Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 01.11.2008, Qupperneq 30
„Þetta er í raun ákall til Íslendinga að styðja hjálparsveitirnar í land- inu,“ segir Íris Marelsdóttir, for- maður Hjálparsveita skáta í Kópa- vogi, um átakið Neyðarkall frá björgunarsveitum sem fer fram um helgina. Björgunarsveitir Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar munu þá selja lítinn neyðarkall, sem kostar 1.000 krónur, við helstu verslunar- svæði á landinu. Á vissum svæð- um verður kallinn seldur í hús. Hagnaður af sölunni verður notað- ur til að efla og styrkja þjálfun björgunarsveitarmanna landsins sem hefur að sögn Írisar aldrei verið mikilvægara en einmitt nú. „Til marks um það hefur sveitin í Kópavogi aldrei fengið jafn mörg útköll og nú í ár, eða samanlagt 43 talsins. Segja má að varla hafi vika liðið án þess að útkall hafi borist.“ Íris nefnir í því samhengi að sjóslysum hafi fjölgað í kjölfar aukningar á almennri bátaeign. „Við erum síðan oft fengin til að leita að fólki sem hefur týnst og eins vorum við kölluð austur vegna jarðskálftanna,“ bendir hún á og bætir við að aukningu neyðarkalla megi líka rekja til þess að menn átti sig sífellt betur á því yfir hversu góðri þjálfun, þekkingu og reynslu björgunarsveitarmenn búi. Því séu þeir oftar kallaðir út. „Færri vita hins vegar að eitt og hálft ár tekur að þjálfa björgunar- sveitarmann. Það kostar sitt og sömuleiðis tækja- og leitarbúnað- ur, þótt við munum auðvitað huga vel að öllum innkaupum, sérstak- lega í ljósi efnahagsástandsins. Starfið sjálft er hins vegar allt saman unnið í sjálfboðavinnu,“ nefnir Íris, sem hefur sjálf starfað innan sveitanna síðan árið 1978 og hefur fengið alla fjölskylduna til liðs við sig. „Ég er með eiginmann- inn, tvö börn mín og tengdason í þessu. Þetta er lífsstíll,“ segir hún og hlær. Íris mun ásamt fjölskyldunni selja neyðarkallinn í Smáralind- inni um helgina og segist binda miklar vonir við að menn leggi sitt af mörkum til að styðja góðan mál- stað. „Ekki síst með tilliti til þess að við búumst allt eins við að það dragi úr flugeldasölunni sem hefur verið okkar helsta tekjulind, en styrkir frá hinu opinbera eru í minna lagi þótt fyrirtæki hafi allt- af stutt okkur vel. Auðvitað er þó alltof snemmt að segja til um það. En það er ekki spurning að þessi styrkur kemur okkur sérstaklega til góða þar sem nú eru blikur á lofti.“ roald@frettabladid.is Varla vika liðið án útkalls Hægt verður að leggja góðum málstað lið um helgina með því að kaupa neyðarkallinn sem björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu selja. Hagnaðurinn fer í að efla starfsemi sveitanna. Íris Marelsdóttir, formaður Hjálparsveita skáta í Kópavogi, vonast til að landsmenn sjái sér fært að styrkja björgunarsveitirnar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KAMMERKÓRINN Schola Cantorum verður með tónleika undir stjórn Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju klukkan 17 á sunnudag en þá er allra heilagra messa. Hlutur endurreisnartónlistar verður mikill auk þess sem samtímaverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Eric Whitacre verða flutt. Mánudaga og mmtudaga                                            !"     !"         !"        !"         !"      !"                                       Vetrarstígvél
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.