Fréttablaðið - 01.11.2008, Side 8

Fréttablaðið - 01.11.2008, Side 8
8 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR SKATTAMÁL Ríkissjóður greiddi hæstu opinberu gjöldin af lögaðil- um í Reykjavík, samkvæmt álagn- ingaskrá 2008 sem Skattstjórinn í Reykjavík lagði fram í gær. Reykja- víkurborg greiðir tæpa 5,7 millj- arða í tryggingagjald. Þá greiðir Landsbanki Íslands alls rúma 5,6 milljarða. Í þriðja sæti yfir greið- endur hæstu opinberra gjalda í Reykjavík 2008 er svo Straumur- Burðarás fjárfestingarbanki sem greiðir rúmlega 1,5 milljarða. Samtals greiða lögaðilar rúmlega sextíu milljarða í opinber gjöld. Þar af eru það 7.816 aðilar sem greiða rúmlega 34,5 milljarða í tekjuskatt og 7.365 aðilar sem greiða rúmlega 25 milljarða í tryggingagjald. 81 aðili greiðir fjármagnstekjuskatt upp á 190 milljónir og 2.478 aðilar greiða iðnaðarmálagjald upp á tæpar 202 milljónir. 46 aðilar greiða rúmlega 35 milljónir í búnaðargjald og 28 aðilar greiða tæplega 39 millj- ónir í jöfnunargjald alþjónustu. Alls eru 11.261 lögaðili á skrá. Landsbankinn var sá lögaðili sem greiddi hæsta tekjuskattinn, þar með talið fjármagnstekjuskatt, rúmlega 4,7 milljarða. Þá kom Straumur-Burðarás sem greiddi rúmlega 1,4 milljarða. Í þriðja sæti er svo Byggingarfélag Gylfa og Gunnars sem greiddi tæplega 338 milljónir í tekjuskatt. - ss GREIÐENDUR HÆSTU OPINBERRA GJALDA Í REYKJAVÍK 2008 Lögaðili Krónur Ríkissjóður Íslands 5.694.373.337 Landsbanki Íslands 5.609.450.826 Straumur-Burðarás 1.549.755.104 Reykjavíkurborg 1.367.146.004 Bechtel International 620.392.258 Icelandair ehf. 453.523.494 BYGG 397.147.981 VBS Fjárfestingarbanki 305.685.097 Icebank 272.553.800 Síminn 264.281.699 HEIMILD: SKATTSTJÓRINN Í REYKJAVÍK Álagningaskrá Reykjavíkur 2008 með gjöldum lögaðila lögð fram: Ríkið borgar mest í Reykjavík UMHVERFISMÁL Veraldarvinir hlutu Umhverfisverðlaun LÍÚ árið 2008 fyrir framlag sitt við hreinsun strandlengju Íslands. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra afhenti Þórarni Ívarssyni, forsvarsmanni samtakanna, verðlaunin á 69. aðalfundi LÍÚ. Veraldarvinir eru samtök sjálfboðaliða með það markmið að vinna með sveitarfélögum á Íslandi í samvinnu við alþjóðlega samstarfsaðila að vitundarvakn- ingu um umhverfismál. Vel á þriðja þúsund sjálfboðaliðar víðs vegar að úr heiminum hafa unnið að ýmsum verkefnum á vegum samtakanna. - shá Umhverfisverðlaun LÍÚ: Veraldarvinir fá verðlaun LÍÚ 1. Hver skoraði tvö mörk í landsleik Íslendinga og Íra á Laugardalsvelli á fimmtudag? 2. Hver hefur verið skipaður ríkissáttasemjari? 3. Hversu margar milljónir bóka eftir Arnald Indriðason hafa selst um heim allan? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 Auglýsingasími – Mest lesið EFNAHAGSMÁL Menntamálaráð- herra kynnti í gær víðtækar breyt- ingar á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þær miða að því að létta undir með námsmönnum erlendis við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku efnahagslífi. Áætlað er að aðgerðirnar kosti íslenska ríkið 300 milljónir árið 2009. Námsmönnum í sárri neyð verð- ur nú veittur kostur á aukaláni sem samsvarar tveggja mánaða fram- færslu. Vaxtastyrkur vegna yfir- dráttarlána er hækkaður, tekju- skerðing minnkuð, endurgreiðslur gerðar sveigjanlegri auk þess sem sérstakt tillit verður tekið til þeirra sem verða fyrir tekjumissi. Þá er verulega létt undir með skiptinem- um með því að reikna lán þeirra út frá genginu 26. september síðast- liðinn í stað 1. júní. Garðar Stefánsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, fagnar aðgerðun- um en segir þó enn mikla óvissu ríkja. „Það kemur í ljós hvort þetta er nóg, við vitum ekkert um það,“ segir hann og vísar til óvissunnar um gengisþróun og gjaldeyris- flutninga. „En það er frábært hvað stjórnvöld, sérstaklega ráðuneytið og Lánasjóðurinn bregðast fljótt við kröfum og athugasemdum SÍNE,“ segir hann. Sérstaklega segir hann aðgerðirnar koma skiptinemum vel. „Þetta er góð skammtímalausn, en til langs tíma þarf að taka regl- urnar í gegn. Það þarf að hækka námslánin, gera kerfið sveigjan- legra og fólk á ekki að þurfa að sætta sig við yfirdráttarvexti,“ segir Garðar. Hann vill helst að námslán verði greidd mánaðarlega til að fyrirbyggja yfirdráttarlánin. stigur@frettabladid.is Námsmenn í neyð fá hjálp Aðgerðir til hjálpar námsmönnum í vanda erlendis voru kynntar í gær. „Það kemur í ljós hvort þetta er nóg, við vitum ekkert um það,“ segir formaður SÍNE. Hann telur aðgerðirnar þó góða skammtímalausn. ■ Þeir námsmenn sem verst verða úti eiga kost á aukaláni sem samsvarar tveggja mánaða fram- færslu. Sækja þarf sérstaklega um lánið og metur stjórn LÍN hvert tilvik. Námsmenn á Íslandi eiga kost á helmingi lægra aukaláni. ■ Styrkur sem ætlað er að mæta vaxtakostnaði vegna yfirdráttar- lána er hækkaður úr 250 krónum á hverja þreytta ECTS-einingu í 400 krónur. ■ Tekjuskerðing námslána lækkar úr tíu prósentum í fimm prósent. ■ Útreikningur lána skiptinema miðast við gengið 26. september í stað 1. júní. ■ Greiðendum í vanskilum verður gefinn kostur á greiðslusam- komulagi til þriggja mánaða í stað tveggja áður, gegn þriðj- ungsinnborgun skuldar í stað helmingsinnborgunar áður. ■ Þeir sem verða fyrir fyrir 20 til 30 prósenta tekjutapi á milli áranna 2008 og 2009 eiga kost á lækkun tekjutengdrar afborgunar láns haustið 2009. Þeir sem tapa yfir 30 prósentum geta fengið afborg- unina fellda niður. BREYTINGARNAR Í MEGINATRIÐUM LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA Breyta þurfti fjölda greina í reglum um Lána- sjóðinn til að aðgerðirnar mættu ná fram að ganga. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI GARÐAR STEFÁNSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.