Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 58
38 6. september 2008 LAUGARDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. STJÖRNUTENÓRINN LUCIANO PAVAROTTI LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2007. „Í söngnum skora ég sjálf- an mig á hólm; aldrei neinn annan. Og ef þú sérð mig eða hlustar á mig einu sinni, er útilokað að þú gleymir mér eða ruglir saman við annan.“ Ítalska undrabarnið Luciano Pavarotti er heimsbyggð- inni ógleymanlegur, sem persóna, mannvinur og einn fremsti stjörnutenór sögunnar. Minnstu munaði að mesta slys Íslandssögunnar yrði á þessum degi fyrir 24 árum þegar fáeinir metrar skildu að tvær farþega- þotur Flugleiða, með 403 far- þega innanborðs. Atvikið átti sér stað þegar þoturnar fóru nær samtímis frá Keflavíkurflugvelli. Var önnur af gerðinni DC-8 en hin Boeing 727. Flugstjóri Boeing-þotunn- ar áttaði sig á að eitthvað at- hugavert væri við leiðina sem flugumferðarstjóri hafði lagt fyrir báða flugstjórana og taldi hættu skapast á árekstri þegar hann hækkaði flugið. Spurði hann flugumferðarstjóra ítrek- að hvort allt væri í lagi og ætíð fullvissaður um að svo væri. Hélt hann því áfram leið sinni og flaug beint fyrir framan DC- 8 þotuna um leið og hann skaust fram úr henni. Var áætl- að að aðeins 30 metrar hefðu skilið á milli vélanna sem voru í um 3ja kílómetra hæð yfir Herdísarvík á Suðurnesjum. ÞETTA GERÐIST 6. SEPTEMBER 1984 Árekstri í lofti afstýrt timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Gerhards Rolands Zeller Grettisgötu 76, Reykjavík. Sunnefa Gerhardsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Páls Beck Einnig færum við öllu starfsfólki á deild K1 Landakoti sérstakar þakkir. Sömuleiðis færum við öllu starfsfólki Droplaugarstaða þakkir fyrir umhyggjuna síðustu mánuði. Guðný Sigurðardóttir Brynja Beck Sölvi Stefán Arnarson Axel Þór Beck Sigurður Pálsson Hrefna Egilsdóttir Kristín Þóra Pálsdóttir Beck Rögnvaldur Stefán Cook Ríkarður Pálsson Elísabet Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær frænka okkar, Kristín Andrésdóttir Árskógum 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 28. ágúst á líknardeild Landakotsspítala. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. september næstkomandi kl. 15.00. Þóra Stefánsdóttir Valdimar Stefánsdóttir Bryndís Stefánsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Eysteinn Sigurðsson bifvélavirkjameistari, Steinagerði 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 6. ágúst, að Skjóli, hjúkrunarheim- ili. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 8. september kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Skjól, hjúkrunarheimili, eða Alzheimersamtökin njóta þess. Sigurður Mar Stefánsson Soffía Helga Magnúsdóttir Guðmundur Skúli Stefánsson Gunnar Helgi Stefánsson Sæunn Halldórsdóttir Guðrún Margrét Stefánsdóttir Paul Siemelink Andri Stefánsson Harpa María Örlygsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Bjarni Hannes Ásgrímsson frá Suðureyri v/Súgandafjörð, Höfðabraut 7, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 2. september. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. september kl. 14.00. Auður Minný Árnadóttir Anna Bjarnadóttir Sólrún Bjarnadóttir Benedikt Bjarnason Stella Hjaltadóttir Anton, Bjarni Ingi, Dagur og Auður Líf. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eiríkur Róbert Ferdinandsson skósmíðameistari, sem lést að Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 10. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Hrafnistu í Hafnarfirði - deild 3-B Reikn. 0545-14- 606801, kt. 491177-0129. Steinunn Eiríksdóttir Ármann Eiríksson Sigrún Gísladóttir Ferdinand Róbert Eiríksson Jóhanna Erla Eiríksdóttir Jón Pétur Svavarsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björgvin Ingimar Friðriksson framkvæmdastjóri Stapasíðu 2, Akureyri, lést á heimili sínu föstudaginn 29. ágúst. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri, þriðjudaginn 9. september kl. 14.00. Aðalbjörg Baldvinsdóttir Elvar Ingimarsson Aldís Ósk Óladóttir Eva Ingimarsdóttir Andrés Þór Björnsson Ómar Ingimarsson Sigurður Orri Sigurðarson Natan Þór Elvarsson Andrea Marín Andrésdóttir Ingimar Andri Ómarsson Benoný Breki Andrésson Nökkvi Elvarsson Björgvin Brimi Andrésson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Karólína Björg Gunnarsdóttir Brimnesi, Árskógsströnd, andaðist laugardaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Stærra-Árskógskirkju föstudaginn 12. september kl. 14. Kjartan Gústafsson Gunnar Gústafsson Laufey Sveinsdóttir Emelía Gústafsdóttir Sigurður Ananíasson Rúnar Gústafsson Laufey Guðjónsdóttir Arnar Gústafsson Edda Björk Hjörleifsdóttir ömmu- og langömmubörn. „Þetta er sannarlega ein af stærstu stundum ferils- ins og mikill áfangi; nokkuð sem maður hefur alltaf eygt í fjarlægð og vonast til að ná,“ segir körfuknattleiks- konan Signý Hermanns- dóttir sem fyrir viku náði þeim merka áfanga að leika sinn 50. landsleik, en af því tilefni fékk hún afhent gull- úr frá stjórn Körfuknatt- leikssambands Íslands. „Úrið er gulli slegið og dásamlega fallegt, áletrað 50 leikjum og dagsetningu tímamótanna, en einnig fékk ég áritaðan þjóðfánann. Ég er stolt og þakklát fyrir að hafa náð þessum áfanga, en einnig að hafa verið valin í landsliðið á sínum tíma. Þetta hefur verið hörkup- úl en ávallt mjög skemmti- legt,“ segir Signý, sem féll fyrir töfrum körfuboltans á fjórtánda ári. „Ég fann mig á fyrsta degi í körfunni, sem er skemmti- legur leikur. Veran í lands- liðinu hefur víkkað sjón- deildarhring minn, gefið ótal tækifæri til að kynnast margbreytileika heimsins og kynnt mig fyrir ógrynni góðra manneskja,“ segir Signý, sem er fyrirliði ís- lenska kvennalandsliðsins. „Sem fyrirliði er ég já- kvæður leiðtogi sem læt í mér heyra við að peppa upp mannskapinn og hvetja frábæran hóp. Landsliðið samanstendur af yndisleg- um stelpum og góður andi er í hópnum. Að leika með landsliði Íslands er ávallt mjög mögnuð tilfinning; að fá að klæðast búningn- um undir fána landsins og hefja leik að loknum þjóð- söng. Það hættir aldrei að hreyfa við mér og vekja í senn ættjarðarást og þjóðar- stolt.“ thordis@frettabladid.is SIGNÝ HERMANNSDÓTTIR: HEIÐRUÐ FYRIR 50 LANDSLEIKI Afrekskona gulls ígildi 50 LANDSLEIKIR Signý Hermanns- dóttir körfuknatt- leikskona er fyrirliði kvennalandsliðs Íslands og spilar auk þess með Val. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.