því er ætlað að vera miðstöð safnastarfsemi á sviði lækna- og heilbrigðisvísinda. Áætlað er að safnið verði um 1.600 fermetrar að stærð. - kg Skóflustunga á Seltjarnarnesi: Lækninga- minjasafn rís UPPHAF Menntamálaráðherra, bæjar- stjóri Seltjarnarness og fleiri tóku fyrstu skóflustungurnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKÓLAMÁL Enn vantar um áttatíu leikskólakennara í borgina auk 130 starfsmanna á frístundaheim- ilum. Þorbjörg Helga Vigfús dóttir, formaður leikskólaráðs Reykja- víkurborgar, segir mönnun á leik- skólum í Vesturbænum hafa reynst erfiðasta fyrir þetta haust. Á leikskólunum Gullborg og Sæborg, sem báðir eru í Vesturbæ Reykjavíkur, hefur þurft að skerða þjónustu mjög og senda börn heim vegna manneklu. Rannveig Júníana Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Gullborg, segir að um óákveðinn tíma þurfi leikskól- inn að loka klukkan fjögur á dag- inn. „Álagið er mjög mikið. Verst þykir mér að sjá hvernig það bitn- ar á börnunum,“ segir Rannveig. Hún segir mikla útsjónar semi og tilfæringar starfsfólks nauðsyn- legar til að reyna að halda skólan- um gangandi. Það sjái hver maður að slíkt reyni mjög á starfsmenn sem og börn. Þá séu ótalin þau vandræði sem foreldrar barnanna verða fyrir af ástandinu. Þorbjörg segir stöðuna í starfs- mannamálum þó í betra horfi en hún var á sama tíma og í fyrra. Svo virðist sem staðan í Vestur- bænum hafi versnað. „Í fyrra voru þó einhver viðbrögð við atvinnu- auglýsingum frá okkur, nú gerist ekkert,“ segir Rannveig um aukna erfiðleika við mönnun. „Þetta eru báðir alveg frábærir leikskólar og ég trúi bara ekki öðru heldur en staðan verði orðin betri í október,“ segir Þorbjörg vongóð. Spurð hvort borgin kunni hugsanlega að grípa til einhverra neyðarúrræða til að koma til móts við þá leikskóla sem standa verst vegna manneklu svar- aði hún að af og til hefði komið fyrir að skrif- stofufólk á vegum borgar- innar hefði lagt niður hefðbund- in störf sín til að liðsinna leik- skólum þar sem mikil mannekla hefur verið. Slík neyðarúrræði myndu þó engan vanda leysa til lengri tíma litið og því ekki hægt að tala um slíkar tilfæringar sem úrræði við viðvarandi vanda. Það sýni þó hve allir séu boðnir og búnir til að reyna að gera sitt besta til að koma til móts við þarfir leikskólanna. Rannveig segist gjarnan vilja horfa björtum augum til starfs á komandi vetri, það sé þó fremur erfitt þegar enn eigi eftir að taka tíu börn inn á leikskólann af bið- lista. Fjölskyldur þeirra barna bíði eftir lausn á málinu, sem og þeir foreldrar sem nú þegar eiga börn í leikskólanum. Þetta reyni mjög á og langt sé síðan hún hafi getað sinnt hefðbundum störfum sínum á skrifstofu leikskólans þar sem hún sé að hlaupa til í almenn störf þar til að létta undir. karen@frettabladid.is Skrifstofufólk reynir að létta á leikskólum Formaður leikskólaráðs segir alla vilja koma til móts við leikskólana. Skrifstofu- fólk borgarinnar hafi jafnvel lagt niður störf til að reyna að létta á með þeim. Vandinn er óvenjumikill í Vesturbænum. Áttatíu leikskólakennara vantar nú. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR LEIKSKÓLABÖRN Enn vantar um áttatíu leikskólakennara til starfa í borginni. Vandinn er mestur í Vesturbænum. Leikskólastjóri segir þetta reyna mjög á börn, starfsfólk og foreldra. Þá er vandi þeirra fjölskyldna sem ekki hefur enn verið úthlutað pláss ótalinn. UMHVERFISMÁL Ölgerðin hefur tekið í notkun þrjá metanbíla frá Heklu, sem notaðir verða af sölumönnum fyrirtækisins í Reykjavík. Eldsneytið á bílana, sem framleitt er af Sorpu bs., er unnið úr sorpi af höfuðborgar- svæðinu. Í tilkynningu segir að sá litli koltvísýringur sem frá bílunum komi sé endurunninn, og bæti því ekki við heildarmagn gróðurhúsa- lofttegunda. Einnig að mengun af metanbíl sé margfalt minni en af dísil- eða bensínbílum. Til dæmis þurfi hátt í 120 metanbíla til að menga jafn mikið og einn fólksbíll. - kg Eldsneyti unnið úr sorpi: Ölgerðin með þrjá metanbíla Vilt þú að fyrrum vistmenn á Breiðavíkurheimilinu fái hærri bætur en frumvarp forsætisráð- herra gerir ráð fyrir? Já 71,3% Nei 28,7% Viltu að kaffihús taki til starfa í Hljómskálagarðinum? Segðu þína skoðun á visir.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akranesi fann fíkniefni og meint þýfi í bíl sem fór út af veginum á Akranesvegi í fyrrakvöld. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni og meint þýfi, meðal annars nokkur greiðslukort sem grunur leikur á að hafi verið misnotuð. Ökumaður og farþegi voru færðir til yfirheyrslu, en að sögn lögreglunnar á Akranesi þekkir hún til mannanna, sem eru úr Reykjavík. - kg Keyrði út af í vímuefnaakstri: Grunur um kortamisferli SKIPULAGMÁL „Það er þessi nálgun safnaðarins á virðingu fyrir náttúrunni og fínleiki þessara bygginga sem gerir það að verkum að þetta mun verða mjög farsælt á þessum stað,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, um fyrirhugað hof Búddistafélags Íslands í Hádegis- móum. Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að félagið fengi að reisa hofið á umræddum stað. „Þetta tengist náttúrunni með mjög opnum hætti þannig að öllum er heimilt að umgangast eða njóta þessara bygginga sem þarna verða reistar,“ segir Júlíus Vífill. - ovd Búddahof í Hádegismóum: Virðing fyrir náttúrunni KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.