Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 19

Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Þórður Örn Kristinsson er heima- vinnandi húsfaðir meðan hann undirbýr doktorsnám. Hann er veiðimaður af lífi og sál og dug- legur í eldhúsinu. „Ég elda langoftast á mínu heim- ili. Það er ágætt skipulag hjá okkur þar sem ég elda, þríf, tek til, hugsa um börnin og konan skaffar pen- inga á meðan. Fer þá ekki á milli mála að ég er húsbóndinn.“ Þórður ólst upp við veiðar og segir það forréttindi að geta stund- að veiðiskap. „Sumir berja kúlu ofan í holu, aðrir öskra sig hása yfir boltanum en ég fer að veiða með félögunum og hundinum.“ Þórður býður lesendum upp á uppskrift að jólagæs sem hann segir alla geta eldað. „Fyrst veiði- félagar mínir geta græjað þessa uppskrift ættu allir aðrir að geta það.“ heida@frettabladid.is Veiðir frekar en að spila golf Þórður Örn Kristinsson ólst upp við veiðar með pabba sínum bæði á sjó og landi og fer reglulega á skytterí með félögunum. Hann tekur veiðarnar fram yfir golf eða að horfa á boltann í sjónvarpinu. 1 stk. ung gæs, reytt og sviðin. Salt og pipar úr kvörn. Fylling 2 stk. laukur 2 stk. epli 6 stk. döðlur 1 lúka salthnetur 1 msk. timian 1 msk. salvía (Sage) 1 msk. rósmarín 1 msk. steinselja ½ msk. sellerísalt 6-8 brauðsneiðar 50 g smjör Meðlæti 4 stórar sætar kartöflur Smjörklípa Salt Sósa er frjálst val. Knorr villibráða er fín eða bara bráðið rifsberja- hlaup. Aðrir vilja eyða öllu púðrinu í sósu- gerðina en því nennum við ekki. Gatið gæsina með gaffli og nuddið vel með salti og pipar. Sneiðið lauk og epli í litla bita og rífið brauð- ið. Bræðið smjörið og blandið saman við ásamt öllum kryddjurt- unum. Steikið á pönnu í stutta stund og troðið svo í gæsina. Lokið gæsinni með seglgarni eða tannstönglum og vefjið í álpappír. Bakað við 160 gráður í um það bil tvo tíma, ausið nokkrum sinnum yfir meðan á eldun stendur. Síðustu 20 mínúturnar er hitinn aukinn í 200 gráður og pappírinn opnaður til að fá skinnið stökkt. Kartöflurnar soðnar þar til þær eru alveg mjúkar, flysjaðar og stappaðar með smjöri, salti og örlítilli mjólk. JÓLAGÆS ÞÓRÐAR Einföld uppskrift að jólagæs FYRIR 6 Þórður Örn Kristinsson er veiðimaður af lífi og sál og mjög hrifinn af villi- bráð í matinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R LANDSMÓT Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar fer fram í Ólafsvík um helgina. Markmið mótsins er að unglingar eigi glaðar og uppbyggjandi stundir saman og að skapa vettvang fyrir ungt fólk um land allt til að skiptast á skoðunum og kynnast hvert öðru. Búist er við um 360 þátttakendum. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Verð 7.750 kr. Villibráðar- hlaðborð 16. október - 19. nóvember Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Gjafabréf Perlun nar Góð tækifæris gjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.