Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 54
34 6. september 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamastur? Það er svo auðvelt að rugla saman hamingju og stolti. En ég var hamingjusamur þegar ég kom heim með drenginn minn af fæðingardeildinni, ég var mjög ánægður þegar ég gaf út breið- skífu Reykjavík!ur og ég er oft hamingju samur þegar ég er í góðra vina hópi með fjölskyldu minni! Ef þú værir ekki söngvari, hvað myndirðu þá vera? Þá væri ég klárlega svona Ultimate Fighting Champion í átthyrndu búri í Las Vegas, allur löðrandi í blóði og algerlega snælduvitlaus öllum stundum. Nú, eða heimspekiprófessor við virtan háskóla í Mið-Evrópu. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tím- ann keypt þér? Ég keypti mér íbúð, ég er enn að súpa af því seyðið. Það var alveg geðveikt dýrt ævintýri sem vart sér fyrir endann á. Svo hef ég keypt mér Apple-tölvu og sjónvarp. Hvort tveggja reif í. Ég hef ekkert sérstaklega gaman af því að kaupa mér hluti. Veraldlegar eigur eru eitt- hvað svo glataðar þegar allt kemur til alls. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Mamma mín sagði mér einu sinni að ég væri latur. Það þótti mér miður þar til ég gerði mér grein fyrir því að á þeim tímapunkti í lífinu var ég húðlatur og ábyrgðarlaus. Nú kveður við annan tón í lífi mínu! Svo sagði einhver ónefnd- ur aðili á internetinu að ég syngi eins og gór- illa. Ég mana þann hinn sama til þess að stíga fram og gangast í ábyrgð orða sinna! Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? Ég væri mjög til í að búa í Mjóafirði eða Berlín. Svo fannst mér Köln spennandi borg. Draumahelgin þín í einni setningu? Stokkseyri, humar, rauðvín og kelerí! Lagið sem þú verður að syngja opinberlega áður en þú deyrð? Bohemian Rhapsody en það yrði líklega það síðasta sem ég myndi gera í þessu lífi! Er maður ekki myrtur fyrir að gera svoleiðis? Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tíman gegnt? Ég var alveg glataður málari og lét það bitna á starfinu, bölvaði því í sand og ösku. Það var samt alveg fínt! Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörðinni? Vöðlavík. Hverskonar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta á mest í dag? Öll tónlist sem ég hlusta á hefur áhrif á mig. Mest áhrif hefur þó svona útúrkóluð klúbba- músík, það eru ekki góð áhrif þó! Það eru mjög slæm áhrif, ég svitna í handarkrikunum, verð ör og pirraður. Pendulum er príma dæmi um tónlist sem hefur mikil áhrif á mig. Ég fer að efast um allt hið góða í heiminum, efast um mannkyn. Annars er ég mest að hlusta á lagið 1414 með Valentinoland og Repticon. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Veistu, ég bara er ekki viss. Ég væri alveg til í að fara aftur í tímann og sannfæra George Lucas að hugsa sig tvisvar um áður en hann fór að vinna aftur að Star Wars-myndunum sínum. Svo væri ég til í að sjá svosum eina grameðlu og fljúgast á við hana! Svo væri nú alveg grand að skjótast eina kvöldstund aftur til ársins 1976 og dansa í skugga óminnishegrans með Charles Bukowski. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nótt- unni? Stundum ef ég hef ekki staðið í skilum þá ligg ég andvaka. Hafi ég til að mynda ekki skilað mynd á leiguna, bók á bókasafnið eða ekki stað- ið við skuldbindingar gagnvart þeim sem ég hef mætur á! Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Ég vildi óska þess að ég hefði verið viðkunn- anlegri við marga samferðamenn mína á grunnskólaárunum. Ég var oftar en ekki alger viðbjóður í samskiptum, dónalegur og óviðkunnan legur. Svo skammast ég mín stund- um fyrir það hversu lélegur ættingi ég hef verið í gegnum tíðina, ekki sinnt minni fjöl- skyldu sem skyldi. Hvenær fékkstu síðast hláturskast? Ég fæ mjög reglulega hlátursköst. Sonur minn sér iðulega til þess! Svo er ég líka með svo sjúklega fyndnum strákum í hljómsveit. Nýlega hélt ég að ég myndi hreinlega gefa upp öndina en þá voru þeir tveir strákanna að leika Robert Smith og Jakob Frímann í gufubaði. Þeir náðu glæsilegum eftirhermum. Áttu þér einhverja leynda nautn? Engar nautnir minna eru leynilegar! Uppáhaldsbókin þessa stundina? Mín uppáhaldsbók er Grendel, en hún á sér þó harða samkeppni í Frelsinu og Brekkukots- annáli. Nei, þegar allt kemur til alls þá er Litli prinsinn klárlega besta bók í heiminum! Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Ég lít upp til svo margra í kringum mig, ég kann því ekki við að reyna að smætta aðdáun mína á mörgum niður í einhvern eintakling. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Gaurinn sem er allur húðflúraður og gataður og þykist vera eðla. Hann er alveg óþolandi! Hann á svo erfitt með að vera eðlilegur! Uppáhaldsorðið þitt? Chewbacca. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Áhyggjuleysi. Hvað er næst á dagskrá? Að gefa út plötuna okkar sem verður klárlega nýr kafli í íslenskri tónlistarsögu. Ég þori svo sannarlega að standa frammi fyrir hverjum sem er og segja hreint út – Þessi plata er mögn- uð! Hún er okkar „Off the Wall“, okkar „...And Justice for All“, okkar „Tímarnir okkar“ og okkar „Vulgar Display of Power“. Langar að fljúgast á við grameðlu Bóas Hallgrímsson er söngvari rokksveitarinnar Reykjavík! en hún er að leggja lokahönd á nýja breiðskífu sem tekin er upp af Ben Frost. Anna Margrét Björnsson heyrði í Bóasi og fékk nokkur mjög mikilvæg atriði á hreint. Ég var oftar en ekki alger við- bjóður í sam- skiptum, dónalegur og óvið- kunnanlegur. BÓAS HALLGRÍMSSON SÖNGVARI „Ég þori að standa frammi fyrir hverjum sem er og segja hreint út – Þessi plata er mögnuð.“ ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Bóas Hallgrímsson STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Ég hef fyrst og fremst eytt starfsævi minni með ungu fólki. Fyrst á leikskólum, síðar með táningum í félagsmiðstöð í miðborginni og nú síðasta ár hef ég sinnt kennslu. Einnig hef ég unnið hjá málarameistara, á kaffihúsi og svo auðvitað sem tónlistarmaður! FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARKVERÐ- AST Á ÞVÍ ÁRI: Ég fæddist á því herrans ári 1980. Þá kusu Íslendingar fyrstir þjóða konu sem leiðtoga. Star Wars-myndin „The Empire Strikes Back“ sló í gegn. John Lennon var myrtur af feitum aula og Queen gaf út lagið „Another One Bites the Dust“. Frábært ár! ■ Á uppleið Sund Ódýr og afslappandi líkams- rækt. Hvað er hægt að biðja um meir á krepputímum? Treflar Það er að koma haust með tilheyrandi blæstri. Góður hálsklútur gerir hvorutveggja: lífgar upp á útlitið og dregur verulega úr líkum á hálsbólgu. Leikhús Ef marka má sölu á leikhú- smiðum í haust þá stefna landsmenn sem óðir væru í leik- hús í vetur. Reyniber hafa hingað til verið vel varðveitt leyndarmál matgæðinga en úr þeim má búa til dýrindis hlaup. Það er ekki eftir neinu að bíða fyrir alla hina að spreyta sig. Svartur ælæner Dökk augn- umgjörð er málið í vetur og blautur ælæner er best til þess fallinn að gera hana sem dekksta. ■ Á niðurleið Háskólanám Það eru allir eða hafa verið í háskóla þannig að það er ekkert sérstakt að hafa gráðu og þar fyrir utan er ekki tryggt að námið bæti kjörin. Sjáið bara ljósmæður. Húsgagnabúðir Nú getum við ekki lengur tekið lán til að endurnýja allt heima hjá okkur og því örugglega ekki lengur þörf á öllum þessum hús- búnaðarverslunum um allan bæ. Næturlíf í Reykjavík Organ var lokað í vikunni sem eru slæm tíðindi fyrir rokk í Reykjavík og þá sem á það vilja hlusta annars staðar en í iPodinum. Stress Sífellt kemur betur í ljós hversu stress er óhollt, streita eykur ofnæmi sýna nýjustu rannsóknir. Laufblöð Þau falla brátt af trjánum, svo mikið er víst. MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.