Fréttablaðið - 02.10.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 02.10.2008, Síða 16
16 2. október 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Íslensk mold hefur öll orðið til á undanförn- um 9.000- 10.000 árum. Mold köllum við brúna og frjósamasta hluta jarð- vegarins, en jarðvegur er í raun öll laus jarðlög sem gróður getur fest rætur í. Íslenska moldin er úr þremur aðalþáttum (1) Áfoki, (2) leifum jurta og dýra og (3) efnum sem vatn leysir úr berggrunninum og jarðvegskornunum. Mest er um áfokið en minnst er af efnun- um úr berggrunninum og jarð- vegskornunum. Mold er að finna í móajarðvegi og í mýrarjarðvegi og er þar að finna gróðursælustu svæði landsins. NÁTTÚRAN: ÍSLENSKA MOLDIN „Af mér er mjög fínt að frétta. Ég var fyrir stuttu að ljúka við blað sem skrifað var fyrir Götusmiðj- una sem kemur út á næstunni. Í því eru viðtöl við Pál Óskar og Jóhannes í Bónus og fullt af öðru áhugaverðu efni,“ segir Jakobína Davíðs- dóttir, blaðamaður og leiðsögumaður. „Í sumar var ég að „gæda“ á fullu en sú törn er búin í bili fyrir utan að ég á eftir fjögurra daga hvataferð með sextíu unga Spánverja sem eiga það sameiginlegt að koma að markaðs- málum orkudrykkjarins Burn og hafa haft mestar áhyggjur af því að geta ekki djammað nóg í ferðinni,“ segir Jakobína sem býst við miklu stuði í ferðinni með Spánverjunum ungu. „Svo er ég náttúrlega að velta því fyrir mér eins og aðrir hvað sé eiginlega að gerast í þessu landi. Það fer hrollur um mig þegar ég heyri fréttir og mér líst ekkert á hvert þetta stefnir. Ekki getur maður losnað svo glatt undan þessu með því að ferðast þar sem gjald- miðlar eru orðnir svo rosalega dýrir. Ég hugsa stundum um það að fyrir um það bil fjórum árum tók ég viðtal við forstjóra stoðtækja- framleiðandans Össurar sem var þá farinn að viðra hugmyndir sínar um að gera upp í evrum eða jafnvel farinn að gera upp í þeim gjaldmiðli þar sem honum þóttu teikn á lofti um krónuna of uggvænleg. Umræðan var farin af stað og ég skil ekki hvers vegna ekki var brugðist við henni þá. Ég leyfi mér samt að dreyma um að setj- ast að á Taílandi og opna þar bar við ströndina og ganga um berfætt í sandinum laus undan áhyggjum af gjaldmiðlum og atvinnuástandi.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JAKOBÍNA DAVÍÐSDÓTTIR, BLAÐA- OG LEIÐSÖGUMAÐUR Götusmiðjan og spænskir stuðboltar Skiljanlega, kannski? „Erlendir lántakendur líta á íslenska ríkið og íslensku bankana sem eina heild.“ PÉTUR BLÖNDAL, FORMAÐUR EFNA- HAGS- OG SKATTANEFNDAR, UM AÐ ÍSLENSKA RÍKIÐ HAFI NÝLEGA TEKIÐ ERLENT LÁN MEÐ ÞEIM AFLEIÐING- UM AÐ GLITNIR MISSTI AF LÁNI FRÁ ERLENDA BANKANUM. Fréttablaðið, 1. október Bjartsýnin blívur „Við erum ekki búin að fá erindið afgreitt en setjum stefnuna á að komast af stað með uppbygginguna á næsta ári og að þetta fari allt upp í einu lagi.“ HANNA G. BENEDIKTSDÓTTIR FJÁRMÁLASTJÓRI ÆTLAR AÐ REISA SJÖ HÆÐA HÓTEL VIÐ LAUGAVEG Í TÍÐ NÚVERANDI MEIRIHLUTA. Fréttablaðið, 1. október „Þetta byrjaði svona almennt í haust en síðan hefur mikið gengið á og núna er þetta orðið meira markvisst af því að það eru allir með þetta bölsýnistal,“ segir séra Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, um kyrrð- arstundir sem haldnar eru í kirkj- unni klukkan átta á miðvikudags- morgnum. Þórhallur segir messurnar vera ágætar til að vega upp á móti svartsýnistali í þjóðfélaginu í dag og lyfta andanum. „Ég tek fyrir þætti eins og hvernig menn geti aukið jákvæðni, bjartsýni, and- legan styrk og látið sér líða betur í samfélagi við aðra,“ segir Þór- hallur. Hann segir þema þessara mið- vikudagsmessna vera tíu leiðir til að lifa lífinu lifandi. „Við tökum fyrir eitt þema í hverri messu. Í gærmorgun var hugleiðing um hvernig við getum styrkt okkur andlega. Í síðustu viku fjölluðum við um bjartsýni og svo var ein stund um hláturinn, hvernig hann getur hjálpað okkur. Þetta er allt út af þessu sama, að lifa lífinu lif- andi og síðan er messan umgjörð- in um kring.“ Sérstakt messuform er viðhaft á miðvikudagsmessunum en það kallast gregorísk messa. „Þetta er gamalt klassískt messuform. Það er ekki leikið á hljóðfæri heldur er bara sungið og við erum með sönghóp sem heitir Lux aet- erna sem fer fyrir söngnum. Þannig að við erum að skapa kósí stund fyrir fólk í morgunsárið.“ - ovd Gregorískar messur á miðvikudagsmorgnum í Hafnarfjarðarkirkju: Messað gegn bölsýnistali SÉRA ÞÓRHALLUR HEIMISSON Landssöfnun 4. október 2008 Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhús- stjóri er umvafin drama og draum- kenndum heimi í starfi sínu og á því ekki langt að sækja líkingarmálið þegar hún er spurð um efnahags- ástandið. „Fyrir utan hina beinhörðu og harkalegu dramatík síðustu daga, krónupening sem fellur hraðar en laufið af trjánum og skuldasúpu sem vellur upp úr öllum pottum, fer ekki hjá því að atburðarásin minni meira á leikhús en nokkuð annað. Blóðbaðið á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins þessa dagana, þar sem Macbeth og lafðin brugga gestum sínum lævís banaráð, er ótrúlega nærtæk samlíking, að minnsta kosti ef atburðarásin á bak við tjöldin er eitthvað nálægt því sem menn geta sér til um.“ SJÓNARHÓLL ÁSTANDIÐ Á FJÁRMÁLAMARKAÐI Minnir helst á Blóðbaðið TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Þjóðleikhússtjóri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.