Fréttablaðið - 02.10.2008, Page 24

Fréttablaðið - 02.10.2008, Page 24
24 2. október 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,32 -0,79% ... Atorka 4,56 -0,44% ... Bakkavör 19,95 -6,34% ... Eimskipafélagið 4,00 +0,00% ... Exista 5,35 -10,83% ... Glitnir 4,67 +2,64% ... Icelandair Group 18,30 -2,40% ... Kaupþing 687,00 -0,72% ... Landsbankinn 20,00 +1,96% ... Marel Food Systems 86,20 -2,16% ... SPRON 2,65 +1,15% ... Straumur-Burðarás 7,82 -6,35% ... Össur 92,40 -1,49% MESTA HÆKKUN GLITNIR +2,64% FØROYA BANKI +1,19% SPRON +1,15% MESTA LÆKKUN EXISTA -10,83% STRAUMUR-BÁ. -6,35% BAKKAVÖR -6,34% Dósamatur í kreppunni Eitt fyrirtæki í S&P 500 vísitölunni amerísku hækk- ar meðan öll önnur hríðfalla, að því er Bloomberg viðskiptafréttaveitan greinir frá. Þetta eru bréf í dósasúpufyritækinu Campbell sem standa svona vel á meðan vísitalan náði niðursveiflu sem ekki hefur verið viðlíka síðan í miklu falli á haustdög- um 1987. Þeir sem enn geta gantast vestra hafa í flimtingum að augljóst kreppumerki sé þegar fólk er tekið að hamstra dósamat en það skýri hækkun Campbell-súpufyrirtækisins. Vissi heimastjórnin? Óhætt er að segja að þjóðnýtingin á Glitni hafi komið fólki í opna skjöldu, ekki aðeins hluthöfunum heldur almenningi öllum. Leynifundir í Seðla- bankanum seint á sunnudagskvöld með fulltrúum allra stjórnmálaflokka og ráðherrum í ríkisstjórn voru haldnir, en út sneru menn aftur af þeim fundum þöglir sem gröfin. Enginn hafði hugmynd um hvað var í aðsigi, eða hvað? Íbúar á netsamfé- laginu Facebook spyrja sig nú hvort eitthvað hafi verið farið að leka út fyrr á sunnudagskvöld og þá til hverra, því svo merkilega vill til að Andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, skrifaði þessa athugasemd á síðuna kl. 22.15 á sunnudagskvöldið: „Andrés myndi selja hlutabréfin sín í Glitni NÚNA.“ Hvernig skyldi standa á því að Andrés, sem af mörgum er talinn tilheyra svoköll- uðum heimastjórnararmi Sjálfstæðisflokksins, bjó yfir þessum upplýsingum á þessum tímapunkti? Ekki vissi pólitíkin þá neitt, ekki hluthafar í Glitni og hvað þá almenningur í land- inu. En heimastjórnin vissi … Peningaskápurinn … GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.168 3.329 -1,97% Velta: 13.858 milljónir 202,8 +3,21% Kommóður á tilboði w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 kr. 21.800 kr. 14.900 kr. 10.900 kr. 15.900 Gengisfall krónunnar stöðvast á næstu mánuðum og gengur til baka á fyrri hluta næsta árs. Verðbólga fer niður í kjölfarið. Enginn hagvöxtur fram til 2010, segir í nýrri hagspá grein- ingardeildar Kaupþings. Krónan nær brátt lágmarki og styrkist á ný, samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Kaupþings. Gengisvísitalan verði að meðaltali um 180 stig á fjórða ársfjórðungi, styrkist á fyrri hluta næsta árs og verðbólgan muni hjaðna í kjölfar- ið. „Mjög erfitt er að spá við þessar aðstæður,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar- innar. Hann kynnti skýrsluna „Efnahagshorfur að hausti“ í gær. Ásgeir vísar meðal annars til sögu- legs hruns krónunnar og ókyrrðar á fjármálamörkuðum og í banka- heimi bæði hér á landi og erlend- is. „Þegar krónan er snúin, þá er verðbólgan búin [...] Aflvaki verð- bólgunnar undanfarna mánuði hefur hins vegar verið gegndar- laus veiking krónunnar og hækk- un eldsneytisverðs. Um leið og krónan staðnæmist eða tekur að styrkjast verður því fátt sem ýtir undir hækkandi verðlag og viðbú- ið að verðbólga taki að hjaðna hratt,“ segir meðal annars í skýrslu greiningardeildarinnar. Ásgeir leggur áherslu á mikil- vægi þess að Seðlabankinn hefji stýrivaxtalækkun sem fyrst. „Ég sé ekki þessa þenslu sem háir vextir eiga að bíta á,“ segir hann og kveður vaxtastefnu Seðlabank- ans hafa hætt að hafa áhrif á gengi krónunnar fyrir hálfu ári síðan. Hins vegar bíti vextirnir efna- hagslífið, og að fjármálakerfið þoli þá ekki til langframa. Ásgeir segir engan hagvöxt fyr- irsjáanlegan fram til ársins 2010, en ef rétt sé haldið á spilunum tak- ist Íslendingum að sigla hjá veru- legum samdrætti þjóðartekna á næstu árum. Seðlabankinn megi því ekki bíða of lengi með vaxta- lækkun, því þá muni þeir dýpka fyrirséða niðursveiflu. Ásgeir tekur fram að allar spár Kaupþings byggist á því að það þiðni bráðlega á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum og að mjög erfitt væri að segja til um hver þróunin yrði ef ekki færi að birta til. „Reynslan sýnir þó að markaðir eru oft fljótir að taka við sér þegar versta örvæntingin rennur af mönnum.“ msh@markadurinn.is VERÐBRÉFASALAR HJÁ KAUPÞINGI Ný hagspá Kaupþings byggist á því að þiðna taki á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Krónan er sögð verða veik fram á fyrri hluta næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Krónan við lægsta gildi „Krónan er orðin eins og geisla- virkur úrgangur sem allir forðast að koma nálægt,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, um gengisfall krónunnar. Gengi krónunnar féll um þrjú prósent í gær og fór gengisvísital- an í fyrsta sinn yfir 200 stig. Loka- gildi hennar í gær var 202,8 stig. Bandaríkjadalur hefur aldrei kost- að jafn mikið og gengi annarra gjaldmiðla gagnvart krónunni hefur aldrei verið hærra. Erlendir bankar, eins og Saxo banki, UBS og Royal Bank of Scot- land hafa hætt öllum viðskiptum með íslensku krónuna, eftir því sem næst verður komist. Gylfi Magnússon dósent segir að ríkisstjórn og Seðlabanki eigi engin góð úrræði nú. Gjaldeyris- varasjóðurinn sé það lítill að ekki sé hættandi á að nota hluta hans til að styrkja krónuna. „Rýrnun forð- ans vegna slíks inngrips myndi bara gera illt verra,“ segir Gylfi. Þá drægi enn frekar úr trú á að Seðlabankinn geti brugðist við eftir það. „Það hafa engir innlendir aðilar góð spil á hendi sem stendur en hugsanlega er hægt að fá neyðar- aðstoð frá erlendum seðlabönkum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Slík aðstoð þyrfti þó að vera mjög mikil til að hún dygði,“ segir Gylfi. Slík aðstoð þyrfti að nema nokkr- um milljörðum evra en það virðist vera of seint að leita annað eftir lánum. Þórólfur Matthíasson bendir á að yfirlýsingar stjórnenda um fjárhagslegan styrk bankanna hafi verið studdar með áliti eftirlits- stofnana eins og Fjármálaeftirlits- ins. „Ein afleiðing atburða helgar- innar gæti verið sú að fjárfestar treysti ekki lengur yfirlýsingum íslenskra eftirlitsstofnana og forð- ist íslenska pappíra af þeim sökum.“ - ikh Þurfum alþjóðlega neyðaraðstoð GYLFI MAGNÚSSON ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON „Við seljum þetta á 380 milljónir evra. Þessi viðskipti mynda hvorki verulegan söluhagnað né tap,“ segir Sigurjón Árnason, banka- stjóri Landsbankans. Gengið var frá sölu Landsbank- ans á Landsbanki Securities, Lands- banki Kepler og stóran hlut í Merr- ion Landsbanki, í fyrrinótt. Félögin sinna ráðgjöf og verðbréfamiðlun. Straumur greiðir fyrir með 50 milljónum evra í reiðufé, nýju víkj- andi láni og útlánum. „Fyrirtækjalán eru kjarninn í þjónustu Landsbankans og með þessu erum við að skerpa fókus- inn,“ segir Sigurjón. Hann segir að Landsbankinn hafi áfram mikla starfsemi erlendis. „Hjartað í okkar erlendu starfsemi er í Lund- únum. Þar starfa 400 manns. Svo erum við með starfsemi í Finn- landi, Noregi og Hollandi, svo við gleymum ekki Lúxemborg,“ segir Sigurjón, sem bætir því við að nú styrkist eigið fé bankans. Sigurjón segir ljóst í sínum huga að Landsbankinn sé ekki að fara að sameinast Glitni. „Það gerist ekki á næstunni.“ Fall sagði á blaðamannafundi í gær að Straumi hefði boðist ein- stakt tækifæri til að auka umsvif sín og hasla sér völl í fjárfestinga- bankastarfsemi og verðbréfamiðl- un á helstu mörkuðum Evrópu. Fall sagði við Markaðinn að það væri tilviljun að hann hefði komið til landsins sama kvöld og fundur- inn var haldinn með forsætisráð- herra. Straumur næstum tvöfald- ast að stærð miðað við starfsmannafjölda við kaupin. Um tólf hundruð manns starfa nú í bankanum sem er með starfsemi í átján löndum. ingimar@markadurinn.is KAUPIN KYNNT Willam Fall, forstjóri Straums, kynnti kaup á hluta starfsemi Landsbankans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsbankinn fer út á sléttu Landsbankinn selur mikið af erlendri starfsemi til Straums fyrir 55 milljarða króna. Sameining við Glitni ekki á dagskrá, segir bankastjóri Landsbankans. Paul Krugman, hagfræðingur og dálkahöfundur New York Times, bendir á að hlutfallslega sé aðgerð Seðlabanka Íslands mun stærri en björgunaraðgerðir þær sem banda- rísk stjórnvöld ráðgeri. Hann fjall- ar á bloggsíðu sinni um yfirtöku ríkisins á Glitni og reiknast til að þjóðnýting Glitnis jafngildi 850 milljarða dollara aðgerð vestra. Krugman segist mjög hrifinn af því hvernig íslensk stjórnvöld hafi kosið að koma bankakerfinu til bjargar. Krugman og margir bandarískir vinstrimenn hafa ein- mitt talað fyrir því að stjórnvöld þar taki beinan eignarhlut í þeim fjármálastofnunum sem fá aðstoð hins opinbera. - msh Hrifinn af þjóð- nýtingu Glitnis 0,5 0,7 0,9 1,1 1. okt ´081. okt ´07 1,02 kr. Japanskt Jen 90 70 50 1. okt ´081. okt ´07 Svissneskur franki 96,68 kr. 1. okt ´081. okt ´07 100 80 60 40 Bandaríkjadalur 107,9 kr. 1. okt ´081. okt ´07 20 15 10 Dönsk króna 20,46 kr. 1. okt ´081. okt ´07 200 150 100 192,5 kr. Sterlingspund 150 100 50 1. okt ´07 1. okt ´08 Evran 152,6 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.