Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 62
42 6. september 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Um tuttugu íslenskir dans- höfundar eru samankomn- ir í Kaupmannahöfn nú um helgina til að minnast Reykjavík Dance Festival. Hátíðin, sem halda átti í sjötta sinn þessa helgi, er í uppnámi eftir að menntamálaráðuneytið hætti stuðningi við hana í vor. Danshöf- undarnir hafa þegið boð um að vera þátttakendur í Keðju, norrænum dansfundi í Kaupmannahöfn, þar sem danslistin verður rædd í pólit- ísku samhengi auk þess sem tvö íslensk dansverk líta dagsins ljós. Fréttablaðið ræddi við danshöf- undana, Steinunni Ketilsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, um Reykjavík Dance Festival og mik- ilvægi hátíðarinnar fyrir þróun dans á Íslandi. „Reykjavík Dance Festival varð til árið 2002 að frum- kvæði sjálfstætt starfandi dans- höfunda sem ákváðu að sameina krafta sína og skapa vettvang fyrir ný íslensk dansverk,“ segir Svein- björg og bætir við að hátíðin sé eini skipulagði vettvangur sjálfstætt starfandi danslistamanna á Íslandi. Frá stofnun hennar hafi hún alið af sér hátt á fjórða tug nýrra íslenskra dansverka. Steinunn tekur undir orð Sveinbjargar og segir að aukið framboð sýninga þýði aukin atvinnutækifæri fyrir dansara á Íslandi. „Margir íslenskir dansarar og danshöfundar starfa erlendis vegna skorts á aðstöðu og aðbúnaði hérlendis. Þannig erum við að missa hluta af okkar menningar- auði úr landi.“ Í vor hætti menntamálaráðu- neytið stuðningi við hátíðina og erfiðlega hefur gengið að sækja fjármagn til einkaframtaksins. „Þetta er óskiljanleg ákvörðun af hálfu ráðuneytisins,“ segir Stein- unn. „Reykjavík Dance Festival hefur sannað mikilvægi sitt fyrir framþróun íslenskrar dansmenn- ingar. Einstaklingar og hópar hafa sprottið fram í auknum mæli og skapað sér sess hérlendis og erlendis fyrir tilstuðlan hátíðar- innar.“ Sveinbjörg bætir við að dansinn sé hágæða útflutningsvara sem sannist á því að erlendis megi finna fleiri sýningarkvöld á íslensk- um listdansi heldur en hérlendis. „Dansinn er alþjóðleg listgrein í stöðugri uppsveiflu og okkur ber skylda til að rækta og efla tengslin við samstarfsaðila okkar erlendis.“ Hún segir að hlutverk Reykjavík Dance Festival hafi meðal annars verið að bjóða hingað skipuleggj- endum erlendra danshátíða sem koma íslenskum dansverkum á framfæri erlendis. „Það er mjög sorglegt að hugsa til þess að öll sú óeigingjarna vinna sem fór í að byggja upp hátíðina hafi verið unnin til einskis,“ segir Steinunn, „Þetta er öfugþróun og merki um skammsýni ráðamanna. Sem atvinnugrein stuðlar danslistin að verðmætasköpun. Möguleikarnir til að laða að erlent fjármagn eru miklir en til þess að það markmið náist þarf fyrst að skapa nauðsyn- leg vaxtarskilyrði fyrir danslistina hérlendis og það byggist á sam- felldri aðkomu opinberra aðila.“ Sveinbjörg tekur undir orð Stein- unnar og bætir við að nauðsynlegt sé að treysta rekstrargrundvöll Reykjavík Dance Festival. Að lokum skora þær á Þorgerði Katr- ínu menntamálaráðherra að snúa ákvörðun ráðuneytisins við og tryggja þannig komandi kynslóð- um aðgengi að fjölbreyttri dans- menningu. kmj/pbb@frettabladid.is Dansarar funda í Höfn STEINUNN KETILSDÓTTIR Tekur þátt í norrænum dansfundi í Kaupmannahöfn nú um helgina. Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III. Þó að sýningin sé tileinkuð hljóðfærum og ýmsum hlutum sem allir tengjast tónlist á einn eða annan hátt er rétt að vekja athygli á því að opið er fyrir kaup og sölu á hvers kyns varningi á markaðinum. Markaðurinn verður opinn á milli kl. 13 og 16 og er ómissandi fyrir hvern þann sem þykir eitthvað vanta í sitt eigið safn, hverju sem safnað er. Auk markaðarins verður ýmislegt skemmti- legt um að vera í Gerðubergi í dag. Nokkrir af þeim söfnurum sem sýna nú hljóðfærasöfn sín þar verða á markaðnum og geta því svarað spurningum forvitinna sýningargesta. Auk þess verður Jón Baldur Hlíðberg teiknari á staðnum og býður upp á leiðsögn um sýningu sína sem heitir Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum og hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá ungum sem öldnum. Síðast en ekki síst verður opnuð fyrsta sýningin í Safnarahorni Gerðubergs. Listakonan Lóa Guðjónsdóttir dregur þar fram ýmsa skemmtilega og forvitnilega hluti úr fórum sínum, þar á meðal forláta postulínsbrúður, gamalt hljóðfæri, styttur, mynt og fleira. - vþ Safnarar selja eigur sínar LÍF OG FJÖR Á MARKAÐI Nóg var um að vera á Safn- aramarkaði Gerðubergs árið 2005. MYND/GERÐUBERG > Ekki missa af … sýningunni Tilraunamaraþon í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu, en henni lýkur á morgun. Sýningin var opnuð í maí síðastliðnum sem hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykja- vík. Margir þekktir listamenn eiga verk á sýningunni, þeirra á meðal eru Erró, Brian Eno, Marina Abramovic, Hreinn Friðfinnsson og Roger Hiorns. Kl. 14 Dagskrá í tilefni af aldarafmæli rithöfundarins William Saroyan fer fram í Norræna húsinu í dag og hefst kl. 14. Þar stíga á svið meðal annarra Gyrðir Elíasson, Óskar Árni Óskarsson, Ingibjörg Þóris- dóttir og dr. Dickran Kouymjian og fjalla um Saroyan og lesa upp úr verkum hans. Einnig verður sýnd stuttmynd sem Saroyan leikstýrði og framleiddi sjálfur. Sýning á myndskreytingum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur fyrir barnabókina Örlög guðanna, sem kom út fyrir hálfum mánuði á vegum Máls og menningar, verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag kl. 14. Bók þessi, sem er samstarfsverkefni mynd- skreytisins Kristínar og Ingunn- ar Ásdísardóttur sem skrifar textann, setur fram allar helstu sögur af norrænum goðum og gyðjum á þann hátt að bæði börn og fullorðnir geta haft gagn og gaman af. Á opnuninni í dag verður ýmis- legt skemmtilegt um að vera. Ing- unn les upp úr bókinni og myndir Kristínar verða til sölu, auk þess sem höfundarnir munu árita bækur sínar. Alls verða rúmlega tuttugu myndir til sýnis sem sýna ýmis þekkt andartök eða hug- myndir úr heimi norrænnar goða- fræði, til að mynda sköpunina, söguna af Iðunni og eplunum, sögurnar af dauða og bálför Bald- urs, heimstrénu Aski Yggdrasils og svona mætti áfram telja. Sýningin hangir uppi til 21. september og er aðgangur ókeyp- is. - vþ Örlög guðanna í myndum GULLVEIG BRENND Ein af myndskreytingum Kristínar Rögnu úr bókinni Örlög guðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.