Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 2
2 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR TRYGGINGAMÁL Bílar sem hafa eyði- lagst í eldi á undanförnum mánuð- um eru nýrri og mun dýrari en verið hefur í sambærilegum málum á síð- ustu árum. Allt að níu milljóna króna lúxusbílar hafa orðið eldi að bráð. Þá er uppi grunur um svið- setta árekstra og eru slík mál til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta kom fram í viðtölum Frétta- blaðsins við yfirmenn tjónadeilda tryggingafélaganna Sjóvár Almennra, VÍS og Tryggingamið- stöðvarinnar. Að undanförnu hefur borið á að kviknað hafi í bílum þar sem þeir hafa staðið í bílastæði. Síðast í fyrri- nótt brann nýlega innflutturMer- cedes Benz til kaldra kola þar sem hann var í stæði í Reykjavík. „Það sem einkennir þetta ár er að eðli bílbrunanna er öðru vísi,“ segir Jóhann Jóhannsson, deildarstjóri tjónadeildar VÍS. „Það gerist alltaf öðru hvoru að það kviknar í öku- tækjum sem eru á ferð. Stundum er það af eðlilegum orsökum. En það er almennt talið óeðlilegt þegar kviknar í bílum sem standa í bíla- stæði. Það sem er einnig einkenn- andi fyrir þróunina á þessu ári er að það eru miklu dýrari bílar sem brenna núna. Í einhverjum tilvikum erum við að tala um hreina lúxus- bíla, upp á allt að átta til níu milljón- ir króna. Fjöldi þessara tjóna hefur aukist milli ára og við erum einnig að tala um breytt munstur í þessum bílabrunum, sem við sáum ekki fyrir stuttu síðan. Bótagreiðslur eru töluvert hærri heldur en verið hefur.“ Jóhann segir að heildarfjöldi brunatjónanna á þessu ári sé kom- inn á þriðja tuginn hjá VÍS. „Þessi mál eru að sjálfsögðu allt of mörg,“ segir Róbert Bjarnason, forstöðumaður ökutækjatjóna hjá Sjóvá Almennum. „Hátt hlutfall mála þar sem orsakir eru ókunnar gefur til kynna að hugsanlega megi rannsaka þau mál betur hvað eld- supptök varðar. Vissulega eru í þeim flokki mál þar sem grunur leikur á íkveikju, en rannsókn lög- reglu hefur þá ekki leitt það í ljós með óyggjandi hætti að svo sé. Sönnunarstaða í þessum málum er oftast mjög erfið. Ef grunur leikur á tryggingasvikum þá er málum vísað til frekari rannsóknar hjá lög- reglu og þeim fylgt eftir af fullum þunga af okkar hálfu.“ jss@frettabladid.is 0 5 10 15 20 25 30 TILKYNNT TJÓN VEGNA BRUNA Tölur frá Tryggingamiðstöðinni ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 8 4 4 7 6 16 13 21 25 HEIMILD: TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN STÓRI BRUNINN Stóri bílabruninn í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrra hleypti tölunni á bílbrunatjónum upp um átta stykki á því ári hjá viðkomandi tryggingafélagi sem var Sjóvá Almennar. Þar var um íkveikju að ræða. Milljóna lúxusbílar verða eldi að bráð Munstrið í bílabrunum hefur breyst á undanförnum mánuðum. Nýrri og dýr- ari lúxusbílar verða nú eldi að bráð þar sem þeir standa mannlausir í stæðum. Tryggingafélögin hafa hafið rannsókn á meintum sviðsettum árekstrum. Júlíus, er verið að berja ykkur til róbóta? „Já, já, og sigla okkur í kaf.“ Júlíus B. Benediktsson er framkvæmda- stjóri Hafmyndar, sem hannar og fram- leiðir sjálfstýrða kafbáta til rannsókna og sprengjuleitar. Fyrirtækið er á vonarvöl vegna efnahagsástandsins. BANDARÍKIN, AP Á síðustu dögunum fyrir kosningarnar vestra leggur John McCain, forsetaframbjóð- andi repúblikana, alla áherslu á að vinna atkvæði í Ohio, sem er eitt af lykil-barátturíkjunum þar sem hann verður að hafa betur en keppinauturinn úr herbúðum demókrata, Barack Obama, ef hann vill eiga möguleika á sigri í Bandaríkjunum í heild. Á kosningafundi þar í gær sagð- ist McCain kunna vel við sig í hlutverki þess sem álitinn er eiga á brattann að sækja, en skoðana- kannanir hafa sýnt Obama með nokkurt forskot í Ohio að undan- förnu. Obama hefur aukið forskot sitt í könnunum með því að minna linnulaust á tengsl McCains og stefnu hans við hinn óvinsæla frá- farandi forseta, repúblikanann George W. Bush, og stefnu hans sem flestir Bandaríkjamenn álíta eiga talsverðan hluta af sökinni á efnahagskreppunni sem skollin er á. Í nýrri könnun AP og Yahoo mælist fylgi Obama 51 prósent meðal líklegra kjósenda í Banda- ríkjunum öllum, en McCains 43 prósent. Samkvæmt könnuninni eiga þó 14 prósent mjög erfitt með að ákveða sig eða telja mögulegt að þeim snúist hugur um hvaða frambjóðanda þeir styðji þegar í kjörklefann er komið. - aa Forseta- og þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir helgina: Á brattann að sækja hjá McCain Í HAM John McCain og eiginkona hans Cindy heilsa stuðningsfólki á kosningafundi í Hanoverton í Ohio í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERSLUN „ÁTVR hefur lækkað álagninguna á Gullfoss bjórinn um sjö prósent og við höfum ákveðið að setja þá lækkun beint út í verðlagið, í stað þess að mismunur- inn verði eftir hjá okkur,“ segir Heimir Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Ölgerðar Reykjavík- ur sem framleiðir Gullfoss bjór. Ástæðan fyrir lækkun álagning- ar ÁTVR er sú að Gullfoss hefur nú bæst í hóp kjarnabjóra, sem þýðir að hann er fáanlegur til kaups í fleiri búðum en verið hefur. - kg Lækkun á einni bjórtegund: Gullfoss lækkar um sjö prósent LÖGREGLUMÁL Tveir bílar brunnu til kaldra kola á bílastæði við Leifsgötu í Reykjavík í fyrrinótt. Lögregla handtók karlmann grunaðan um verknaðinn og yfirheyrði. Slökkviliðið var kallað út vegna brunans á fjórða tímanum og slökkti eldinn. Litlu mátti muna að eldurinn bærist í nálægt hús sem farið var að hitna. Bílunum var þétt lagt og er talið að kveikt hafi verið í öðrum bílnum og eldurinn þaðan borist yfir í hinn. Annar bíllinn er nýlegur Suzuki og hinn gamall Mercedes Benz. Lögregla rannsakar málið frekar. - sh Meintur brennuvargur tekinn: Tveir bílar urðu eldi að bráð EFNAHAGSMÁL Rannsókn sem hagfræðingurinn Gauti B. Eggertsson gerði fyrir Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn árið 2003 var notuð til grundvallar stýrivaxta- lækkun í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í bandaríska við- skiptatímaritinu Forbes í gær. Bandaríski seðlabankastjórinn Ben Bernanke lækkaði stýrivexti niður í eitt prósent í fyrradag. Rannsókn Gauta, sem nú starfar við seðlabanka New York-ríkis, ber yfirskriftina „Hvernig hægt er að verjast verðhjöðnun í lausafjárþurrð“ (How to Fight Deflation in a Liquidity Trap). Rannsóknin fjallaði um Japan, en nú þykir hún eiga mjög vel við ríkjandi aðstæður vestanhafs. - aa Áhrifarík rannsókn Íslendings: Sögð grundvöll- ur vaxtalækk- unar vestra BRETLAND Geir H. Haarde forsætisráðherra varaði Gordon Brown, breskan kollega sinn, við alvarlegri stöðu íslenska fjár- málakerfisins í apríl síðastliðn- um. Þá mun Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, í apríl hafa beðið starfsmenn sína að meta hættuna sem steðjaði að íslenskum bönkum. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Telegraph. Þá er breski seðlabankinn sagður hafa hafnað beiðni Íslendinga um stuðning við krónuna, væntanlega í formi láns. Í fréttinni eru bresk yfirvöld sögð hafa hunsað viðvaranir í upphafi árs um að íslenskir bankar stæðu á brauðfótum, sem hafi leitt til þess að óvissa ríkir nú um sparifé þúsunda Breta. - sh Telegraph um Geir Haarde: Varaði Brown við strax í apríl EFNAHAGSMÁL Á fjórða tug atriða eru í samkomulag ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um efnahagsmál. Fram kemur í tilkynningu frá að í nítjánda lið samkomulagins er kveðið á um að stýrivextir verði átján prósent. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er sá liður eitthvað nálægt miðju röð aðrgerðarliða. Þar er meðal annars kveðið á um aðgerðir í peningamálum, ríkisfjármálum og um endurreisn bankakerfisins. Stjórnvöld vilja ekki veita neinar upplýsingar um væntanlegar aðgerðir á grundvelli samkomulagsins. Þau bera við trúnaði við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Tilkynnt hefur verið um ríflega tveggja milljarða Bandaríkjadala lán frá sjóðnum, eða sem nemur um 240 milljörðum króna. Fram kom í fréttum RÚV að vextir af láninu verði 4,99 prósent, sem minnki eftir því sem greitt verður af láninu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru undir- skriftir fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra á drögum til samkomulags, fyrir hönd Íslands. Utanríkisráðherra hefur rætt um „þríhliða sam- komulag“. Hermt er að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins fari yfir samningsdrögin 5. nóvember. - ikh Drög að samkomulagi ríkisins og Seðlabankans við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn: Skilyrðin eru á fjórða tuginn SAMKOMULAGIÐ KYNNT Ásmundur Stefánssona, Paul Thoms- en, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Petya Brooks greindu frá samkomulaginu við IMF. Tveir á slysadeild Tveir voru fluttir á slysadeild í gær- kvöldi eftir umferðarslys á Sæbraut, þegar vörubifreið og fólksbifreið lentu saman. Að sögn slökkviliðsins meidd- ist enginn alvarlega. LÖGREGLUMÁL EFNAHAGSMÁL Undirbúningi nýs álvers á Bakka við Húsavík hefur verið frestað. Rannsóknarboranir á Þeista- reykjum og í Kröflu sem hefjast áttu á næsta ári og kosta áttu um fjóra milljarða eru ekki lengur á dagskrá. Þá verður viljayfirlýs- ing Landsvirkjunar og Alcoa um jarðvarmavirkjunina sem knýja átti fyrirhugað álver á Bakka á Húsavík, ekki endurnýjuð um mánaðamót. Ástæðan fyrir því að áformin hafa verið slegin út af borðinu er óvissuástand á fjármálamörkuð- um. Í tilkynningu fyrirtækjanna segir þó að þau muni engu að síður hafa náið samband og samráð með það að leiðarljósi að halda verkefninu áfram þegar aðstæður leyfa. - kdk Óvissa um efnahagsmál: Álveri á Bakka verður frestað SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.