Fréttablaðið - 01.11.2008, Side 34

Fréttablaðið - 01.11.2008, Side 34
G aman er að hugsa út fyrir kassann þegar verið er að innrétta híbýli því oft búa húsgögn og hlutir yfir fjölbreyttara nota- gildi en í fyrstu virðist. Dæmi um það er að finna hér í Heim- ili og hönnun í dag en þar fékk viðmælandi okkar þá snið- ugu hugmynd að setja gervigras á eldhúsið hjá sér. Nú fussa kannski margir og sveia en sannleikurinn er sá að gervigrasið hefur reynst henni vel og vekur ávallt athygli. Ekki er erfitt að fitja upp á um- ræðuefni við gesti þegar gervigras blasir við í eldhúsinu og getur svona hugmyndaauðgi í hönnun því nýst vel á á ýmsan máta. Skrítnir og skemmtilegir hlutir eru ákaflega vel til þess fallnir að örva heilabúið og koma af stað samræðum sem síðan geta færst um víðan völl. Ágætis samræðukveikjur eru til dæmis bollarnir hans Hrafnkels Birgissonar, sem kallast „Hoch die Tassen“, en þar notar hönnuðurinn gamla bolla og skellir þeim á háan glerfót. Einnig er gaman að eiga í íbúðinni að minnsta kosti eitt áberandi húsgagn eða skrautmun sem vekur athygli. Ef hluturinn er fjörgamall og sérstakur í útliti þá er oftar en ekki skemmtileg saga á bak við hann en einnig getur sagan af því hvernig hluturinn endaði á nú- verandi stað verið áhugaverð. Þótt vissulega sé gaman að kaupa sér nýja og fallega hluti og hugvitssama hönnun þá þarf ekki endilega að leita langt yfir skammt. Hægt er að láta gamla og lúna hluti ganga í endur- nýjun lífdaga með smá máln- ingu eða skrauti en auk þess má velta fyrir sér hvort hægt sé að nýta hlutinn á óhefðbund- inn hátt, samanber gervigras sem gólfefni. Dæmi um öðruvísi innanhússhönnun er til dæmis að hengja myndir á hvolf til til- breytingar eða hengja þær upp á sóhefðbundnum stöðum. Litlar hillur má nota sem náttborð, sturtuhengi sem borðdúk, vírherðatré sem skartgripasnaga, gardínur sem rúmteppi, skyrtur í koddaver, kistur sem borð, hengja má upp hluti og ramma í kringum þá, sultu- krukkur má nýta sem ljósaluktir og svona mætti lengi telja. Nýir notkunarmöguleikar bjóða upp á nýja sýn og hressa upp á heimilið. Auk þessa má líka velta fyrir sér hagnýtu notagildi og nýtni og þá má til dæmis nota litla kassa til að hólfa niður skúffur, keflið úr klósettpappírnum má skreyta og nota til að halda snúrum á sínum stað en einnig er hægt að nota teygjubindi og afklippta sokka í sama tilgangi, sýna má fjölskyldumyndir í spjaldskrá og geyma má klós- ettpappír í háum og kringlóttum glervösum inni á baði. Sturtuhillur nýtast vel fyrir hvaðeina, til dæmis hreinlætisvörur og þvottaefni og hólfaskiptir skópokar geta breyst í fína kryddhillu. Möguleikarnir eru óþrjótandi og því er um að gera að láta hugann reika og vera ófeiminn við að prófa nýjar útfærslur. Útkoman gæti orðið snilldarleg! Skrítnir og skemmtilegir hlutir eru ákaflega vel til þess fallnir að örva heilabúið og koma af stað samræðum sem síðan geta færst um víðan völl. HEIMILISHALD HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR Hugsað á nýjan máta ● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók mynd á heimili Ölfu Freysdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Aug- lýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. ● heimili&hönnun Listamaðurinn Geir Helgi kaupir bæði húsgögn og hljóðfæri á net- inu. Flestöll hljóðfæri sín hefur hann keypt á vefnum en af þeim heldur hann mest upp á trommu- heila frá Svíþjóð og Rhodes-raf- magnspíanó frá New York. Trommuheilinn heitir Elektorn Machinedrum. „Þetta er ótrúlega tryllt tæki og örugglega fallegasta hljóðfæri sem ég hef séð,“ segir Geir Helgi. Á trommuheilann býr hann til heilu og hálfu lögin þótt hann noti gjarnan fleiri tæki og tól við þá iðju. „Hann er keyptur notaður á „vintage-synth“-spjallborði en er þó alveg eins og nýr,“ segir Geir Helgi sem kaupir auk þess mikið á eBay og craigslsist.com sem er bandarísk smáauglýsingasíða. Þótt Geir Helgi líti fyrst og fremst á sig sem listamann er hann í hljómsveitinni Golden line og býr bæði til bakgrunns-, stemn- ings-, dans- og popptónlist. „Sum lögin bý ég eingöngu til á trommu- heilann og þá allt eins uppi í sófa,“ segir hann hæstánægður með þessi góðu kaup. Rókókósófann keypti hann líka á Netinu. „Mér finnst skemmtileg- ast að kaupa hluti á Netinu og held að sú baktería sé komin frá pabba mínum sem kaupir mikið af veiði- dóti á vefnum.“ Geir Helgi, sem er nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, var nýlega valinn í hóp framúrskarandi ungra listamanna hjá Art is It, sem er vettvang- ur ungra listamanna frá öllum heimshornum, og stefnir að því að sækja um í Universität der Kunst í Berlín í vor. - ve Kaupir húsgögn og hljóðfæri á Netinu ● Geir Helgi Birgisson gerir góð húsgagna- og hljóðfærakaup á Netinu. Hann heldur mest upp á trylltan trommuheila frá Svíþjóð sem hann mundar í gömlum rókókó-sófa. Geir Helgi situr hér í rókókó-sófanum með tryllta trommuheilann, sem hann varð sér úti um á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● KÖKU- OG TÆKIFÆRISDISKAR Keramiklistakonan Þóra Breiðfjörð á heiðurinn að þessum fallegu köku- og tækifæris- diskum. Hugmyndin að þeim er sprottin út frá gömlu riffl- uðu álbökunarformunum sem mæður okkar og ömmur hafa notað í gegnum árin til að töfra fram alls kyns góðgæti. Þóra blæs nýju lífi í þetta gamla form með það að markmiði að vekja gleði og kátínu þeirra sem njóta, en diskarnir fást í hinum ýmsu past- ellitum. Diskarnir fást í Kraum í Aðalstræti 10. Hannaðu heimilið með Tengi Smiðjuvegi 76 Kópavogur | Baldursnes 6 Akureyri | www.tengi.is | Opið virkadaga 8.00 -18.00 laugardaga 10.00 -15.00 Mikið úrval hreinlætistækja 1. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.