Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2008, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 01.11.2008, Qupperneq 52
36 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. RITHÖFUNDURINN STEPHEN CRANE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1871. „Hver einasta synd er afrakstur samvinnu.“ Stephen Crane samdi skáldsöguna Hið rauða tákn hugprýðinnar sem fjallar um hörmungar bandarísku borgara- styrjaldarinnar. Hún kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Árni Thorlacius hóf veðurat- huganir í Stykkishólmi þennan dag. Þær hafa staðið samfellt síðan og hafa veðurathugan- ir á Íslandi hvergi staðið jafn- lengi samfellt. Veðurmælinga- sagan frá Stykkishólmi er þekkt sem ein áreiðanlegasta heim- ild sem til er um langtímamæl- ingar veðurfars með vísinda- legum hætti. Árni var kaupmannssonur, fæddur á Bíldudal árið 1802 en flyst síðan til Stykkishólms ásamt fjölskyldu sinni. Hann missir föður sinn þrett- án ára gamall og fer til náms í Kaupmannahöfn. Hann kynnist Jónasi Hallgrímssyni og deilir með honum veðurfræðiáhuga sínum. Árin 1840-41 fær Jónas flesta presta landsins til að halda veðurfarsdagbækur og eru þær síðan haldnar á 50 stöðum, þó ekki í Stykkishólmi. Jónas ferðast síðan um Snæfellsnes, hittir Árna og fer að skrifast á við hann. Þrem- ur árum síðar hefur Árni veður at- huganir sínar. Árið 1869 birtir Alexander Bu- chan, forseti skoska veðurfræðifé- lagsins og fremsti veðurfræðing- ur Breta, í tímariti sínu töflur sem Árni hafði reiknað og samið fyrir hann um athuganir sínar í Stykkishólmi. Buchan telur þær hinar merkustu, einkum vegna þeirrar alúðar og vandvirkni sem Árni hafði lagt við þetta starf, enda hafði hann þremur árum áður feng- ið mælitæki til að prófa mæla sína svo varathug- anaröðin var orðin óvenjulega löng miðað við það sem þá gerðist. Þetta álit Buchans á mælingum Árna hefur síðan fengið alþjóðlega staðfestingu. ÞETTA GERÐIST: 1. NÓVEMBER 1845 Veðurathuganir í Stykkishólmi „Ég hef alltaf haft áhuga á starfi með börnum og unglingum, og borið hag þeirra fyrir brjósti. Því ákvað ég að stofna Kærleikssamtökin 1. nóvember 2004 í þeim tilgangi að bjóða börnum og unglingum upp á sjálfstyrkjandi jóga- tíma, unglingafræðslu og fleira til að efla með þeim sjálfsvitund, sjálfsaga og hjálpa þeim að byggja upp sterkari sjálfsmynd,“ segir Sigurlaug G. Ing- ólfsdóttir, stofnandi Kærleikssamtak- anna, sem eiga fjögurra ára afmæli í dag. Sigurlaug er lærður jógakenn- ari og heilari og heldur úti fjölbreyttu mannúðarstarfi í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi í Efra-Breiðholti. „Starfið hefur verið í stöðugri mótun undanfarin fjögur ár og í dag býð ég upp á barnajóga fyrir átta til ellefu ára, unglingajóga og unglingafræðslu fyrir táninga á aldrinum tólf til átján ára. Í starfinu spjöllum við saman og förum inn á vanlíðan; hvernig hægt er að vinna sig út úr kvíða, reiði og ýmsum kvillum sem hefta börn og valda þeim vanlíðan,“ segir Sigurlaug sem auk þess fer vikulega í unglingastarf með Götusmiðjunni og fullorðinsfræðslu á Litla-Hrauni. „Fullorðnum kenni ég sjö vikna sjálfsstyrktarnámskeið þar sem farið er inn á andlega þáttinn og kennt hvernig hann má nýta til varanlegr- ar uppbyggingar og stefnubreyting- ar í eigin lífi. Námskeiðin eru byggð á fræðslu um hvernig hægt er að vinna sig út úr áföllum, þunglyndi, sorg- arferli, óregluferli og einmanaleika. Þar kenni ég nemendum að skoða og skilja sjálfa sig, og bera ábyrgð á sjálf- um sér með aðferð sem nær yfir lík- amlega og andlega þætti lífsins, sem á endanum leiðir til jafnvægis, friðar og hamingju,“ segir Sigurlaug sem af eigin raun veit að alltaf má finna leið úr öllum aðstæðum. „Viðtökurnar hafa verið góðar, starf- ið komist vel til skila og verið skemmti- legt. Vegna aðstöðu minnar í Gerðu- bergi hef ég hingað til miðað við börn og unglinga í Breiðholti en stefni á að færa út kvíarnar í önnur hverfi borg- arinnar,“ segir Sigurlaug sem einn- ig stendur fyrir vikulegri bænastund þar sem fólk getur lagt fram bænar- efni, ásamt því að bjóða fjarnámskeið og kenna konum sem þjást af þung- lyndi, kvíða og félagsfælni jiu-jitsu- sjálfsvarnaríþróttina. Í tilefni afmæl- isins hefur Sigurlaug hrundið af stað söfnunarátaki þar sem markmið er að fá 500 styrktaraðila til að styrkja sam- tökin um 1.000 krónur á mánuði í heilt ár. Nánari upplýsingar og fróðleikur er á www.kaerleikssamtokin.com. thordis@frettabladid.is KÆRLEIKSSAMTÖKIN: STOFNUÐ FYRIR FJÓRUM ÁRUM Í DAG Starfa í kærleik, ljósi og friði KÆRLEIKSRÍK OG GEFANDI Sigurlaug G. Ingólfsdóttir, jógakennari og heilari, stofnaði Kærleiks- samtökin til að hjálpa börnum og unglingum að styrkja sjálfsmynd sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI HRAFN JÖKULS- SON, rithöfundur og skák- frömuður, er 43 ára. JÓN SIGUR- BJÖRNSSON leikari er 86 ára. MERKISATBURÐIR 1502 Kristján 2. er kjörinn kon- ungur Svíþjóðar. 1604 Leikrit Williams Shake- speare, Óþelló, er sýnt í fyrsta skipti. 1947 Síld finnst í Hvalfirði og veiðar hefjast. Á fjórum mánuðum veiðist síld í magni sem á sér enga hliðstæðu hér við land að vetrarlagi. 1967 Almannagjá er friðuð fyrir bílaumferð og lengist þá leiðin frá Reykjavík til Þingvalla um 4 km. 1980 Skúli Óskarsson lyftir 315,5 kg í réttstöðulyftu í 72 kg flokki og bætir með því heimsmetið. 1993 Maastricht-samningurinn tekur gildi. 2004 Eldgos hefst í Grímsvötn- um. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elínar Þórunnar Bjarnadóttur frá Norður-Gröf, Kjalarnesi. Hjartans þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fyrir ómetanlega umönnun og umhyggju. Jónas Tryggvi Pétursson Þórunn Aldís Pétursdóttir Guðmundur Ringsted Margrét Björg Pétursdóttir Sigrún Bryndís Pétursdóttir Gunnar Þór Ólafsson Pálmi Hannes Pétursson Bjarni Þór Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. 33 ára afmæli Ívar Ragnarsson Head of Finance of Financial Department in Íbúðalánasjóður. Happy birthday with all my love, besos. Begonia. 90 ára afmæli Guðlaugur Eyjólfsson Árskógum 8, Rvk. er níræður í dag. Af því tilefni vill hann gleðjast og taka á móti gestum í safnaðarheimili Seljakirkju laugardaginn 1. nóvember kl. 15 til 18. Hann og kona hans Margrét S. Jónsdóttir fagna einnig á þessum degi demants- brúðkaupi sínu sem er 27. nóvember. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Guðmundsdóttur frá Einarsnesi. Þórarinn Sigþórsson Ragnheiður Jónsdóttir Guðmundur Sigþórsson Herborg Árnadóttir Helga Sigþórsdóttir Þórður S. Gunnarsson Jóhanna S. Sigþórsdóttir Þór Sigþórsson Guðný Björg Þorgeirsdóttir Óðinn Sigþórsson Björg Karítas Jónsdóttir Sigríður Sigþórsdóttir Hallmar Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, Fanney Bjarnadóttir sem lést á Droplaugarstöðum 25. október, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gréta Björg, Árdís Ólöf og Ruth Jóhanna Arelíusdætur Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, María Guðbjartsdóttir Hringbraut 50, áður til heimilis að Dalbraut 16, Reykjavík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 30. október. Sigríður Ósk Óskarsdóttir Hermann Sigfússon Halldóra Björt Óskarsdóttir Guðmundur R. Jónsson Þráinn Ingólfsson Guðríður Hermannsdóttir Ólafur Jón Ingólfsson Margrét Á. Hallsdóttir og aðrir aðstandendur. ENNÞÁ SKÖRUNGAR Á SVEIMI Svava Arnardóttir flytur erindi um nokkra kvenskörunga. MYND/ARNÞÓR Skógræktarfélag Reykjavíkur og Orkuveit- an standa fyrir málþingi á Einars vöku Ben á Elliðavatni í dag frá klukkan tvö til sex. Mælendaskrá er fjölbreytt en auk skemmtilegra erinda flytur Sprengjuhöllin nýtt lag um Einar Ben og staðið er fyrir um- ræðum. Svala Arnardóttir, afkomandi Ein- ars, er ein þeirra sem taka til máls en erindi hennar kallast „Blóðið sama er í okkur“ - Til fundar við nokkrar formæður „Svarta túlíp- anans“. „Svarti túlípaninn er félagsskapur nokkurra kvenafkomenda Einars en hann var langafi okkar og við erum allar afkom- endur Stefáns Más, sonar Einars Ben,“ segir Svava til útskýringar og heldur áfram: „Ég fjalla um konurnar í ætt Einars í erindi mínu og það var gífurlegt skörungasafn sem ég hafði úr að velja. Ég valdi fjórar svipmikl- ar konur og set þetta þannig upp að ég sendi þeim bréf þar sem við ræðum saman á per- sónulegum nótum, en ég skálda þessi bréf.“ Auk bréfanna mun Svava lesa upp sjaldséð- an kveðskap eftir Erlu Benediktsson, dótt- ur Einars, en hún bjó í Englandi og orti á ensku. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á http://heidmork.is. Einars vaka Ben í dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.