Fréttablaðið - 29.09.2008, Page 50
18 29. september 2008 MÁNUDAGUR
Um þessar mundir stendur yfir Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-vík. Hún er að sjálfsögðu fagnaðarefni
fyrir hvern þann sem er orðinn langþreytt-
ur á að því er virðist ótæmandi framboði
flesta mánuði ársins á bandarískum
kvikmyndum með Will Ferrell í aðalhlut-
verki. Þeir sem halda upp á Will Ferrell
þurfa þó svo sem ekki að hafa áhyggjur af
þessu ástandi; kvikmyndahátíðin er
stutt og Ferrell verður því mættur
aftur á tjaldið fyrr en varir.
Þess má vænta að íslenskir
kvikmyndagagnrýnendur hafi úr
nógu að moða á meðan á hátíðinni
stendur og að þeir fjölmiðlar sem
standa sína menningarpligt úthluti
óvenju miklu plássi til kvik-
myndagagnrýni þessa
dagana. Sem er ágætt, ef
ekki væri fyrir það að
gagnrýnendur miða oftast við sömu þættina
þegar kemur að því að meta ágæti kvik-
myndar. Því fer það gjarnan svo að ein
gagnrýni er annarri lík og verður formið
heldur leiðigjarnt til lengdar. Þeir sem eru
orðnir leiðir á hefðbundinni kvikmynda-
gagnrýni gætu gert margt heimskulegra en
að vippa sér inn á vefsíðuna www.intuitor.
com. Þar hafa nokkrir eðlis- og efnafræð-
ingar tekið höndum saman og hafið að
gagnrýna myndir á sínum forsendum.
Þannig eru þeir almennt hrifnir af myndum
þar sem náttúrulögmál eru í heiðri höfð, en
gefa þeim myndum sem fara frjálslega með
eðli alheimsins vonda dóma. Jafnframt eru
á síðunni rakin nokkur atriði sem koma
ítrekað fyrir í kvikmyndum og eru bara
röng. Til að mynda þegar persónur kasta sér
í gegnum rúður án þess að skera sig. Eða
þegar sprengingar heyrast úti í geimnum.
Rétt skal vera rétt.
Ferrell og eðli heimsins
NOKKUR ORÐ
Vigdís
Þormóðsdóttir
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Áttu „láttu þér
batna“-kort fyrir
manneskju sem
gleymdi afmæl-
inu mínu?
Pikk
!
Pikk
!
Pikk
!
Pikk
!
AF HVERJU
EKKI?
Tölvan heyrir ekki í
þér! Þú áttar þig á
því?
Jááááá!
Ég veit
það!
Og hún finnur
ekki sársauka
heldur!
Leyfðu mér að
meiða hana!
Bara smá! Lít-
inn Glasgow-
koss!
He! He! Ef þig vantar hár
á hökuna geturðu bara
fengið nokkur lánuð hjá
mömmu þinni!
Það þarf hæfileika
til að móðga tvær
kynslóðir með einum
brandara.
Ég vil meina að „vera í
trénu“-aðgerðin mín gegn
pelsum hafi gengið vel!
Sástu hópinn sem safnast
saman við tréð?
Það voru allt slökkvi-
liðsmenn!!!
Já...
...og enginn þeirra var
í pels!
Vita vinir þínir
að þú leikur þér
með dúkkur?
Action
Guy er
ekki
dúkka!
Hann er ógeðslega töff,
flott bardagahetja gerð úr
hörðu plasti með trú-
verðugum hernaðarfylgi-
hlutum! Sjáðu bara!
Ég sé... „...frá fram-
leiðendum
Barbie“
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...