Fréttablaðið - 02.10.2008, Side 34

Fréttablaðið - 02.10.2008, Side 34
Þegar nauðsynlegt er að horfa í hverja krónu má gleðjast yfir því að breytingar þurfa ekki endilega að kalla á mikil fjárútlát og vesen. Hægt er að breyta merkilega miklu með einföldum ráðum og smá hugmyndaflugi. hrefna@frettabladid.is Vopnuð hugmyndaflugi Þessa dagana herða margir sultarólina og endurskoða útgjöld sín og eyðslu. Þrátt fyrir það þarfnast heimili viðhalds og stundum þarfnast sálartetrið smá breytinga á nánasta umhverfi. Gömlu tréhúsgögnin lifna við þegar þau eru pússuð og máluð upp á nýtt. NORDICPHOTOS/GETTY Gamlir lampar verða sem nýir þegar skipt er um skerm. NORDICPHOTOS/GETTY Gervigras er sniðugur valkostur þegar velja á gólfefni og með því má færa náttúruna inn í híbýlin. Hér hefur einnig verið brugðið á leik með veggfóðursmynd. NORDICPHOTOS/GETTY Hurðir breyta um svip þegar skipt er um hurðar- húna. Hinir flippuðu geta haft gaman af því að hafa ekki alla hurðarhúnana eins. Þessi forláta hurðarhúnn fæst í versluninni Brynju á Laugavegi og hentar vel þegar verið er að gera upp eldri hús eða til að ná fram rómantískri stemningu. Auðvelt er að gjörbreyta húsgögnum og innréttingum með málningu en auk þess getur komið vel út að skipta um höldur sem fást í ýmsum stærðum og gerðum. Það er um að gera að hugsa út fyrir rammann þegar hugað er að breyting- um. Gamla baðkarið getur auðveldlega fengið nýtt hlutverk sem framúrstefnu- legt sófasett. NORDICPHOTOS/GETTY Einföld og skotheld leið til breytinga er að mála. Hér má glögglega sjá hvernig smá málning getur gjörbreytt vistarver- um. „Flo“ frá Boon Inc. gerir baðtímann ekki bara skemmtilegri fyrir barnið, heldur líka auðveldari fyrir foreldrana. Þetta einstaka tæki beinir vatninu úr krananum í lítinn foss, og gegnir líka því hlutverki að vernda barnið gegn meiðslum með því að smella ofan á vatnskranann. „Flo“ er einnig hægt að fylla með freyðibaði og virkar sem sjálfvirkur freyðibað-skammt- ari. Það er hægt að kaupa „flo“ á vefsíðu Boon Inc., www. booninc. com. - aóv Foss í freyðibaðinu Tilvalið til að gera baðtímann skemmtilegri. EFTIR FYRIR DÚKAR taka síður í sig brot ef þeir eru geymdir á tvöföldu herðatré en samanbrotnir ofan í skúffu. Ekki er gaman að þurfa að byrja á því að strauja dúkana aftur þegar á að fara að nota þá.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.