Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 60

Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 60
44 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Rokk og ról er að drepa líf mitt söng hljómsveitin Suicide en rokk og ról virtist einmitt vera eitt aðalþema bandarískra tískuhönnuða fyrir næsta vor og sumar. Matthew Williamsson, Rag &Bone og Proenza Schouler sýndu hönnun sem einkenndist af leðri, rennilásum. þröngum buxum og gaddabeltum sem minntu á rokkara áttunda áratugarins. - amb ROKK OG RÓL SUMARIÐ 2009: LEÐUR, GADDAR OG TÖFFARAHEIT … fallega goltreyju með pallíettum sem vekur upp glamúr fimmta ára- tugarins. Frá Pferd&Baumgarten. … dásam- lega falleg undirföt til að lífga upp skammd- egisnætur. Frá Systrum, Laugavegi. … snilldarlegan varalit sem er í raun mjúkur blýantur frá Shiseido. Praktískt í veskið TÖFF Svart- ur toppur, gaddabelti og níðþröngar buxur með blóma- mynstri frá Matt- hew Willi- ams- son. GLAMÚR Kynþokkafullur stuttur kjóll með gaddabelti og fjólublá pels- slá frá Matthew Williamsson. ROKKAÐ Blómabolur, leðurvesti og þröngar buxur hjá Matthew Williams- son. MYNSTUR Mynstrað- ur bolur, bróderað pils og leðurjakki frá Matthew Williamsson. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Systraafmæli Undirfataverslun- in Systur fagnar eins árs afmæli um helgina en hún hefur fengið frábærar viðtökur enda boðið upp á kynþokkafullt og frumlegt úrval af nærfötum og öðrum glaðningi fyrir lífið innan svefnherbergisdyranna. Sérstök afmælistilboð verða í gangi í dag og í næstu viku og meira að segja 14 prósenta afsláttur af splunkunýjum vörum, meðal annars frá Mylu og Lascivious. Veröld Bjartur LEÐUR Hnésíður renndur leðurkjóll frá Proenzu Schouler kann að verða ansi heitur næsta sumar. Klukkan er tvö um nótt og ég er að reyna að staulast á milli tónleika á Iceland Airwaves. Staulast segi ég því að á fótunum eru sjö tommu háir hælar og þrátt fyrir að þeir hafi verið einkar þægilegir fyrr um kvöldið þá líður mér núna eins og litlu hafmeyjunni í ævintýri H.C. Andersens. Hvert skref sem ég stíg til jarðar er eins og hnífstunga í ilina. Skórnir hafa umbreytt kvöldi mínu í hreina martröð þar sem ég get hreinlega ekki gengið. Ég bölva því hversu pjöttuð ég var og skil ekki í mér að hafa ekki gripið snjáðu Converse-skóna í staðinn. Ég enda með því að labba á sokkunum niður Laugaveginn í eins stigs frosti. Smart? Nei, hreint ekki, en hvað eiga stúlkur að gera þegar aðaltískugripur vetrarins eru stórfenglegir háir hælaskór sem margir hverjir eru auk þess upphækkaðir og með böndum? Nú í fyrsta lagi held ég að það sé skelfilega vond hugmynd að vera í háum hælum þegar maður veit fyrir víst að maður á eftir að standa eða dansa meiripart kvöldsins og eiga á hættu að ganga alla leið heim til sín líka. Það er sennilega best að skipuleggja leigubíla- eða bílför ef maður ætlar í nýju Rykiel-skónum út á lífið og eins er ráðlegt að finna sér þægilegt sæti við barinn. Amma mín heitin, sem var alltaf hrikalega flott klædd, gekk í hælum á hverjum einasta degi. Meira að segja inniskórnir hennar voru með hæl. Hún sagði mér að hún hefði ekki gengið í venjulegum skóm síðan hún var unglingur, fæturnir hennar voru lagaðir að hælaskónum og hún gat hreinlega ekki gengið í flatbotna skóm. Sjö ára dóttir mín er, eins og margar litlar stúlkur, strax farin að stelast í að máta hælaskóna mína og er þá auðvitað samstundis orðin „kona“ að hennar mati. Við vitum nú allar að það er eitthvað afskaplega kvenlegt og sexí við háa hæla enda ýkja þeir til muna hvernig við stöndum, göngum og berum okkur. Svo ekki sé talað um þessa stórfenglega „kinky“ hæla sem nú streyma inn í búðirnar sem eru eins og beint út úr sadó-masó myndaseríu með Bettie Page. En hvað er til ráða fyrir tískudrós- ir sem hafa ákveðið að lifa og hrærast í sjö tommu skóm allan veturinn? Nú, í fyrsta lagi skapar æfingin meistarann og ekki óvitlaust að eyða síðkvöldum heima á skónum. Kærastarnir munu örugglega kunna að meta það, sérstaklega ef maður er fáklæddur. Í öðru lagi er núna hægt að kaupa afskaplega sniðuga púða í apótekum sem maður setur undir tábergið og ættu að minnka mestu kvalirnar. Svo má bæta því við að hælar eru ekkert svo óvitlausir í snjó og hálku, því maður getur stigið fast til jarðar og notað þá sem eins konar mannbrodda. Sársauki og sjö tommu hælar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.