Fréttablaðið - 29.09.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 29.09.2008, Síða 58
26 29. september 2008 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Mörg félög hafa tekið þann pól í hæðina í lok tímabils að skipta um þjálfara. Útlit er fyrir óvenju litlar hræringar að þessu sinni og fátt sem bendir til annars en að ellefu af þeim tólf liðum sem eiga þátttökurétt í Landsbanka- deildinni sumarið 2009 muni halda þeim þjálfurum sem fyrir eru núna. Eina þjálfaralausa félagið er Fylkir, sem rak Leif Garðarsson og réð Sverri Sverrisson til þess að stýra liðinu á lokasprettinum. Sverrir hefur lýst því yfir að hann eigi ekki þess kost að þjálfa liðið áfram og Fylkir er því í þjálfara- leit. Tveir þjálfarar eru helst nefnd- ir til sögunnar – Zoran Miljkovic og Ólafur Þórðarson. Miljkovic náði afar eftirtektarverðum árangri með lið Selfoss í 1. deild- inni í sumar og var frekar óvænt næstum búinn að koma liðinu upp í Landsbankadeildina. Þarf því ekki að koma á óvart að Árbæingar skuli gefa þjálfaranum skeggjaða auga. Nafn Ólafs Þórðarsonar hefur lengi verið í umræðunni en Ólafur þjálfaði Fylki á sínum tíma og margir Árbæingar myndu fagna endurkomu hans. „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu,“ sagði Ólafur spurður hvort hann væri að taka við Fylkisliðinu. „Ég hef heyrt af áhuga Fylkis- manna en engar formlegar við- ræður hafa átt sér stað. Ég hefði klárlega áhuga á að taka verkefnið að mér en það virðist vera verk að vinna þar,“ sagði Ólafur, sem stýrði Fylki á árunum 1998 og 1999. Hann sagði að dvölin í Árbænum hefði verið ánægjuleg. Kristján Guðmundsson hjá Keflavík og Ásmundur Arnarsson hjá Fjölni eiga eftir að ganga frá sínum málum. Ekki er þó annað að heyra en að vilji sé hjá báðum þjálfurunum að halda áfram en báðir náðu fínum árangri með sín lið í sumar. Ekkert félag virðist vera á þeim buxunum að reka þjálfara í lok sumars en eini orðrómurinn þess efnis er að Blikar hafi íhugað að losa sig við Ólaf Kristjánsson eftir mikið vonbrigðatímabil í Kópvog- inum. Einar Kristján Jónsson, for- maður knattspyrnudeildar Breiða- bliks, segir þó ekkert hæft í þeim orðrómi. „Nei, það er ekkert hæft í þess- um orðrómi. Ef Ólafur vill vera áfram þá verður hann áfram. Ég veit ekki annað en hann vilji vinna fyrir okkur áfram,“ sagði Einar Kristján, sem dregur þó ekki dul á að sumarið hafi verið vonbrigði. „Auðvitað er þetta tímabil geysi- leg vonbrigði. Við ætluðum okkur mun stærri hluti.“ Nýliðar ÍBV og Stjörnunnar munu halda þjálfurum sínum, þeim Heimi Hallgrímssyni og Bjarna Jóhannssyni. Það er alltaf rætt um þjálfaramál KR í lok sum- ars en Logi Ólafsson er með samn- ing við félagið og ekki annað að heyra á mönnum en að sá samn- ingur verði virtur. henry@frettabladid.is Litlar breytingar á þjálfaramálum Eins og staðan er í dag er líklegast að ellefu af þeim tólf þjálfurum sem stýra liði sem eiga sæti í Lands- bankadeildinni stýri sínu liði áfram. Aðeins Fylkir á eftir að ráða í stöðu þjálfara en Sverrir Sverrisson mun ekki þjálfa liðið áfram. Zoran Miljkovic og Ólafur Þórðarson eru sterklega orðaðir við Árbæjarliðið. HELDUR STARFI SÍNU Ólafur Kristjánsson verður ekki rekinn sem þjálfari Breiða- bliks. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÆSTI ÞJÁLFARI FYLKIS? Zoran Miljkovic, þjálfari Selfoss, og Ólafur Þórðarson, fyrrver- andi þjálfari Fylkis, eru helst taldir koma til greina sem næsti þjálfari Árbæjarliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR & HÖRÐUR LANDSBANKADEILD 2009 Þjálfarastaða félaganna: FH: Heimir Guðjónsson. Keflavík: Kristján Guðmundsson líklega áfram. Fram: Þorvaldur Örlygsson. KR: Logi Ólafsson líklega áfram. Valur: Willum Þór Þórsson. Fjölnir: Ásmundur Arnarsson líklegast áfram. Grindavík: Milan Stefán Jankovic. Breiðablik: Ólafur Kristjánsson. Fylkir: Zoran Miljkovic og Ólafur Þórðarson taldir líklegir. Þróttur: Gunnar Oddsson. ÍBV: Heimir Hallgrímsson. Stjarnan: Bjarni Jóhannsson. FÓTBOLTI Markvörðurinn Gunn- leifur Gunnleifsson er sterklega orðaður við félög í Landsbanka- deildinni þar sem HK féll niður í 1. deild. Gunnleifur átti enn og aftur frábært tímabil á milli stanganna hjá HK og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Verður því að teljast ólíklegt að hann sætti sig við að spila í næstefstu deild. „Ég ætla bara að taka mér frí í nokkra daga og svo mun ég ákveða mig. Annars vil ég ekkert tjá mig um málin á þessari stundu,“ sagði Gunnleifur þögull sem gröfin. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa nokkur félög í Landsbankadeildinni þegar sett sig í samband við Gunnleif og þar á meðal eru FH og KR. FH-ingar ku vilja nýjan og ferskan markmann og svo búast KR-ingar við því að missa Stefán Loga Magnússon til útlanda og vilja þeir fá Gunnleif til þess að fylla hans skarð. - hbg Gunnleifur Gunnleifsson: Orðaður við FH og KR GUNNLEIFUR Besti markvörður Íslands- mótsins í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Arnar Grétarsson mun að öllum líkindum leika áfram með Blikum næsta sumar. Arnar, sem verður 37 ára á næsta ári, gaf það út í sumar að hann myndi líklega hætta eftir tímabilið og þá ekki síst vegna þess að honum líkar afar illa við leikdagana í deildinni. „Þessir leikdagar eru ekkert sérstaklega fjölskylduvænir. Þess utan tel ég að bæði leik- menn og stuðningsmenn vilji frekar spila á miðviku- og fimmtudögum í stað sunnu- og mánudaga,“ sagði Arnar, sem bindur miklar vonir við að nýstofnuð leikmannasamtök muni ná sínu fram en hann segist einnig vita af áhuga hjá KSÍ að breyta leikdögum í deildinni. „Annars hef ég ekki alveg gert upp hug minn en líklega mun ég þó halda áfram. Ég ætla aðeins að skoða hvað gerist í þessum málum sem og í leikmannamál- um hjá okkur en þar verða eflaust einhverjar breytingar,“ sagði Arnar, sem fundaði með forráðamönnum Blika í gær um framhaldið. „Það eru allir eðli- lega drullusvekktir eftir þetta tímabil. Við lögðum upp með að ná Evr- ópusæti og gera atlögu að ann- arri hvorri dollunni. Það töldum við raunhæft miðað við þann mannskap er við höfðum. Átt- unda sætið er því mikil von- brigði. Þess utan er mjög erfitt að labba burt eftir svona tímabil. Það er ekki svona sem ég vil enda ferilinn,“ sagði Arnar, sem mun mæta á æfingar með Old Boys-liði Blika á sunnudögum í vetur. - hbg Arnar Grétarsson heldur líklega áfram að spila: Vil ekki enda svona ARNAR GRÉTARSSON Stóð sig vel í sumar og býst við því að spila áfram næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan búast KR- ingar við því að missa markvörð sinn, Stefán Loga Magnússon, út í atvinnumennsku. „Ég veit ekkert hvað verður nákvæmlega en hef heyrt af áhuga frá Norðurlöndunum og Englandi. Ég er að einbeita mér núna að því að vinna bikarinn með KR,“ sagði Stefán Logi spakur en hann hefur áhuga á að komast út. „Auðvitað vil ég æfa og spila í umhverfi sem getur gert mig betri en ég er. Það væri gaman að komast út og það væri líka gaman að spila annað tímabil með KR, þar sem mér líður vel,“ sagði Stefán Logi, sem er samnings- bundinn KR og því þarf félagið að samþykkja tilboð í hann áður en hann fer utan. - hbg Stefán Logi Magnússon: Undir smásjá margra liða

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.