Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.10.2008, Qupperneq 10
10 2. október 2008 FIMMTUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Stjórn Strætós bs. hafnar áskorun sveitarfélaga úti á landi um að framhaldsskólanem- endur þaðan fái fríar strætis- vagnaferðir á sama hátt og nem- endur af höfuðborgarsvæðinu. „Það stendur öllum þessum sveitarfélögum til boða að kaupa kort fyrir sína námsmenn,“ ítrek- ar Jórunn Frímannsdóttir sem á föstudag tók við formennsku í stjórn Strætós bs. Forveri Jórunnar í formann- sembættinu hjá Strætó, Ármann Kr. Ólafsson, bendir á að 300 millj- óna króna gat sé í rekstraráætlun félagsins vegna gengisfalls krón- unnar og hækkunar á eldsneytis- verði. Ef ekki væri fyrir þessa óheillaþróun hefðu rekstraráætl- anir Strætós staðist. Þess utan segir Ármann Strætó enn bera um 500 milljóna króna halla frá tíð fyrri stjórnar. Staðan sé því afar þröng að verða við óskum sveitar- stjórnarmanna utan af landi. „Þeir benda á það, sem er nú ekki alveg út í hött, að þetta fólk fær námslán úr ríkissjóði og eyði þeim hér en ekki heima hjá sér. En sveitarfélögin hérna fyrir sunnan eru mörg hver ekki aflögu- fær. Strætó á einfaldlega ekki peninga í þetta og við höfum engar forsendur til að gera þetta en við buðum þá velkomna inn í verkefnið,“ segir Ármann. Ármann útskýrir nánar að ef farið væri að vilja sveitarfélag- anna úti á landi þyrftu öll sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu sem eiga aðild að Strætó að taka þátt í að niðurgreiða fargjöldin fyrir landsbyggðarnemana. „Þá er verið að tala um að Álftanes, sem eigandi í Strætó, borgi hlut- fallslega jafnt á við Reykjavíkur- borg til að niðurgreiða fargjöld fyrir námsmenn utan af landi þótt þessir námsmenn eyði nú varla miklu fé á Álftanesi. Er það eðli- legt?“ Vegna hinnar erfiðu stöðu Strætós var rætt um það á stjórn- arfundinum á föstudag að hækka fargjöldin. „Það er algjörlega á umræðu- stigi en sjálfsagt verður einhver hækkun þótt spurning sé hversu mikil hún verður. Þetta er mál sem eigendur Strætós verða að taka ákvörðun um. Í þessu árferði verður að skoða allar slíkar hækk- anir í stærra samhengi. Það skipt- ir máli fyrir bæði verðbólguna og almenning að teknar séu vandað- ar ákvarðanir,“ segir Jórunn. gar@frettabladid.is Utanbæjarfólk fær ekki frítt í strætisvagna Stjórn Strætós bs. segir engar forsendur vera fyrir því að gefa námsmönnum utan höfuðborgarsvæð- isins frítt í vagna félagsins. Hækkanir á fargjöldum fram undan, segir nýr formaður stjórnar Strætós. JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR Stjórnarformaður Strætós boðar hækkanir á fargjöldum en segir ákvörðunina þó í höndum sveitarfélaganna sem standa að Strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Katla 1918 - 2008 Málþing um Kötlu verður haldið laugardaginn 4. október nk. í félagsheimilinu Leikskálum í Vík og hefst kl. 10:00. Dagskrá: Páll Einarsson prófessor Katla, eðli eldstöðvarinnar, gosvirkni og áhrif gosa á umhverfið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri Viðbrögð við Kötlugosi, almannavarnir. Guðrún Gísladóttir prófessor, Deanne Bird og Dale Dominey-Howes Viðhorf íbúa og ferðamanna til Kötluvár og rýmingaráætlunar. Gísli Viggósson forstöðumaður hjá Siglingastofnun. Landbrot, varnir gegn landbroti. Rögnvaldur Ólafsson forstöðumaður Stofnunar fræðasetra HÍ. Atvinnumál á landsbyggðinni, uppbygging fræðasetra Málþinginu lýkur um kl. 13:30 - Allir eru velkomnir. Málþingið er hluti af dagskrá menningarhátíðarinnar Regnbogans sem haldin verður í Vík 3. – 5. október nk. Sjá nánar á www.vik.is VIÐSKIPTI Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hefur nýskrán- ingum ökutækja og eigendaskipt- um ökutækja snarfækkað ef born- ar eru saman tölur síðasta árs. Niðurstaðan er byggð á nýskrán- ingum og eigendaskiptum öku- tækja, ekki einungis bifreiða, á fyrstu 298 dögum landsins, eða frá 1. janúar til 19. september bæði 2007 og 2008. Borið saman við árið 2007 hefur nýskráningum ökutækja fækkað um 27,8% og eigendaskiptum hefur fækkað um 16,5%. Þess má geta að í byrjun árs 2008 hafði nýskráningum fjölgað mjög og voru 46,8% fleiri en þær voru í byrjun árs 2007. Þessi áberandi samdráttur nýskráninga ökutækja og eigenda- skipta hefur þó ekki falið í sér aug- ljóslegan samdrátt í kaupum á aukabúnaði í bílinn. Samkvæmt upplýsingum frá nokkrum bílasölum höfuðborgar- svæðisins koma flestir bílar fullút- búnir og því hefur aldrei verið mikið um sölu aukahluta, þótt allt- af sé eitthvað um það. Bílasölurnar höfðu ekki tölu yfir hve mikið af aukahlutum hafði selst síðastliðið ár miðað við árið í ár en voru þó sammála um að ekki væri hægt að setja samasemmerki milli samdráttar í nýskráningum og sölu á aukahlutum í bíla. - aóv Nýskráningar og eigendaskipti ökutækja: Um 28 prósenta fækkun nýskráninga BRUNI Brunnar leifar vöruflutningabíls og lestarvagns sjást hér nýsóttir upp úr Ermarsundsgöngunum í Coquelles í N-Frakklandi í gær. Fjórtán manns slösuðust í bruna í göngunum á dög- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL „Þetta er tímabær aðgerð sem mun vonandi skila sér í lægri rekstrarkostnaði og fjölgun laugargesta, einkum og sér í lagi fjölskyldufólks,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Ráðið samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu Kjartans þess efnis að ráðast í aðgerðir til að hækka hitastigið í grunna hluta Vesturbæjarlaugarinnar, eða barnalauginni. Fréttablaðið greindi í sumar frá fjölda kvartana vegna lágs hitastigs í lauginni sem meðal annars er nýtt í sundkennslu grunnskólabarna. Að sögn Kjartans felast aðgerðirnar í því að reist verði þil úr stáli til að skilja milli grunna og djúpa hluta laugarinnar. Með þeim hætti sé unnt að stjórna hitastigi í hvorum hluta fyrir sig. „Nokkuð hefur verið um að Vesturbæingar hafi heldur kosið að sækja aðrar laugar, til dæmis sundlaug Seltjarnarness, vegna kulda í barnalauginni. Þessi aðgerð mun vonandi bæta úr því,“ segir Kjartan. Hann býst við að aðgerðirnar kosti um fjórar milljónir og vonast til að þær hefjist í vetur. Framtíðarskipulagstillögur fyrir Vesturbæj- arlaug gera ráð fyrir mikilli stækkun. Meðal annars verði byggð innisundlaug á neðri hæð og líkamsræktarstöð á efri hæð. Að sögn Kjartans verður þó einhver bið á að ráðist verði í slíkar framkvæmdir. „Það er framtíðar- verkefni sem verið er að kanna til hlítar,“ segir Kjartan Magnússon. - kg Tillaga um aðgerðir til að hækka hitastig Vesturbæjarlaugar samþykkt: Vesturbæjarlaugin verði heitari HITI Í MANNSKAPNUM Kjartan Magnússon segir Vestur- bæjarlaugina hafa staðist tímans tönn að flestu leyti. Þó séu tilvonandi aðgerðir mjög tímabærar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ERLENDIR NEMAR Erlendir nemar á höfuðborgar- svæðinu verða að eiga lögheim- ili í þeim sveitarfélögum sem standa að nemakortunum til að fá ókeypis nemakort í strætó. Skráning þeirra í utangarðsskrá er ekki nægileg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Áður hafði verið talið að þeir erlendu nemar sem skráðir eru á svokallaða „utangarðsskrá“ ættu lögheimili hér á landi og gætu því sótt um nemakortið. Þetta reyndist rangt. Reglur Strætós eru skýrar: Einungis þeir sem eiga lögheimili á höfuðborgarsvæðinu að Garðabæ undanskildum geta sótt um nemakort. - ghs DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra dæmdi á föstudag karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta konu við skemmtistað- inn Sjallan á Akureyri í maí síðastliðnum. Maðurinn játaði að hafa slegið konuna þungu höggi í andlitið en svæfa þurfti konuna til að rétta nefbrotið auk þess sem hún hlaut nokkurt mar undir augum. Maðurinn lýsti fyrir dómi og við skýrslutöku að konan hefði fyrr um kvöldið slegið hann marg- sinnis í höfuðið og hótað honum og unnustu hans öllu illu. Skömmu síðar hafi þau hist aftur og konan þá rekið hnéð í klofið á honum og hann því slegið hana. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingarinnar. - ovd Játaði að hafa slegið konu: Nefbraut fyrir spark í klof
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.