Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 6. september 2008 3 Bilbao í Baskalandi á Norður-Spáni er borg sem hefur tekið miklum stakkaskiptum síðastliðinn áratug eða frá því gimsteinn borgarinnar, Guggenheim-nýlistasafnið, var opnað. Úrval-Útsýn býður haust- ferðir til borgarinnar í október og nóvember og mun Kristinn R. Ólafsson annast fararstjórn. „Ásýnd borgarinnar hefur breyst mikið hin síðari ár en þetta er og var mikil hafnar- og iðnaðar- borg og bar hún þess merki. Hún hefur verið tekin mikið í gegn og svæðið í kringum ána Nervión, sem um borgina rennur, sérstak- lega fegrað. Þetta er líka þægilega borg að ferðast um enda einungis 400.000 íbúar. Það má því heita að hægt sé að fara fótgangandi um hana þvera og endilanga,“ segir Kristinn. Hann segir borgina eiga sér langa sögu og að hún hafi verið mikilvæg hafnarborg allt frá mið- öldum. „Þarna óx upp auðug borg- arastétt og miklir bankajöfrar og gætir þess í byggingum sem marg- ar eru stórbrotnar.“ Gamli borgar- hlutinn skartar síðan þröngum göngugötum þar sem veitingastað- ir og barir eru á hverju strái. Baskar eru að sögn Kristins miklir matmenn og margir af frægustu kokkum landsins koma frá héraðinu. Þeir kunna að mat- reiða allt frá stórsteikum yfir í mikla fiskrétti og segir hann hægt að fá afskaplega góðan mat víða um borgina. „Eitt af því sem maður gerir í Bilbao er til dæmis að smætlast eins og ég kalla það en smætlur, sem Íslendingar kalla tapas, eru oftast smáréttir eða við- bit á brauði.“ Kristinn segir Bilbao hafa vaxið sem ferðamannaborg undanfarin ár og að stutt sé síðan Íslendingum fór að gefast kostur á beinu flugi þangað. „Segja má að þeir sem ferðast til Baskalands eða Norður- Spánar yfir höfuð sjái hina hliðina á Spáni. Þeir kynnast hinum græna Spáni en þar er afskaplega grænt og fallegt milli fjalls og fjöru enda rignir meira en á skraufþurrum sólarströndum. Þetta er búsældar- legt hérað og maður sér smjör drjúpa af hverju strái.“ vera@frettabladid.is Hin hliðin á Spáni Bilbao er fámenn borg sem skartar stórbrotnum byggingum og býður upp á það besta í spænskri matar- gerð. Hún hefur tekið miklum stakkaskiptum og gefur fólki færi á að kynnast hinni hliðinni á Spáni. Guggenheim-nýlistasafnið er stór og silfurslegin bygging sem rís í framtíðarstíl á bökkum Nervión-árinnar. Fararstjórinn Kristinn R. Ólafsson leiðir ferðamenn í gegnum borgina. Tólf metra hár terríer hundur þakinn blómum stendur vörð um safnið. Þriðjudaga og laugardaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.