Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 6. september 2008 — 242. tölublað — 8. árgangur VERÐUR MANCHESTER CITY BESTA FÓTBOLTALIÐ Í HEIMI? Nýir ofurríkir eigendur Manchester City falla misvel í kramið hjá aðdáendum liðsins. HÁTÆKNIIÐNAÐUR „Umsagnaraðilar virðast hafa þann umsagnarfrest sem þeim hentar og það hefur skapað óvissu. Það er mjög bagalegt, sérstaklega þegar fyrirtæki gera fjárfestingaráætlanir til langtíma sem byggja á því að tímaáætlanir standist,“ segir Þórður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingar- stofunnar, og telur um „meiri háttar vandamál“ að ræða. Norska hátæknifyrirtækið REC Group, sem hafði áhuga á að reisa sólarkísilverksmiðju við Þorlákshöfn, segir að langt umhverfis- matsferli og óvissa um tímalengd, óviss orka í framhaldsáfanga og hærri fjárfestingarkostn- aður hérlendis hafi ráðið mestu um að ákveðið var að taka Kanada fram yfir Ísland. Í rökstuðningi REC segir að umhverfismats- ferlið taki hér of langan tíma og geti hugsan- lega tekið lengri tíma þar sem einstakir umsagnaraðilar virðist geta farið fram yfir lögboðinn umsagnarfrest átölulaust. Þórður vill að íslensk stjórnvöld geri úttekt á framgangi umhverfismats í helstu sam- keppnislöndum. „Við þurfum að athuga hvernig við getum gert ferilinn eins hrað- virkan og skilvirkan og mögulegt er, þannig að menn geti áttað sig á því hversu langan tíma umhverfismatið tekur í raun,“ segir hann. Norðmennirnir vilja skoða Ísland áfram. Þórður segir REC umhverfisvænt hátækni- fyrirtæki með vellaunuðum störfum og nýrri þekkingu. Íslendingar hafi allt að tveimur árum til að laga það sem þarf. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er sammála því að íslensku eftirlitsstofnanirnar og ráðuneytin þurfi að gera bragarbót þannig að allir frestir standist. „Kerfið þarf að taka sig verulega á og ég undanskil ekki mínar stofnanir og mitt ráðuneyti. Það er hluti af innra gæðaeftirliti sem við erum að koma upp.“ Össur telur að Íslendingar verði að bjóða alþjóðlegum fyrirtækjum „fjárfestingarpakka sem stenst samkeppni við tilboð frá öðrum löndum. Þess vegna erum við nú að skoða hvað stjórnvöld geta teygt sig langt til að vera innan ramma EES og um leið samkeppnishæf,“ segir hann. - ghs Átelja seinagang stjórnvalda Norska stórfyrirtækið REC Group telur umhverfismatsferlið tímafrekt og óvíst að áætlanir standist, þar sem umsagnaraðilar fari átölulaust fram yfir frest. „Vandamál,“ segir framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofunnar. 30 VIÐ EIGUM VONDA ARKITEKTA Úthverfin eru eins og vísindaskáldsaga þar sem öllum leiðist, segir Bíbí Ásgeirs- dóttir í samtali við Atla Heimi Sveinsson. Á RÖKSTÓLUM 28 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 ● NÝ VERSLUN Kisan í New York ● HÖNNUN Hagnýt hönnun í Hafnarfi rði● INNLIT Listakona við sæinn FY LG IR Í D A G VEÐRIÐ Í DAG YFIRLEITT ÞURRT Í dag verða suðvestan 3-8 m/s. Bjart veður suðaustan og sums staðar austan til, annars fremur skýjað, einkum vestan til þar sem hætt er við lítils- háttar vætu. Milt í veðri. VEÐUR 4 12 13 13 11 12 ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSI RÍKISÚTVARPIÐ Á AKUREYRI HORNSTEINN Í HÉRAÐI BÓKMENNTIR Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifaði nýjustu skáldsögu sína í tveimur útgáfum, aðra á íslensku og hina á ensku. Bókin ber titilinn Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp og fjallar um króatísk- an leigumorðingja sem flýr til Íslands. Hún kemur út á íslensku nú í haust en vinnsla ensku útgáf- unnar er á lokastigi. „Við getum auðvitað sagt að hér sé rithöfundurinn í útrás,“ segir Hallgrímur meðal annars í viðtali við Fréttablaðið. „En aðalatriðið var þó hið ögrandi verkefni. Sem listamaður verður maður alltaf að takast á við eitthvað sem maður getur næstum því ekki, ögra sjálf- um sér.“ Hann ræðir einnig hvernig fráfall náins samstarfs- manns setti strik í reikninginn. Þá segir Hallgrímur að þótt nýja bókin sé gamansaga liggi honum enn mikið á hjarta; íslenskt sam- félag hafi verið lasið og hann vilji leggja sitt af mörkum til að lækna það. „Landið var í höndunum á hálfgerðu glæpagengi sem sveifst einskis við að halda öllu í sínum höndum. En sjúklingnum er að smábatna núna.“ - bs / sjá síðu 24 Hallgrímur Helgason skrifaði nýja skáldsögu jöfnum höndum í tveimur útgáfum: Króatískur leigumorðingi á Íslandi HALLGRÍMUR HELGASON Ný bók er væntanleg á íslensku í haust en vinnsla enskrar útgáfu á lokastigi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í stórmyndinni Personal Effects sem frumsýnd verður á næsta ári. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody en í aðalhlutverk- um eru Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Jóhann segir að framleiðendur myndarinnar hafi haft sig í huga sem tónskáld myndarinnar frá upphafi. Hann hefur ekki hitt stjörnurnar né leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ - drg / sjá síðu 58 Jóhann Jóhannsson: Semur tónlist fyrir kvikmynd í Hollywood JÓHANN JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.