Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 28
28 6. september 2008 LAUGARDAGUR Hafið þið hist áður og hvað vitið þið hvort um annað? Atli Heimir og Bíbí: Við höfum ekki hist áður. Bíbí: Ég fór á netið í gær og sá að þú hafðir lært elektróníska tón- list í Þýskalandi á sjöunda ára- tugnum. Það fannst mér töff. Atli: Já, þá var elektróníkin varla til en menn voru að byrja að tölvu- væða tónlist. Bíbí: Þetta hefur verið framúr- stefna á þeim tíma, það þótti mér áhugavert. En Atli fylgist þú með rokktónlist, þekkir þú til dæmis Singapore Sling, hljómsveit Bíbíar? Nei, ég myndi ekki þekkja hana ef ég heyrði í henni, ég hlusta voða lítið á útvarp. Konur sniðgengnar Ljósmæður hófu verkfall í vikunni og kjarabarátta þeirra hefur verið mikið í umræðunni, hvað finnst ykkur um kröfur þeirra? Bíbí: Mér þykir alveg rétt að ljós- mæður fái borgað í samræmi við menntun og fái sömu kjarabætur og aðrir hafa fengið þannig að ég styð þeirra kröfur. Það er spurn- ing hvort þær hafi verið snið- gengnar því í þeirra stétt eru ein- göngu konur. Atli Heimir: Það er alveg rétt að það er mjög lífseigt að borga konum lægri laun en körlum og stétt eins og kennarastéttin er dæmi um það. Áður voru karl- menn í stéttinni og þá voru launin ágæt en um leið og það breyttist varð hún láglaunastétt. Þegar ég var að alast upp þá lifðu menn sómasamlega á kennaralaunum. Bíbí: Það væri ekki hægt að fram- fleyta fjölskyldu á einum kenn- aralaunum í dag. Atli Heimir: Það er nú á svo mörg- um sviðum í dag að ein fyrirvinna dugar ekki. Svo er ekki víst að fólk vilji það. Ég held ég fari með rétt mál að konur hafi sóst eftir því að fara burt úr eldhúsinu og inn á vinnumarkaðinn. Vondir arkitektar á Íslandi Við sitjum hér á kaffihúsi við Laugaveginn. Hvort viljið þið varðveita eða breyta honum? Bíbí: Mér þykir verðmætt að halda upp á gömul hús og öllu sé ekki sópað burt og byggð gler- hýsi. Og mér þykir sorglegt hvernig hús sem eru á svörtum lista hafa verið látin grotna niður. Atli Heimir: Stefnan hér virðist aðallega hafa verið að rífast um eitthvað. En annaðhvort höldum við því gamla eða við hendum öllu helvítið draslinu burt, annað er smábútasaumur. Bíbí: Mér finnst að það eigi að varðveita einhver hús. Atli Heimir: Nú, þá ertu sammála þeim sem ég vil kalla fúaspýtu- liðið. Bíbí: Ég er bara ósammála þeim arkitektúr sem er við lýði á Íslandi sem er að hafa allt grátt og ömurlegt. Atli Heimir: Já, við eigum vonda arkitekta, við erum sammála um það. En nýju hverfin á höfuðborgar- svæðinu, hvað finnst ykkur um þau? Atli Heimir: Mér finnst þau vera leiðinleg og ljót eins og amerísk úthverfi. Bíbí: Mér finnst þau vera eins og vísindaskáldsaga þar sem allir eru að deyja úr leiðindum. Allir heimta álver Finnst ykkur rétt að halda áfram rannsóknum fyrir álver á Bakka eins og Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra hefur lagt til? Atli Heimir: Er þetta ekki bara rannsóknarvinna sem hann lagði til? Bíbí: Mér finnst persónulega alveg komið nóg af álverum á Íslandi. Hér á landi væri hægt að byggja upp annars konar iðnað, til dæmis styrkja ferðamanna- iðnað, sem myndi á endanum færa okkur meiri pening. Og svo verða að gilda strangari reglur um umhverfismat. Atli Heimir; Já, ég held að það sé rétt. Ég er mjög sátt við umhverfis- ráðherra, hana Þórunni [Svein- bjarnardóttur]. Ég held að umhverfismat verði aldrei of strangt eða mikið, ég held að við höfum hingað til verið nokkuð kærulaus í því. Ég held líka að við eigum ekki að einblína á álið. Hvort ferðamenn séu lausnin veit ég ekki, það er líka mengun af þeim. Og svo megum við ekki gleyma að hver einasti smáhrepp- ur á landinu heimtar álver, alveg sama í hvaða flokki menn eru. Hvar er þessi kreppa Efnahagsmálin hafa verið mikið í umræðunni, hvað segið þið um krepputalið? Atli Heimir: Eftir hagtölum að dæma virðist hafa verið hér vel- megun, góðæri. Bíbí: En góðærið var tekið að láni, þetta var gervigóðæri. Atli Heimir: En enn sem komið er ekki ekkert atvinnuleysi og ríkis- sjóður skuldar ekki neitt. Fyrir nokkrum dögum var sagt að það væri komnir 500 milljarðar í gjaldeyrisvarasjóð. Og kreppan, ég get ekki séð annað en að menn haldi áfram að fara í frí til Spán- ar. Hvar er þessi mikla kreppa? Bíbí: Hjá fólkinu í landinu. Atli Heimir: Sum heimilin skulda önnur ekki. Bíbí: Mjög mörg heimili skulda. Bankarnir buðu öllum lán og svo hrynur markaðurinn. Ég held að það hafi verið mjög margir sem hafa vitað að það myndi gerast. Atli Heimir: En fólk tók lán sjálf- viljugt og ég held að hver og einn verði að sýna dálitla ráðdeild. Í hinni góðu Evrópu nurla allir, leggja tíu og tuttugu prósent af sínum launum til hliðar. Bíbí: Ég kannast líka við það frá Evrópu að fólk geti byggt sér hús og greitt það upp áður en það deyr. Það er ekki séns á Íslandi. Atli Heimir: Ég skrifaði einu sinni um pólitík, það var grein um nauðsyn þess að ríkið borgaði upp skuldir sínar. Þá fór meiri pening- ur í vexti og afborganir af lánum en í skólakerfið. Greinin vakti athygli. Svo var ég eitt sinn í verksmiðju, þar var illa launað verkafólk, útslitið fyrir aldur fram, og var að segja frá þessu. Þá stóð upp gamall þreyttur verkamaður og spurði - er hægt að borga upp skuldirnar? Fólk hélt að það væri ekki hægt. Bíbí: Af því að reynsla verka- mannsins er sú að að það er ekki hægt að borga upp skuldirnar. Lottóið til bjargar lánum Atli Heimir: Þetta voru afskipti mín af efnahagsmálum, hvernig finnst þér þau? Bíbí: Mér finnst þau mjög fín, ég hef bara tekið lán, það voru mín afskipti af efnahagsmálum. Atli Heimir: Hefurðu hugsað þér að borga þau upp? Bíbí: Jú, hef leitt hugann að því, ég er til dæmis alltaf að spila í lottóinu. Atli Heimir: Nei, nei, þarna kemur Íslendingurinn upp í þér. Þarna komst upp um þig. Ekki spila í lottóinu, veistu hvað þú átt að gera, þú átt að spara og nurla. Bíbí: Ég var einmitt að skrá mig á sparnað.is. Atli Heimir: Þú átt að spara. Þegar ég nefni spara þá farið þið að skellihlæja. [Hér beinir Atli Heimir orðum sínum til viðmælanda, blaða- manns og ljósmyndara, sem vita kannski upp á sig skömmina?] Atli Heimir: En ekki hugsa um lottóið. Það á að nurla og spara og svo er svo gaman að neita sér um eitthvað. Í Þýskalandi fóru félag- arnir út með 10 mörk og ætluðu að skemmta sér. Svo þegar pen- ingarnir voru búnir þá fóru menn heim. Þetta þótti nú Íslendingum aumingjaleg afstaða en svona voru þeir nú vel upp aldir og hlýðnir Þjóðverjarnir. En veistu, ef þú leggur kortinu og tekur út pening einu sinni í viku þá sparar þú fimm prósent. Bíbí: Ég er hlynnt því, ég vil banna bönkunum að græða á mér. Atli Heimir: Það á ekki að banna neitt, ertu gamall kommi, ertu kannski austantjaldskommi? Ertu á Svandísarlínunni? Þú átt bara ekki að skipta við þessa andskota, ég skipti sem allra minnst við hel- vítin. Einhver ráðlagði mér að taka út pening einu sinni í viku og hafa hann undir koddanum. Bíbí: Fyrir utan að þú gerir þér meiri grein fyrir því sem þú ert að eyða. Atli Heimir: Einmitt. Bíbí: Sko, við erum sammála um svo margt og þú kallar mig komma. Á RÖKSTÓLUM Það á ekki að banna neitt, ertu gamall kommi, ertu kannski austantjaldskommi? Ekki skipta við þessa andskota Atli Heimir Sveinsson tónskáld gefur Bíbí Ás- geirsdóttur, bassaleikara Singapore Sling, góð ráð um ráðdeild og sparnað á rökstólum vikunnar. Þau hafa bæði haft afskipti af efnahagsmálum, frétti Sigríður Björg Tómasdóttir á fundi þeirra. TÓNLISTARMENN Á TRÖPPUM VIÐ LAUGAVEG „Ég er ósammála þeim arkitektúr á Íslandi að hafa allt grátt og ömurlegt,“ segir Bíbí sem vill varðveita gömul hús við Laugaveginn. Við eigum vonda arkitekta, við getum verið sammála um það,“ segir Atli Heimir. MYND/VALLI ➜ VISSIR ÞÚ ■ að Atli Heimir verður sjötugur 21. september næstkomandi? ■ að af því tilefni verður leikhús- tónlist hans flutt á heiðursdag- skrá í Þjóðleikhúsinu? ■ að hann stúderaði á Íslandi, Þýskalandi og í Hollandi? ■ að að hann á tvo syni? ■ að Bíbí var skírð Ester í höfuðið á ömmu sinni sem líka var kölluð Bíbí? ■ að hún starfar sem hljóðmaður? ■ að hún lærði á Írlandi? ■ að hún á þrjá syni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.