Fréttablaðið - 29.09.2008, Síða 18

Fréttablaðið - 29.09.2008, Síða 18
„Lengri kvöld kalla á alls konar dund og því er alltaf uppsveifla í handverki á þessum tíma árs,“ segir Jóhanna Viborg. „Svo er þannig að þegar harðnar á dalnum í þjóðfélaginu þá eflist heimilisiðn- aður.“ Margir kannast við Jóhönnu úr versluninni Frú Bóthildi sem hún rak um árabil og er reyndar enn með opna tvö kvöld vikunnar auk þess að reka vattstunguþjónustu. Jóhanna var í fararbroddi um tut- tugu kvenna sem fóru á árlega bútasaumssýningu í Birmingham á Englandi í ágúst. Hefur farið þrisvar áður og segir Jóhanna alltaf jafn gaman, enda sýningin sú stærsta í Evrópu og fjölbreytni verkanna mikil. „Svo er þetta eins og á góðu ung- mennafélagsmóti, keppt í hinum ýmsu greinum,“ segir hún glaðlega. Spurð hvort nauðsyn sé að eiga góða saumavél þegar ráðist sé í bútasaum svarar hún: „Það er æskilegt að vélin flæki ekki. En í bútasaum þarf bara að sauma beint áfram. Gömul handsnúin vél getur verið fullgóð.“ Heimsíða Jóhönnu er www.bothildur.is og þar er teng- ill inn á sýninguna í Birmingham. gun@frettabladid.is Bara saumað beint Á haustin fær handverksfólk fiðring í puttana, þar með taldir búta- saumarar. Jóhanna Viborg er ein þeirra. Hún elskar bútasaum. Ohio-stjarnan var þema keppni sem Jóhanna tók þátt í Birmingham og vegnaði vel. Teppið var á sýningum erlendis í ár, meðal annars Quilt Expo í Lyon. „Bútasaumur er svipaður og golf, tómstundagaman sem skapar ánægju. Teppin eru bara bónus,“ segir Jóhanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bútasaumur fer vel í borðdúkum. TEJO REMY og Rene Veenhuizen hönnuðu þennan sófa sem er búinn til úr tennisboltum, en hönnun með áherslu á endurunnin efni er að sækja í sig veðrið. Enda á engan hátt hallærisleg eins og sést af sófanum. þegar úðað er innanhúss fyrir skordýrum með K-Othrine þarf heimilisfólk að vera í burtu að lágmarki fjórar klukkustundir. Lítil börn, veikt fólk, ofnæmis sjúkir, ófrískar konur og gæludýr eiga að vera í burtu að minnsta kosti átta til 24 klukku- stundir. Til leigu í Skútuvogi 1G Skrifstofuhúsnæði—187 fm Um er að ræða gott skrifstofurými sem er 187 fm að stærð. Góð lofthæð er í plássinu og í miðju rýminu eru þakgluggar sem gefa góða birtu. Góð eldhúsaðstaða vel búin tækjum. Miklir möguleikar. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Járn & glers hf - Skútuvogi 1 h– Barkarvogsmegin. Upplýsingar gefur Kjartan s: 585-8900 / 894-4711. e-mail : kjartan@jarngler.is Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.