Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 8
8 6. september 2008 LAUGARDAGUR 1 Hvað heitir stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur? 2 Hvað heitir varaforsetaefni Repúblikanaflokksins? 3 Hvaða illræmda snigla- tegund hefur náð fótfestu á Íslandi á síðustu árum? SVÖR ER AÐ FINNA Á SÍÐU 58 BANDARÍKIN, AP Nærri 800 manns hafa verið handteknir við mót- mælaaðgerðir í tengslum við landsþing Repúblikanaflokksins í St. Paul nú í vikunni. Þar af voru nærri fjögur hundruð manns handteknir í síðustu mótmæla- göngunni sem haldin var á fimmtudag til að mótmæla stríðs- rekstri. Meðal hinna handteknu voru að minnsta kosti 19 fréttamenn. Landsþinginu lauk á fimmtu- daginn eftir að forsetaefni flokks- ins, John McCain, hafði flutt ræðu sína þar sem hann boðaði meðal annars breytingar á stjórnar- háttum í Washington. Í ræðu sinni stærði hann sig mjög af reynslu sinni í hernum, um leið og hann gerði lítið úr reynslu mótherja síns, Baracks Obama: „Ég veit hvernig herinn starfar, hvað hann getur gert, hvað hann getur gert betur og hvað hann ætti ekki að gera,“ sagði McCain, og bætti við: „Ég veit hvernig á að tryggja frið- inn.“ McCain rifjaði meðal annars upp erfiða reynslu sína úr Víet- namstríðinu: „Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða fyrir óláni,“ sagði hann og segist þar hafa lært mikilvægustu lexíu ævi sinnar. Hann hafi verið ungur og hrokafullur en áttað sig á eigin takmörkunum þegar hann lá illa særður og bjargarlaus í fangelsi óvina sinna. - gb Lögreglan í St. Paul handtók nærri átta hundruð manns í tengslum við landsfund Repúblikana: John McCain stærir sig af reynslu JOHN MCCAIN Blöðrur settu svip sinn á landsþing Repúblikanaflokksins þegar forsetaefni flokksins hélt ræðu sína á miðvikudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forsetakosningar 2008 LÖGREGLUMÁL Kona um sextugt hefur legið þungt haldin á sjúkra- húsi undanfarna daga eftir að gengið var í skrokk á henni á sunnudagskvöld. Hún hlaut blæð- ingu á heila og þurfti að gangast undir bráðaaðgerð. Sambýlis- maður hennar er grunaður um verknaðinn, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Atvikið átti sér stað á heimili fólksins í Breiðholti. Áfengi hafði verið haft um hönd, sem endaði með ofangreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum flýði konan heimilið eftir að hún hlaut áverkann og leitaði annað í húsa- skjól. Á mánudeginum versnaði henni til muna og missti hún svo meðvitund um kvöldið. Hún var flutt með hraði á spítala þar sem gerð var bráðaaðgerð á höfði hennar. Var hún í bráðri lífs- hættu. Á þriðjudag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart um atburðinn. Sambýlismaður konunnar var handtekinn að því búnu og færður í fangelsi. Hann var svo í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald fram á þriðjudag vegna rannsóknar málsins. Líðan konunnar var sögð eftir atvikum í gær. Hún var þá enn á sjúkrahúsi. Ekki hafði reynst unnt að taka lögregluskýrslu af henni enn sem komið var. Sam- býlismaðurinn er einnig um sex- tugt. - jss BREIÐHOLT Konan flýði heimili sitt eftir að hún hlaut áverkann. Myndin er úr safni. Sextugur karl grunaður um hrottalegt ofbeldi gagnvart sambýliskonu sinni: Þungt haldin eftir líkamsárás HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is * Langar þig að brosa við Mónu Lísu, fara upp í Eiffelturninn, eiga róman- tískt kvöld á Signubökkum eða fá konunglega tilfinningu í Versölum? *Flug aðra leiðina með sköttum. Verð gildir frá 15. ágúst 2008. Safnaðu Vildarpunktum Ferðaávísun gildir Komdu í borgarferð til Parísar. Allir heillast af þessari litríku borg þar sem hún opnar faðm sinn, breiðstræti, torg og þröngar götur, á móti þeim sem vilja upplifa eitthvað nýtt og ævagamalt. Drífðu bara í því að panta far! ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 34 75 0 9 2 0 0 8 M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI UMHVERFISMÁL Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála fellst ekki á bráðabirgðakröfu Náttúru- verndarsamtakanna um að stöðva framkvæmdir vegna álvers í Helguvík. Samtökin kærðu að Garður og Reykjanesbær hefðu veitt leyfi til byggingar álversins, án þess að taka rökstudda afstöðu til úrskurð- ar Skipulagsstofnunar um álverið. Kröfðust þau að leyfin yrðu ógild, en til bráðabirgða að framkvæmd- ir yrðu stöðvaðar. Úrskurðarnefnd telur núverandi jarðvegsfram- kvæmdir ekki varanlegar. Því sé óþarfi að stöðva þær meðan aðalkæran er til meðferðar. - kóþ Úrskurðarnefnd um Helguvík: Stöðvar ekki framkvæmdir Spurt um skuld við Impregilo Steingrímur J. Sigfússon VG vill vita hvað ríkið skuldar Impregilo mikla peninga, hvers vegna skuldin hefur ekki verið greidd og hvers vegna fjár- málaráðuneytið tók málið úr höndum ríkisskattstjóra. ALÞINGI Spurt um flutningskostnað Jón Bjarnason VG vill svör frá við- skiptaráðherra um hvenær ríkis- stjórnin hyggist uppfylla loforð um aðgerðir til að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni sem koma áttu til framkvæmda nú í ár. Einnig hvernig fé sem ætlað var af fjárlögum til slíkra aðgerða hafi verið ráðstafað. Jarðgöng á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, spyr samgönguráðherra hvenær gerð jarðganga milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar verður boðin út. Einnig spyr hann hvort gerð nýs vegar um Dynjandisheiði verði boðin út samhliða. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.