Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2008, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 02.10.2008, Qupperneq 50
38 2. október 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Ef aðeins er tekið mið af aðsóknartölum má ætla að löngu hafi verið orðið tímabært að setja upp veglega yfirlitssýningu á verkum Braga Ásgeirssonar, en aðsókn á sýningu hans á Kjarvalsstöðum hefur farið fram úr björtustu vonum. Gestafjöldi frá því að sýningin var opnuð 13. september síðastliðinn er á sjöunda þús- und og hátt á annað hundrað bóka um listamanninn hafa selst. Að auki hafa skipu- lagðar leiðsagnir verið afar vel sóttar af gestum á öllum aldri. Þá hefur það komið gestum skemmtilega á óvart hve listamaðurinn er iðinn við að venja komur sínar á Kjarvalsstaði og eiga orðastað við þá. Bragi hefur líka staðið vaktina við að árita bókina Augnasinfóníu sem fjallar um líf hans og list, en síðastlið- inn sunnudag myndaðist löng biðröð við áritunarborð- ið. Bragi mun árita bók sína síðar á sýningartímabilinu og verður það þá kynnt sérstaklega. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir ýmsum viðburðum tengdum sýningunni. Um nýliðna helgi var Sigurlaug Ragnarsdóttir til að mynda með leiðsögn um sýninguna en Sigurlaug hefur unnið ötullega með Braga og sýningarstjóra sýningar- innar, Þóroddi Bjarnasyni. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10-17. Góð aðsókn að Braga Sýning á verkum eftir þá Sigurjón Ólafsson og Þor- vald Skúlason verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, nú á laugardag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Tveir módernistar. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Listasafni Háskóla Íslands og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og eru safnstjórar þessara safna, þær Auður A. Ólafsdóttir og Birg- itta Spur, jafnframt sýningarstjór- ar sýningarinnar í Hafnarborg. Að sögn Birgittu var hvatinn að baki sýningunni hundrað ára fæðingar- afmæli Sigurjóns nú í ár. „Okkur langaði til að heiðra þessi tímamót með einhverjum hætti. Þeir Sigurjón og Þorvaldur voru svo gott sem jafnaldra og sýndu mikið saman á sínum tíma, bæði hér heima og í Danmörku, og því þótti okkur upplagt að efna til enn einnar samsýningar þeirra.“ Eins og íslenskt lista áhugafólk veit voru þeir Sigurjón Ólafsson myndhöggvari og Þorvaldur Skúla- son listmálari í hópi framsækn- ustu listamanna sinnar samtíðar og á rúmlega hálfrar aldar starfs- ferli sínum beindu þeir nýjum módernískum straumum inn í íslenska myndlist á 20. öld. Það kemur því vart á óvart að sýning- arstjórarnir höfðu módernískar forsendur að leiðarljósi við val verka á sýninguna. „Það er afar áhugavert að skoða framlag þeirra Sigurjóns og Þor- valds til módernískrar listar hér á landi,“ segir Birgitta. „Þeir höfðu um margt svipaða nálgun og svip- aðan bakgrunn, unnu til að mynda báðir með klassíska myndbygg- ingu og svipuð minni koma ítrekað fyrir í verkum þeirra, til að mynda sjómennskan. En verk þeirra eru þó jafnframt afar ólík; það er meira sprell í verkum Þorvaldar og hann hreyfir sig frjálslegar á milli efna og mótíva en Sigurjón.“ Á meðal verka á sýningunni eru sannkölluð lykilverk frá ferlum listamannanna tveggja en jafn- framt kennir nýrra grasa. Þannig koma á sýningunni í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir um eitt hundrað vinnuteikningar eftir Þor- vald. Birgitta segir sérlega ánægjulegt að geta sett saman sýningu sem býður gestum upp á að upplifa samtal á milli verka þeirra Sigurjóns og Þorvalds, ekki síst þar sem áhrifa þeirra gætir enn víða í myndlist í dag. „Ég sé áhrif Sigurjóns enn þann dag í dag, til að mynda þegar listamenn prófa sig áfram með að vinna í við og önnur efni sem hann notaði gjarn- an. Það sama mætti segja um Þor- vald og verk hans, auk þess sem hann hafði mikla ánægju af því að kenna og útskýra og hefur því vafalaust opnað augu margra fyrir nútímalist.“ Sýningin Tveir módernistar verður opnuð í Hafnarborg á laug- ardag kl. 15 og stendur til 9. nóv- ember. vigdis@frettabladid.is Tveir módernistar SIGURJÓN OG ÞORVALDUR Með áhrifameiri íslenskum myndlistarmönnum. > Ekki missa af … leikstjóraspjalli með franska rithöfundinum og leikstjóran- um Philippe Claudel, en hann situr fyrir svörum í Regnbogan- um við Hverfisgötu í kvöld að lokinni sýningu á myndinni Ég hef lengi elskað þig. Myndin er sýnd á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og segir frá sambandi tveggja systra sem þurfa að gera upp fortíð sína. Sýningin hefst kl. 19.30. Kl. 16 Pallborðsumræður um veggjakrot fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á milli kl. 16 og 18. Umræðurnar eru á vegum Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Bombaðu það! en hún fjallar einmitt um veggjakrot. Í umræðunum verður leitast við að svara áleitnum spurningum á borð við hvort veggja- krot sé sjónmengun eða list og hvort betra sé að leyfa það eða banna. Listaháskóli Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um rannsóknir í listum sem haldin verður í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu 13 á morgun og á laugardag. Á ráðstefnunni munu framsæknir lykilfyrirlesarar flytja erindi um þau mismunandi sjónarhorn sem hugmyndafræði listrannsókna byggir á ásamt því sem rætt verður um ýmis vandamál er upp koma þegar listir ryðja sér til rúms í fræða- og vísindaheiminum. Listaháskólinn vinnur nú að uppbyggingu rannsóknatengds framhaldsnáms og vill með þessum viðburði efna til líflegra rökræðna um erindi lista í fræðasamfélagið. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Dagskrá hennar hefst kl. 9 í fyrramálið en kl. 10 á laugardagsmorgun. - vþ Listir rann- sakaðar Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austur- lensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinn- ar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtek- inn á „Heyrðu mig nú!“ tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðn- ir að þörfum yngri kynslóða tón- listarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slag- verkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heims- sýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuð- um tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljóm- sveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tón- skáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleik- anna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljóm- sveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vest- anhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Val- geir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik – eða tvíleik – í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ Sinfó undir áhrifum austurs NICO MUHLY Áhugavert bandarískt tón- skáld á verk á tónleikum Sinfónínunnar í kvöld og annað kvöld. Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason Ekki missa af eldfjörugum söngleik fös. 3/10, lau 4/10 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 5/10 kl. 13 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare forsýn. fim. 2/10 uppselt frumsýn. sun 5/10 uppselt Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 5/10 þrjár sýningar, örfá sæti laus Hart í bak Jökull Jakobsson Frumsýning 17. október Örfá sæti laus á fyrstu fimm sýningarnar Tryggðu þér sæti! www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Engisprettur Biljana Srbljanovic Heillandi leikhúsveisla Aðeins þrjár sýningar eftir sun. 5/10 örfá sæti laus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.