Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 30
30 6. september 2008 LAUGARDAGUR O ft hefur verið mikið líf og fjör í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á loka- degi félagaskipta- gluggans svokall- aða. Á mánudaginn var keyrði þó um þverbak, og telja margir að atburðir dagsins geti haft varan- leg áhrif á íþróttina eins og við þekkjum hana. Snemma dags kvisuðust út frétt- ir þess efnis að nýir eigendur væru í þann mund að festa kaup á hinu fornfræga félagi Manchester City, í annað sinn á rúmlega tveimur árum. Samningurinn hefur ekki verið formlega handsalaður enn, en allt bendir til þess að innan fárra vikna verði Man. City í eigu fjárfestingarfélagsins Abu Dhabi United Group (ADUG). Dr. Sulaiman Al-Fahim, forsvars- maður ADUG, beið ekki boðanna heldur hófst handa við að spreða djarfmannlegum yfirlýsingum og kauptilboðum í stórstjörnuleik- menn út um hvippinn og hvapp- inn. Stærsta knattspyrnulið heims Al-Fahim gaf út þá yfirlýsingu á mánudaginn að Manchester City yrði innan skamms tíma stærsta knattspyrnufélag í heimi, stærra en bæði Real Madrid og Manchest- er United. Einnig lofaði hann stuðningsmönnum City því að engu yrði til sparað við að tryggja félag- inu þjónustu bestu leikmanna heims, og undirstrikaði þau orð sín með því að gera kauptilboð í leik- mennina Dimitar Berbatov hjá Tottenham, Robinho hjá Real Madrid, Mario Gomez hjá Stutt- gart og David Villa hjá Valencia. Allt eru þetta rándýrir stjörnuleik- menn, og öll tilboðin voru gerð á einum og sama deginum. Í ofaná- lag kunngerði Al-Fahim þau áform sín að í janúar, þegar félagaskipta- glugginn verður opnaður að nýju, hygðist hann bjóða í Ronaldo (báðar gerðirnar, hinn unga og stælta leikmann Manchester Unit- ed og einnig hinn roskna og þybbna leikmann AC Milan), Fernando Torres hjá Liverpool, Cesc Fabre- gas hjá Arsenal og Thierry Henry hjá Barcelona. Al-Fahim stærði sig líka af því að vera mun ríkari en Roman Abramovich, eigandi Chelsea, en sú yfirlýsing sem hræddi líftóruna úr flestum eigendum og aðdáend- um annarra liða var eftirfarandi: „Ég er eins og jarðýta. Ef engum líkar við jarðýtuna þá fer hún af stað. Jafnvel þótt bílar séu í vegin- um, þá kremur hún þá. Ef ég fæ hugmynd, þá get ég ekki stoppað.“ Þótt myndlíkingin um jarðýtuna sem fer af stað ef engum líkar við hana sé torskilin er morgunljóst hverjar fyrirætlanir ADUG með liðið eru: að byggja upp risaveldi í Norður-Englandi sem flestum reynist erfitt að keppa við á jafn- réttisgrundvelli. Andlitin á bak við eyrinn Abu Dhabi er stærst Sameinuðu arabísku furstadæmanna að flat- armáli og næstfjölmennast á eftir Dubai. Konungsfjölskyldan í Abu Dhabi hefur um nokkurt skeið unnið eftir áætlun sem miðar að því að ríkið njóti jafn mikillar vel- gengi í viðskiptum og ferðamanna- iðnaði og Dubai, og eru kaupin á Manchester City talin hluti af þeim áformum. Áðurnefndur dr. Sulaiman Al- Fahim er opinber talsmaður ADUG-félagsins og lykilmaður í viðræðunum um kaupin á Man. City. Hann varð auðugur á fast- eignaviðskiptum og er eigandi fyrir tækisins Hydra Properties, eins helsta risans á fasteigna- markaðnum í Furstadæmunum. Al-Fahim leiðist ekki sviðsljósið og hefur verið kallaður Donald Trump Abu Dhabi, enda virðist margt líkt með þeim billjóna- bræðrum. Báðir komust þeir til metorða með kaupum og sölum á fasteignum og sækja mjög í félags- skap ríka og fræga fólksins. Einn- ig hefur Al-Fahim komið á fót raunveruleikasjónvarpsþætti í heimalandi sínu sem ber nafnið „Hydra Executives“, en þar fer Al-Fahid með svipað hlutverk og Trump gerði í þætti sínum „The Apprentice,“ þar sem hann dæmdi verk og gjörðir ungra athafna- manna. En þótt þarna sé um gríð- arlega auðugan mann að ræða, fullyrða BBC og fleiri miðlar að hann sé fráleitt maðurinn á bak við kaupin á City, eins og leit út fyrir í fyrstu. Sheik Mansour Aðalmaðurinn ku vera Sheik Man- sour Bin Zayed Al Nahyan, bróðir núverandi forseta furstadæm- anna, Sheik Khalifa bin Zayed Al Nahyan. Ætt þeirra bræðra er ein sú auðugasta í heimi, og eru eigur hennar metnar á litlar 85 þúsund milljarða króna. Til samanburðar má nefna að fjárlög íslenska ríkis- ins á síðasta ári hljóðuðu upp á 367 milljarða. Sterk ítök í olíuverslun gera það að verkum að í hvert sinn sem heimsverð á olíutunnu hækk- ar um einn Bandaríkjadal er talið að Abu Dhabi græði allt að fimm hundruð milljónir dollara á dag. Með hliðsjón af því er ekki ólík- legt að Roman Abramóvitsj sé með hjartað í buxunum, enda munu eigendur „litla liðsins“ í Manchester hafa um það bil fimm- tíu sinnum meira fé en Chelsea upp á að hlaupa þegar kemur að leikmannakaupum í næsta félaga- skiptaglugga. Eiginkona Sheik Mansour er dóttir forsætisráðherra og hæst- ráðanda Dubai, Sheik Mohammed bin Rashid Al-Maktoum. Sá hefur, í gegnum fjárfestingarfélagið Dubai International Capital (DIC) reynt árangurslaust að festa kaup á nágrannaliði Man. City í Norður- Englandi, fimmföldum Evrópu- meisturum Liverpool, í nokkur ár. Sheik Mansour hefur áður gert áhuga sinn á innreið inn í heim íþróttanna ljósan, meðal annars með formannssetu í hestreiðasam- bandi Furstadæmanna. Hann er líka formaður knattspyrnuliðsins Al-Jazira, sem keppir í knatt- spyrnudeild Furstadæmanna og hefur verið iðið við að sanka að sér efnilegum leikmönnum víðs vegar að á undanförnum árum. Ólík viðbrögð aðdáenda Margvísleg viðbrögð hafa mætt fréttunum af yfirvofandi yfirtöku ADUG-félagsins á Manchester City, enda vart við öðru að búast. Mörgum City-aðdáendum, sem hafa þurft að búa við titlaþurrð síðan 1976, líður líklega eins og þeir hafi unnið fimmtánfaldan lottó pott á aðfangadagskvöld og sjá fram á bjartari tíma en þeir þorðu að von- ast eftir í heitustu draumum sínum. Einnig telja margir eigendaskiptin skýrt merki um áframhaldandi hnignun knattspyrnunnar sem íþróttar fólksins. Ljóst er að sá fjáraustur sem hefur einkennt, og að sumu leyti stjórnað, ensku knattspyrnunni síðan úrvalsdeildin var sett á lagg- irnar árið 1992, og náði hámarki með kaupum Abramóvitsj á Chel- sea árið 2003, hefur umbylt íþrótt- inni varanlega. Nú eru hins vegar komnir á sjónarsviðið enn auðugri aðilar sem eiga þess kost að eyða enn meira fé í nánast hverja þá leikmenn sem þá lystir. Vart getur talist á færi næmustu miðla að spá fyrir um hvernig knattspyrnu- landslag heimsins mun líta út eftir fimmtán til tuttugu ár. Verða vin- sælustu fótboltalið heims vettvang- ur hinna ofurríku til að metast sín á milli, eða fá knattspyrnu unnendur nóg af peningasukkinu og einbeita sér að grasrótinni, leikmönnum sem spila með hjartanu frekar en seðlaveskinu? Spænska stórveldið Real Madrid græddi lítið á þeirri stefnu sinni að spreða í stjörnuleikmenn, að því er virtist óháð því hvaða hlutverki þeim var ætlað að gegna í leik liðs- ins úti á vellinum, annað en egó- árekstra og stöðugt ósætti innan liðsins. Stóra spurningin hlýtur því að vera hvort hinir nýju eigendur Manchester City dragi lærdóm af mistökum fyrri tíma. Af yfirlýsing- um dr. Sulaiman Al-Fahim að dæma virðast líkurnar á því ekki miklar. Manchester City United Group? Á mánudag bárust fréttir um yfirvofandi kaup fjárfestingafélagsins Abu Dhabi United Group á knattspyrnuliðinu Manchester City. Kjartan Guðmundsson kannaði bakgrunn nýju eigendanna og velti fyrir sér áhrifum þeirra á fótboltann eins og hann leggur sig. CITY-MENN FAGNA Valeri Bojinov, framherji Manchester City, fagnar marki sínu gegn AC Milan í æfingaleik í ágúst. Hann meiddist stuttu síðar, en nýir eigendur keyptu Brasilíumanninn Robinho frá Real Madrid sem staðgengil. Fernando Torres mun vera næstur á kauplistanum. NORDIC PHOTOS/AFP BREYTTIR TÍMAR Dr. Sulaiman Al-Fahim ásamt hinum taílenska Pairoj Piempongsant, aðstoðarmanni Thaksin Shinawatra, fyrr- verandi eiganda Manchester City og fyrrverandi forsætisráðherra Taílands. Ólíklegt er að allir aðdáendur City séu sáttir við að sjá orðið „United“ aftan á treyju Man. City. NORDIC PHOTOS/AFP Sigurður Helgason, knattspyrnuþjálfari hjá Gróttu og einlægur Manchester City-aðdáandi til margra ára, vissi vart í hvorn fótinn hann átti að stíga þegar hann heyrði fréttirnar af eigendaskipt- unum í félaginu á mánudaginn. „Mér líst alveg svakalega vel á þetta. Það er auðvitað indælt fyrir Man. City-aðdáendur að sjá skyndilega fram á að bestu leikmenn í heimi komi til með að spila með liðinu okkar. Á hinn bóginn veit ég svei mér ekki hvert knattspyrnan er að fara með þessu. Það er hreint með ólíkindum hversu miklar fjár- hæðir eru að skipta um hendur í þessum bransa í dag, og eiga eftir að aukast enn meira í kjölfarið á þessum kaupum á Man. City. Chelsea virðist hafa vegnað ágætlega síðan félagið var keypt af milljónamæringi. Ég vona bara að okkur gangi jafn vel eða betur.“ Sigurður hefur séð tvo leiki á heimavelli Man. City, og segir að nýjustu fréttir geri hann enn ákveðnari í að fara aftur. „Eitt af því ánægjulegasta sem kaupin munu væntanlega hafa í för með sér er að nú munu sérfræðingarnir sem lýsa fótboltanum á Stöð 2 Sport neyðast til að afla sér upplýsinga um Man. City. Hingað til hafa þeir getað malað endalaust um Liverpool, Arsenal, Chelsea og Manchester United en lítinn gaum gefið liðinu mínu. Það breytist vonandi núna,“ segir Sigurður og skellir upp úr. Lýsendur þurfa að fræðast um liðið SIGURÐUR HELGASON Hlakkar til að fylgjast með bestu leikmönnum heims ganga til liðs við Man.City. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég finn til með öllum aðdáendum enska bolt- ans. Öll ástríða virðist vera að hverfa úr þessu,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK og Man. City-aðdáandi, þegar hann er inntur eftir áliti sínu á nýjum eigendum félagsins. „Stór hluti af aðdráttarafli enska boltans hefur verið sú staðreynd að í gegnum tíðina hefur hann verið verkamannasport að vissu leyti. Þaðan koma hörðustu stuðningsmennirnir, sál íþróttar- innar. Þegar peningarnir koma inn í þetta af þessum krafti er hætta á að sá stuðningur dvíni, og það er hið versta mál. Abramóvitsj var upp- hafsmaður þessarar þróunar þegar hann keypti Chelsea, og þetta á bara eftir að fara versnandi.“ Gunnleifur segist ekki ætla að hætta stuðn- ingi sínum við Man. City vegna eigendaskipt- anna, en hann verði þó varla eins einlægur stuðningsmaður og áður. „Ég lít öfundaraugum til stuðningsmanna annarra liða, til dæmis Liverpool. Það hefði mér ekki dottið í hug að gera fyrir nokkrum árum þegar billjónamæringar keyptu félagið, en Liverpool virðist núna vera paradís miðað við það sem er í gangi hjá Man. City,“ segir Gunnleifur, greinlega allt annað en ánægður með þróun mála í Manchester. Öll ástríða að hverfa úr boltanum GUNNLEIFUR GUNNLEIFSSON Er ekki sáttur við kaup Al-Fahim á Manchester City. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.