Fréttablaðið - 02.10.2008, Page 2

Fréttablaðið - 02.10.2008, Page 2
2 2. október 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Börn hér á landi, á aldrinum 11 til 13 ára, hafa orðið uppvís að því að nota svæsnar klámmyndir til að áreita og leggja önnur börn í einelti á netinu. Nokkur mál þessa eðlis hafa bor- ist til kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Þetta einelti og áreiti fer fram með þeim hætti að farið er inn á svæsnar klámsíður á netinu. Þær eru þannig gerðar að þeir sem fara þar inn geta sett nafn inn á viðkomandi síðu. Síðan er valin einhver klámmynd sem barnið tengir við nafn þess sem verið er að áreita og tengir með þeim hætti þolandann. Síðan eru myndirnar sendar á milli sem skjal eða við- hengi á spjallrásunum á netinu, þannig að margir geta séð mynd- irnar og nafn þess sem er verið að áreita. Gjarnan fylgir með í skjal- inu að þetta sé vefsíða barnsins sem myndirnar eru merktar og því bætt við að það sé á kafi í klámi ásamt öðrum rætnum athugasemdum. „Þetta eru ljótar klámmyndir sem þau eru að senda á milli sín,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar. Hann segir að myndirnar spanni alla þá flóru sem sé að finna á svæsnum klámsíðum. „Þarna er verið að tengja barn- ið við alls konar óþverra og dóna- skap og ná sér þannig niður á við- komandi,“ segir Björgvin. „Þetta getur verið ótrúlega rætið og and- styggilegt,“ bætir hann við. „Við höfum verið að vinna í þessu nú síðustu daga.“ Þessi aðferð sem börn eru farin að nota til að áreita jafnaldra sína barst inn á borð kynferðisbrota- deildar eftir að foreldri eins fórn- arlambs hafði kært athæfið til lögreglu. Það mál snertir allmörg börn sem hafa verið bendluð við klámsíður á netinu. „Þetta er barnaverndarmál og hefur verið unnið í samráði og samvinnu við barnaverndarnefnd- um,“ segir Björgvin. „En þetta er það alvarlegs eðlis að ekki verður hjá því komist að lögreglan fari inn í það. Við höfum þurft að rann- saka tölvur og MSN-samskipti. “ Hann segir það mál sem lögregl- an vinnur nú í það fimmta þessa eðlis sem komið hafi upp á skömm- um tíma. Eitt barn eða fleiri komi við sögu í hverju máli „Nauðsynlegt er að foreldrar geri börnum sínum grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera í netsamskiptum við aðra ein- staklinga,“ segir Björgvin og legg- ur áherslu á að foreldrar verði að fylgjast með því hvað börn þeirra séu að gera á netinu á hverjum ein- asta degi. jss@frettabladid.is MJÖG ALVARLEGT Umrædd eineltismál barna á netinu eru barnaverndarmál. Þau eru þó það alvarlegs eðlis að ekki verður hjá afskiptum lögreglu komist. NORDICPHOTOS/GETTY Börn nota klám- myndir til eineltis Börn á aldrinum 11 til 13 ára eru farin að iðka einelti á netinu með því að nota svæsnar klámmyndir. Kynferðisbrotadeild hefur fengið fimm mál þessa eðlis inn á sitt borð. „Ótrúlega rætið og andstyggilegt,“ segir yfirmaður deildarinnar. REYKJAVÍKURBORG Það er alveg ljóst að sparnaðartillögur verða lagðar fram í aðgerðaáætlun og fjár- hagsáætlunarvinnu þeirri sem borgin innir nú af hendi, segja heimildir blaðsins. Dregið verði úr framkvæmdum og ýmsum greiðsl- um og verið er að skoða hvort hækka eigi gjald- skrár. Allt sé undir, meðal ann- ars ellefu millj- arða króna umferðarstokkur nálægt væntan- legu tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Borgarfulltrúar meirihlutans eru á því að reynt verði að halda grunnþjónustu óbreyttri, eftir því sem við verður komið. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segist ekki geta rætt þetta, því aðstæður breytist dag frá degi og hann þurfi að ná góðri samstöðu um aðgerðirnar, meðal annars með minnihlutanum. „Við erum fyrst og fremst að fylgjast með því sem er að gerast. En allir verða að fara að gæta aðhalds í rekstri, það er bara þannig,“ segir hann. Upphaflega átti að kynna sex mánaða uppgjör- ið og aðgerðaáætlunina í gær, en því var frestað fram í næstu viku, meðal annars vegna þess að kynn- ingin hefði fallið í skuggann af bankaumræðu og fjárlögum, sem voru kynnt í gær. - kóþ Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar og aðgerðaáætlun bíður næstu viku: Rætt um að fresta stokknum ÓSKAR BERGS- SON VEÐUR Fólk vaknaði víða við hvíta jörð norðan- og austanlands en eftir því sem leið á daginn breyttist snjókoman víðast hvar í slyddu eða rigningu. Á Ísafirði snjóaði í byggð en þó hélst vart snjór á jörðu en fjöll voru hvít niður í miðjar hlíðar. Á morgun er útlit fyrir svipað veður nema það verður heldur svalara. Líklega mun því landið fara víðar undir hvítan feld en gerðist í gær. Veturinn lætur því almanakið greinilega ekki segja sér fyrir verkum en samkvæmt því á hann ekki að koma fyrr en 25. október. - jse Kólnar á landinu: Jörð kemst í hvítan feld FRÁ ÍSAFIRÐI Fjöll voru hvít niður í hlíðar víða á Vestfjörðum í gær. MYND/VERNHARÐUR JÓSEFSSON EFNAHAGSMÁL Hluthafar í Glitni koma saman annan laugardag til að ræða þjóðnýtingu bankans. Fundarstaður hefur ekki verið ákveðinn, en það verður tilkynnt fljótlega. Um ellefu þúsund manns eiga hlutabréf í Glitni. Tilkynnt var á mánudag að ríkið þjóðnýtti bankann og eignaðist 75 prósenta hlut. Ríkið lagði til 600 milljónir evra í nýju hlutafé, eða sem nemur 84 milljörðum króna, en hlutir annarra minnkuðu á móti. Fulltrúar stærstu hluthafa í bankanum hafa sagst ætla að reyna að koma í veg fyrir inngrip ríkisins. - ikh Hluthafafundur Glitnis: Haldinn eftir rúma viku KJARAMÁL „Þessi samningur færir okkur rúmlega sex prósenta meðaltalshækkun,“ segir Gunnar Ármannsson, formaður samninga- nefndar Læknafélagsins, um samning sem undirritaður var í gær. Samkvæmt honum hækka grunnlaun lækna um rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði auk þess sem yfirvinnugreiðslur hækka. Gildistími hans er frá 1. september og út mars á næsta ári. Gunnar telur nýja samninginn betri en þann sem læknar felldu í atkvæðagreiðslu í lok júlí. Sá samningur gerði ráð fyrir rúmlega fjögurra prósenta hækkun. „Samningurinn færir okkur það sem við fórum fram með í sumar, þegar við vildum fá sambærilegar hækkanir og önnur félög háskólamanna,“ segir Gunnar. Hann segir að enn séu grunnlaun kandídata og deildarlækna undir grunnlaunum ljós- mæðra. Hins vegar meti þau stöðuna þannig að skynsamlegra sé að gera skammtímasamning og taka upp þráðinn í næstu samningagerð. Gunnar minnir á samþykkt aðalfundar Læknafélagsins sem haldinn var um síðustu helgi þar sem félagsmenn lýstu mjög eindreg- inni afstöðu til þess að meta þyrfti nám og ábyrgð lækna með öðrum hætti en nú er gert. „Það er eitthvað sem við munum taka upp í viðræðum við ríkisvaldið og vonandi þá við eðlilegri aðstæður en nú ríkja.“ Samningurinn verður væntanlega lagður undir atkvæði lækna í næstu viku og telur Gunnar líklegt að hann verði samþykktur. „Eins og staðan er núna töldum við ekki skynsamlegt að fara út í harðar kjaradeilur. Það var mat samninganefndarinnar að þetta væri það besta í stöðunni.“ - ovd Læknar gera skammtímasamning við ríkið og hyggjast taka upp þráðinn næsta vor: Grunnlaun hækka um tuttugu þúsund SKURÐAÐGERÐ Samþykki læknar nýjan samning færir það þeim að meðaltali rúmlega sex prósenta hækkun. Karl Ágúst, ertu farinn að setja þig í takttrúboðastellingar? „Já, ég trúi á taktinn og er í takt við trúna.“ Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson verður aðstoðarmaður Arthurs Hull takttrúboða, sem útbreiðir boðskap öflugs trommu- takts í Bláfjöllum um næstu helgi. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Dregið verður úr framkvæmdum en leitast við að halda grunnþjónustu óbreyttri samkvæmt fjárhagsáætlun sem lögð verður fram í næstu viku. EFNAHAGSMÁL Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann ítrekar orð sín úr Kastljós- þætti á þriðju- dagskvöld um að samþykki stærstu hluthafa í Glitni hafi ekki verið skjalfest þegar Seðlabank- inn boðaði til blaðamannafund- ar þar sem tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Þorsteinn fullyrðir að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi boðað til fundarins án vitundar annarra starfsmanna bankans. Seðlabankinn vísaði fullyrðing- um Þorsteins á bug í tilkynningu í gærmorgun. - shá Þorsteinn M. Baldvinsson: Stendur við orð úr Kastljósþætti ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON JAPAN, AP Taro Aso, sem tók við embætti forsætisráðherra Japans í síðustu viku, hélt stefnuræðu sína í japanska þinginu í gær. Hann sagði forgangsverkefni nýrrar stjórnar að styrkja höktandi efnahag landsins. Aso hét því einnig að senda japanskan sjóher til eldsneytisfyllinga í Afganistan, því enn væru lok stríðsins gegn hryðjuverkum ekki í sjónmáli. Stöðug frammíköll voru meðan Aso flutti ræðu sína. Minna en 50 prósenta stuðningur er við nýju ríkisstjórnina, samkvæmt skoðanakönnunum. - kg Nýr forsætisráðherra Japans: Bættur efna- hagur í forgang

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.