Fréttablaðið - 02.10.2008, Side 1

Fréttablaðið - 02.10.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI sjávarútvegssýning ´08 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lítt Viltu leggja skipi að bryg j ? // / / / // // / Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég keypti ullarslá í verslunarferð til London sem ég fór í fyrir Herra-fataverzlun Kormáks og Skjaldar fyrir rétt tæpu ári og hefur hún valdið talsverðu fjaðrafoki,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönn-unarnemi sem starfar í versluninni með skóla. „Í ferðinni fór ég í gegm á hann nokkur stykki. „Hún er í anda Bobs Dylan en smella undir hálstauinu þrýstir því upp. Hana fékk ég í Herrafataverzlun Kor-máks og Skjaldar ásamt hnepptu peysunni yfir. Slaufan finnst mér síðan mjög skemmtileg en húnúr plexi l undurfögur og tvímælalaust ein af mínum uppáhaldsflíkum.“ Guðmundur segist hrifinn af aðsniðnum fötum og á til að mynda nokkur aðsniðin ítölsk jakkaföt„Fötin eru eins Herralegur í konusláGuðmundur Jörundsson hikar ekki við að ganga í kvenmannsslá þótt honum sé strítt. Hann hefur til- einkað sér herralegan stíl en er opinn fyrir flest öllu öðru en stimpluðum hettupeysum. Guðmundur skilur vel að yfirmenn hans stríði honum á kvenmannsslánni en lætur það þó ekkert á sig fá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LEIKFÖNG eins og bangsar og tuskudúkkur getur verið skemmti- legt að geyma á snúru í barnaherberginu. Snúran er þá þrædd í gegnum fjöðuraugað á klemmunum svo þær detti ekki af henni þegar litlir fingur reyna að festa leikföngin. Snúruna má síðan hengja yfir barnarúmið eða annars staðar í herberginu, í hæð sem hentar barninu. KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR 73261 51052 Lir: Svart Stærðir: 22-30 Snowride 17533 00101 Lir: Svart Stærðir: 36-42 Cloud 70381 50620 Lir: Rau Stærðir: 20-28 Track Uno 49464 00101 Lir: Svart Stærðir: 41-47 Stream FIMMTUDAGS TILBOÐ 10.995 8.495 10.995 8.495 19.980 15.995 20.995 15.995 Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 2. október 2008 — 268. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Núna þarftu aðeins að sofa í 2 nætur þar til við opnum í Grafarvogi Korputorg 112 REYKJAVÍK HANDBOLTI Ólafur Stefánsson mun ekki gefa kost á sér í næstu verkefni hand- boltalandsliðsins. „Ég þarf smá tíma til að hugsa málin og svo kemur kannski upp hungur aftur sem er ekki til staðar núna. Ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið en hann útilokar ekki að snúa aftur í landsliðið síðar. „Ég mun ekki gefa kost á mér fram í janúar. Svo kemur bara í ljós hvað ég geri þá. Þessi ákvörðun mín lokar þó vonandi engu með framhaldið,“ sagði Ólafur Stefánsson. - hbg / nánar á síðu 48 Áfall fyrir handboltalandsliðið: Ólafur gefur ekki kost á sér ÓLAFUR STEFÁNSSON Pönkarar móðgast líka Hinn lóðrétti línudans auglýsinga- bransans er þema Fítonblaðsins. TILVERA 17 GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON Opinn fyrir flestöllu öðru en hettupeysum • tíska • heilsa • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Laganemar sam- einast að nýju Elsa Ísland, félag laganema, hefur verið endurvakið og er opið laga- nemum úr öllum háskólum landsins. TÍMAMÓT 34 EFNAHAGSMÁL Davíð Oddsson, for- maður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, hefur viðrað þá skoðun sína að minnsta kosti tvisvar síð- ustu daga, að ástandið í íslenskum efnahagsmálum sé orðið svo alvarlegt að hafi einhvern tíma verið ástæða til að koma saman þjóðstjórn hér á landi sé það nú. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að Davíð hafi látið þessi ummæli falla að minnsta kosti tvívegis nú í vik- unni. Í fyrra sinnið lét hann þessi orð falla á sérstökum aukafundi í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem kynnt var sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Seðlabank- ans að þjóðnýta Glitni og leggja honum til nýtt hlutafé. Seinna skiptið var á ríkisstjórn- arfundi á þriðjudag, þar sem seðlabankastjóri var mættur sem gestur til að skýra ríkisstjórn frá stöðu mála frá sjónarhóli Seðla- bankans. Þjóðstjórn er ríkisstjórn, sem mynduð er með aðild flestra eða allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á löggjafarþinginu. Slík stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi, 17. apríl 1939, með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks. - bih Viðrar hugmynd um þjóðstjórn Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, hefur sagt rík- isstjórn og bankaráði að ástandið í efnahagsmálum sé svo alvarlegt að hafi einhvern tíma verið ástæða til að koma saman þjóðstjórn hér á landi sé það nú. SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN 2008 Allar helstu nýjungar á sviði sjávarútvegs Sérblað um Íslensku sjávarútvegssýninguna FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið BJART SYÐRA Framan af degi verður stíf norðanátt við austur- ströndina annars hægur. Él norðan til og austan en bjart með köflum syðra. Hætt við snjómuggu við suðvesturhornið í kvöld. VEÐUR 4 0 -2 -1 1 1 EFNAHAGSMÁL Greiningardeild Kaupþings átelur í nýrri hagspá bæði aðgerðir og aðgerðaleysi Seðlabankans, og varar við því að beðið verði of lengi með vaxtalækkun. Stýrivextir Seðlabankans hafi hætt að bíta á gengi krónunnar fyrir hálfu ári, en séu farnir að bíta í atvinnulíf þjóðarinnar. Stjórn Seðlabankans virðist hins vegar telja lækkun geta komið niður á trúverðugleika Seðlabankans. Því sé hætta á að vaxtalækkunarferlið verði tafið óþarf- lega. Afleiðingin geti orðið dýpri efnahagslægð á næsta ári en ella hefði orðið. Gengi krónunnar féll um þrjú prósent í gær og og hefur aldrei verið lægra. Stórir erlendir bankar eru hættir að versla með íslenskar krónur. „Krónan er orðin eins og geislavirkur úrgangur sem allir forðast að koma nálægt,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, um gengisfall krónunnar. „Það hafa engir innlendir aðilar góð spil á hendi sem stendur en hugsanlega er hægt að fá neyðarað- stoð frá erlendum seðlabönkum eða Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Slík aðstoð þyrfti þó að vera mjög mikil til að hún dygði,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Slík aðstoð þyrfti að nema nokkrum milljörðum evra en það virðist vera of seint að leita annað eftir lánum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir krónuna komna langt niður fyrir það sem hægt sé að tala um eðlilegt eða jafnvægisgengi. Það hljóti að koma að leiðréttingu. Aðspurður segir hann ekki koma til greina að læsa genginu. Fréttablaðið óskaði viðbragða frá Seðlabankan- um. Þau fengust ekki, en menn sögðust vera „á vaktinni“. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 57 milljarða króna halla. Þjóðhagsspá var kynnt í gær. Samkvæmt henni mun atvinnuleysi, sem nú mælist 1,7 prósent, verða 3,8 prósent árið 2010. - ikh, msh / sjá síðu 4, 6, 24 og 26 Greiningardeild Kaupþings átelur aðgerðir og aðgerðaleysi Seðlabankans: Telur að lækka þurfi stýrivexti Meistaradeild Evrópu Robbie Keane opnaði marka- reikning sinn fyrir Liverpool. ÍÞRÓTTIR 50 BANKAMENN Á KVÖLDFUNDI Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson stjórnarformaður funduðu með Geir H. Haarde forsætisráðherra seint í gærkvöldi. Sigurður var nýkominn til landsins og sagði hann það útskýra fundartím- ann. Alvarleg staða efnahagsmála var rædd á fundinum og þjóðnýting Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Sigurður Einars- son, stjórnarformaður Kaup- þings, og Hreiðar Már Sigurðs- son forstjóri áttu klukkustundar langan fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra í Stjórnarráðinu seint í gær- kvöldi. „Við vorum að greina ráðherra frá því hvernig við lítum á ástandið hér heima og á erlendum fjármálamörkuðum,“ sagði Sigurður að fundinum loknum. Þjóðnýting ríkisins á Glitni var rædd á fundinum. „Kaupþing kemur ekki að því máli sérstaklega, þetta er aðgerð sem stjórnvöld standa að ásamt Seðlabankanum.“ Aðspurðir um tímasetningu fundarins sagðist Sigurður vera nýkominn til landsins og vildi hann ráðfæra sig við forsætis- ráðherra um þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í efnahags- málum hér á landi sem fyrst. „Ráðherra er vinnusamur og gaf okkur kost á fundi þótt langt sé liðið á dag.“ - shá Kvöldfundur í Stjórnarráðinu: Kaupþingsmenn funda með Geir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.