Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 32
● fréttablaðið ● útivist 29. SEPTEMBER 2008 MÁNUDAGUR
● ENDURNÝTANLEGIR HANDVERMAR eru nýjasta viðbótin
við það sem útivistarfólk getur haft með
sér í ferðir til að auka þægindi. Hægt
er að fá gelfyllta handverma eða hand-
verma sem brenna kveikjarabensíni.
Þeir gelfylltu innihalda litla töflu sem er
brotin og við það verða efnabreyting-
ar sem mynda hita. Svo endurnýta megi
verminn þarf að sjóða hann í um fimm
mínútur og þá er hann tilbúinn í næstu
ferð. Vermarnir fást í mismunandi stærð-
um og eru einkar handhægir þegar
ferðalangar þurfa að hlýja sér áður en
gengið er til náða. Þá er til dæmis afar
vinsælt að nota þá til að hlýja svefn-
poka. Vermarnir gagnast einnig þeim
sem hita þurfa auma vöðva eftir átök dagsins.
● FYRIR MARGA FERÐALANGA ER NESTIÐ STÓR ÞÁTTUR ÚTIVIST-
AR. Sumir kjósa að hafa með sér ýmiss konar þurrmat enda létt að bera slíkt en aðrir
vilja ekki láta slíkt inn fyrir sínar varir. Aðalatriðið í nestisgerð er að maturinn sé nær-
ingarríkur og hentugur hverri ferð. Samlokur eru góðar í dagsferðir en fara illa á nokk-
urra daga ferðalagi. Þá er hrökkbrauð eða flatkökur oft hentugra. Súkkulaði, hnetur
og rúsínur eru einnig gott nesti. Kalt slátur er þjóðlegur og næringarríkur matur sem
margir kjósa að hafa með sér í ferðalög, sem og harðfiskur, sem er léttur og næringar-
ríkur. Ferðamenn ættu að forðast að hafa með sér mat sem inniheldur mikið af vatni,
er þungur eða tekur mikið pláss í farangrinum. Þá er góð regla að hafa alltaf eitthvað
matarkyns, súkkulaðistykki eða hnetupoka innan seilingar, í vasa eða hólfi utan á
bakpoka svo ekki þurfi að stoppa lengi eða taka af sér bakpokann ef ferðamaðurinn
vill næla sér í smá næringu.
Fimm manna hópur ætlar að
klífa fjallið Shivling á Indlandi
og stefnir að því að standa
á tindinum upp úr miðjum
október. Fjallið er ríflega 6.000
metra hátt og þykir erfitt.
„Heillandi áskorun,“ segir
Berglind Aðalsteinsdóttir.
„Við förum utan á miðvikudaginn
og ætlum að klífa fjallið Shivling
sem er rétt rúmlega 6.500 metra
hátt og er á Indlandi. Við erum
fimm sem förum saman og gefum
okkur fjórar vikur í þetta verkefni.
Inni í því er ferðalag að fjallinu,
hæðaraðlögun og klifrið sjálft,“
segir Berglind Aðalsteinsdóttir,
læknir á Akureyri.
Fimmmenningarnir fljúga
til Delhi og aka svo í þrjá daga í
þorpið Gangotri sem er í 3.000
metra hæð. Þaðan er gengið eftir
pílagrímaslóðum frá upptökum
Ganges fljótsins. Þau þurfa að
þvera Gangotri-skriðjökulinn
áður en þau setja upp grunnbúðir.
„Eftir grunnbúðir reiknum við
með að setja upp þrjár efri búðir.
Við vonumst til að standa á toppn-
um í síðari hluta október,“ segir
Berglind.
Hún segir að framvinda ferðar-
innar fari eftir veðri og aðstæð-
um. Yfirleitt sé frekar stöðugt
veðurfar á þessum slóðum á þess-
um árstíma, hlýtt og bjart að deg-
inum en kalt á nóttunni áður en
sólin kemur upp. „Monsúntímabil-
inu er að ljúka þannig að við reikn-
um með stilltu veðri en svo veit
maður aldrei.“
Þegar Berglind er spurð af
hverju Shivling-fjall hafi orðið
fyrir valinu segir hún „fallegt
fjall sem við teljum að sé heill-
andi áskorun. Þetta er tæknilegt,
ekki fyrir óvant fólk. Fjallið fær
alpa gráðuna D sem stendur fyrir
„difficult“ og þýðir erfitt.“
Leiðangursmennirnir fimm eru
allir félagar í björgunarsveitinni
Súlum og Íslenska alpaklúbbnum,
Ísalp, en reynslan úr því starfi
kemur sér vel á svona ferðalagi.
Skarphéðinn Halldórsson, ritari
Ísalp, segir að klúbburinn standi
fyrir byrjendanámskeiði í ísklifri
í nóvember og framhaldsnám-
skeiði eftir áramót. Á fyrra nám-
skeiðinu læri menn handbrögð og
tækni og svo geti þeir komið með í
ferðir á vegum klúbbsins.
„Ísklifur er alvarlegt sport og
ég mæli síður með því að menn
ráðist á næsta ísfoss sem þeir sjá
eftir byrjendanámskeið í ísklifri,“
segir Skarphéðinn.
„Kosturinn við Ísland er að það
er gósenland fyrir ísklifur,“ segir
hann og telur auðvelt að finna
góða staði til að klifra á, ekki bara
úti á landi heldur líka í kring-
um Reykjavík, til dæmis báðum
megin í Esjunni, í Múlafjalli og
Glymsgil í Hvalfirði. „Möguleik-
arnir eru gríðarlega miklir og al-
gjörlega vannýttir. Þeir eru ekki
svo margir sem stunda þetta sport
og því hellingur af ísleiðum úti
um allt land sem hafa aldrei verið
farnar,“ segir hann. - ghs
„Monsúntímabilinu er að ljúka þannig að við reiknum með stilltu veðri,“ segir Berglind Aðalsteinsdóttir læknir, sem er vön fjalla-
klifri þar sem hún er meðlimur í björgunarsveitinni Súlum og Íslenska alpaklúbbnum.
Heillandi að klífa
Shivling á Indlandi
Eiríkur Geir Ragnars, Gunnar Sverrir Ragnars, Berglind Aðalsteinsdóttir, Kári Erlingsson
og Arnar Þór Emilsson fara fljótlega utan til að ganga á Shivling-fjall á Indlandi á næstu
vikum. „Við vonumst til að standa á toppnum í síðari hluta október,“ segir Berglind.
„Frekar að taka meira en
minna er mottóið í þessu,“
segir Albert Steinþórsson,
félagi í jeppaklúbbnum
Rembingi, spurður hvað eigi
að taka í jeppaferðina.
„Maður þarf að vera með allt í
fullkomnu standi, til dæmis nóg
af klæðnaði. Öll helstu verkfæri
eiga að vera til staðar ef til þess
kemur að maður þurfi að gera við.
Tappasett er nauðsynlegt ef dekk
springur og ég ráðlegg að skófla,
spotti og aukaskór séu líka með í
för,“ segir Albert.
Albert telur að þeir sem haldi í
jeppaferðir eigi að kunna algeng-
ustu hnúta, og nefnir pelastikk
sem alveg ómetanlegan. Þegar
farið er í jeppaferðir bendir Al-
bert á að fara „alltaf tveir eða
fleiri saman, sérstaklega ef farið
er eitthvað lengra en dagsferð“.
Albert er búinn að vera „jeppa-
karl“ í um það bil fimm ár, og er
því nokkuð reyndur. Hann segir
mikilvægt að fólk sé vel undir-
búið áður en lagt er af stað, bæði
með tilliti til búnaðar og þess að
kynna sér vegi og leiðir.
„Yfir sumartímann er gott að
fara í fjögurra til fimm daga há-
lendisferðir og tjalda í góðra vina
hópi. Yfir veturinn eru dagsferðir
heppilegri. Hægt er að taka lang-
an dag, eða tvo daga og gista þá
í skálum. Annars fer þetta allt
mjög mikið eftir veðri og færð,“
segir Albert spurður um heppi-
lega tímalengd hálendisferða.
„Hvort sem ferðast er að sumri
eða vetri þarf að passa að hafa
annað hvort GPS-tæki eða góða
bók um þann landshluta sem ferð-
ast er til.“ - aóv
Aldrei of vel undirbúinn
Albert er nokkuð reyndur jeppakarl.
2
Vertu klár í rigninguna
í North Ice
Icefi n Nóatúni 17 • S5343177 • www.icefi n.is
Innifalið í North Ice Outdoor pakkanum:
Vatnsheldur öndunarjakki, buxur, léttur jakki
og buxur einnig öndunarbolur.
Kostar allt 25,900,-