Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 12
12 17. október 2008 FÖSTUDAGUR
BANDARÍKIN Samkvæmt netkosn-
ingu tímaritsins Economist myndi
Barack Obama vinna yfirburðasig-
ur á John McCain, ef íbúar allra
ríkja heims fengju að taka þátt í
kosningunum.
Einungis á Kúbu og í Georgíu
hefur McCain fengið atkvæði
meirihluta þeirra, sem tekið hafa
þátt í netkosningunni til þessa. Í
fáeinum ríkjum er mjótt á
mununum, en víðast hvar – einnig í
Bandaríkjunum – hefur Obama
yfirgnæfandi meirihluta.
Þótt netkosning tímaritsins sé
fremur til gamans gerð en af fullri
alvöru, þá gefur hún engu að síður
vísbendingar um afstöðu heimsins
til frambjóðendanna. - gb
Netkosning Economist:
Heimurinn kýs
Barack Obama
EVRÓPUMÁL Sænski stjórnarþing-
maðurinn Carl B. Hamilton, sem
skrifaði grein í Fréttablaðið fyrr í
vikunni þar sem
hann skorar á
Íslendinga að
ganga sem fyrst
bæði í ESB og
myntbandalag-
ið, birti á
miðvikudag
ítarlegri grein
um sama efni í
Svenska
Dagbladet.
Þar segir hann aðra eins kreppu
ekki hafa getað skollið á nema
vegna alvarlegra mistaka. Því sé
það eðlileg krafa að „hausar fjúki –
og það ekki bara í bankakerfinu“.
Vísar hann þar til ábyrgðar
Seðlabankans, FME og íslensku
ríkisstjórnarinnar. - aa
Sænsk skrif um Íslandskreppu:
Eðlileg krafa að
hausar fjúki
CARL B. HAMILTON
FERÐAMÁL Alls fóru tæplega 58
þúsund erlendir gestir frá
landinu um Leifsstöð á tímabil-
inu 1. september til 13. október
en á sama tímabili í fyrra voru
þeir um 50 þúsund.
Þetta kom fram í upplýsingum
Ferðamálastofu sem birt var í
gær. Ferðamönnum fjölgar frá
öllum svæðum nema Norður-
Ameríku. Norðurlandabúum
fjölgar um 11 prósent, Bretum
um tæp 20 prósent og Evrópu-
búum um 37 prósent. Mestu
munar um 63 prósenta aukningu
Þjóðverja og 43 prósenta
aukningu Frakka. Samdráttur er
hins vegar í brottförum Íslend-
inga. Á þessu tímabili fóru
46.600 Íslendingar úr landi en
51.376 þúsund á sama tíma í
fyrra. - kdk
Erlendum gestum fjölgar:
Íslendingar fara
minna úr landi
SVEITARSTJÓRNIR „Því var haldið
mjög á lofti gagnvart sveitarfélög-
unum að peningabréf væru mjög
örugg ávöxtun og geymsla fyrir
peninga,“ segir Ragnheiður Her-
geirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar.
Sveitarfélagið er með 350 milljónir
króna lokaðar inni í peningamark-
aðssjóði hjá Landsbankanum.
Eyþór Arnalds, oddviti minni-
hluta sjálfstæðismanna, sagðist á
bæjarráðsfundi í gær telja að brot-
ið hafi verið gegn samþykktum
bæjarráðs frá í fyrra með því að
setja andvirði hlutar Árborgar í
Hitaveitu Suðurnesja inn á mark-
aðsreikning hjá Landsbankanum í
stað þess að greiða skuldir.
„Sú ákvörðun að greiða ekki niður
skuldir en halda eftir fjármunum
að upphæð 350 milljónir inn á pen-
ingamarkaðsbréfum gengur gegn
samhljóða samþykkt bæjarráðs.
Þetta er einfaldlega staðreynd. Það
er vonandi fyrir íbúa sveitarfélags-
ins að sem mest af þessum fjármun-
um endurheimtist,“ bókaði Eyþór á
bæjarráðsfundinum í gær.
Þorvaldur Guðmundsson, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokks, sem á
aðild að meirihluta bæjarstjórnar
sagði peningamarkaðsbréfin hafa
verið rædd á fundum sem Eyþór
hafi setið í vor. „Því vekur það undr-
un að hann skuli ekki kannast við að
sveitarfélagið eigi peningamark-
aðsbréf í Landsbanka Íslands,“
bókaði Þorvaldur.
Í áðurnefndri einróma samþykkt
bæjarráðs frá í fyrra, um ráðstöfun
þeirra 730 milljóna sem Árborg
fékk fyrir sölu á sínum hlut í Hita-
veitu Suðurnesja til Geysis Green
Energy, segir að féð eigi að nýta til
uppbyggingar og til greiðslu og lág-
mörkun skulda sveitarfélagsins.
Að sögn Ragnheiðar bæjarstjóra
voru upphaflega lagðar um 730
milljónir króna inn á peningamark-
aðsreikning um mitt sumar í fyrra
og skila góðri ávöxtun. Hluti af fénu
hafi síðar verið notaður til fram-
kvæmda og skammtímaskuldir hafi
verið gerðar upp snemma á þessu
ári. Önnur lán hafi ýmist ekki verið
hagkvæmt að greiða upp eða það
hreinlega ekki verið hægt vegna
skilmála þeirra.
Ragnheiður hafnar því algerlega
að hafa unnið gegn samþykktum
bæjarráðsins. Allir bæjarráðsmenn
sem fylgst hafi með á fundum hafi
vitað um að Árborg ætti fé í pen-
ingamarkaðssjóði.
„Ef mönnum fannst þetta svona
svakalegt áttu þeir að gera vart við
það. Það eru allir að reyna að vanda
sig að fá sem mest út úr peningun-
um fyrir sveitarfélagið,“ segir bæj-
arstjórinn sem nú bíður þess að í
ljós komi hversu mikið stendur
eftir af þeim 350 milljónum sem
Árborg átti ennþá í peningamark-
aðssjóði. „Það bendir allt til að það
verði eitthvert tap en hversu mikið
vitum við auðvitað ekki ennþá.“
gar@frettabladid.is
Árborg tapar jafnvel
350 milljónum króna
Oddviti minnihlutans í Árborg gagnrýnir bæjaryfirvöld fyrir að setja 350 millj-
ónir króna í peningamarkaðsbréf en borga ekki skuldir eins og ákveðið var.
Bæjarstjórinn segist hafa greitt skuldir sem hagkvæmt hafi verið að gera upp.
RAGNHEIÐUR
HERGEIRSDÓTTIR
EYÞÓR ARNALDS
Í SVARTSENGI Um 350 milljónir króna sem eftir voru af and-
virði hlutar Árborgar í Hitaveitu Suðurnesja gætu verið gufaðar
upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HJÁLPSAMUR Íraskur piltur hjálpar
félaga sínum í heimasmíðuðum hjóla-
stól í Dora-hverfinu í Bagdad.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP