Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 2
2 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Guðjón Ólafsson vaknar á sjúkrahúsi og hefur misst minnið. Hvað gerðist? Lenti hann í slysi? Var það slys? Hvaða ókunni maður kom að honum og bjargaði lífi hans? Algleymi er ný skáldsaga eftir Hermann Stefánsson, einn fyndnasta og frumlegasta rithöfund okkar daga. ÆÐISGENGINN FLÓTTI OFSÓKNIR OG UPPLJÓSTRANIR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Bræðraborgarstíg 9 NEYTENDAMÁL Árið 2007 varð sprengja í sölu á lúxusjeppum. Það ár komu 775 nýir lúxusjeppar uppúr kassanum. Sé meðalverð- mæti þeirra áætlað í kringum níu og hálfa milljón króna eyddi þjóð- in sjö milljörðum íslenskra króna í lúxusjeppa á einu ári. Sem dæmi um þessa gríðarlegu aukningu má nefna að árið 2006 seldust 47 Audi Q7 jeppar en ári seinna voru 88 nýir Q7-jeppar seldir. Sama á við um X5-jeppann frá BMW. Aðeins 50 slíkir jeppar seldust 2006 en 94 árið 2007. Langstærsti hluti þessara nýju lúxus-jeppa í fyrra var hins vegar nýi Land Cruiserinn. Æðið fyrir 200 gerðinni var nánast lyginni líkast. Og vakti í raun þjóðarat- hygli. Enda var upplýst að 170 höfðu keypt jeppann áður en hann kom til landsins. Í lok árs 2007 og í byrjun ársins 2008 seldust síðan 208 stykki af Land Cruiser. Eins og Kúba Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, er gáttaður á þeim upphæðum sem landsmenn hafa eytt í lúxusjeppa. Hann telur þó að ekki sé hægt að flokka hinn venjulega Land Cruis- er sem lúxusjeppa. Til þess upp- fylli hann ekki skilyrði. Hann segir hins vegar að þessi fjöldi lúxusjeppa sé í hæsta máta óeðli- legur fyrir jafnlítið land og Ísland er. „Á þessu tímabili hefur verið gríðarleg sala á bílum og lúxusbíl- um. Özur bætir því við að hann telji Íslendinga hafa hagað sér eins og margmilljóna þjóð í bíla- kaupum. Fjöldi lúxusjeppa sé í engu samræmi við fjölda Íslend- inga. Özur lýsir jafnframt yfir mikl- um áhyggjum af þeim sem fjár- festu í dýrum bílum með erlend- um lánum. Þeir sitji nú uppi með jeppana því bílamarkaðurinn sé frosinn. Einu úrræðin séu því að flytja bílana úr landi. „En sá gluggi er að lokast. Stjórnvöld hafa ekki unnið nógu hratt í þeim málum.“ Özur telur reyndar góðan markað fyrir notaðar lúxuskerrur erlend- is. Þetta séu ekki það margar bif- reiðar og lágt gengi krónunnar þýði gott verð utan landsteinana. Hann er þó ekkert alltof bjart- sýnn. Er hræddur um að Ísland sitji uppi með stóra og mikla bíla. Og að bílamenningin gæti því eftir nokkur ár minnt eilítið á Kúbu. Þar sem gamlar og virðu- legar lúxuskerrur eru eitt aðalein- kenni landsins freyrgigja@frettabladid.is Keyptu lúxusjeppa fyrir 32 milljarða Íslendingar keyptu hátt í átta hundruð lúxusjeppa í fyrra eða fyrir rúmlega þrjátíu og tvo milljarða. Einsdæmi í heiminum. Land Cruiser vinsælastur. Flest- ar bifreiðanna eiga eftir að daga uppi í landinu með tilheyrandi mengun. Þröstur Leó, munt þú leita á náðir Regnbogabarna? „Það liggur beint við þegar eineltið er orðið svona opinbert. Þeir mega búast við að ég fari með málið fyrir dómstóla.“ Þröstur Leó Gunnarsson er tilnefndur til Eddu-verðlauna fyrir leik sinn í Brúð- gumanum. Í sama flokki eru tilnefndir samleikarar Þrastar, Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, sem segjast báðir telja að Þröstur eigi verðlaunin ekki skilið. Samtökin Regnbogabörn berjast gegn einelti. 200 150 100 50 0 R ov er S po r t R an ge R ov er Po rc e C A ud i Q 7 B M W X 5 M er ce de z M Le xu s R X 35 0 Le xu s R X 40 0 La nd cr ui se r 31 68 60 28 31 38 69 22 50 36 51 18 0 47 88 35 64 50 94 32 69 71 97 36 52 41 52 21 13 56 58 28 0 0 8 19 8 187 160 155 170 240 273 166 206 155 LÚXUSBÍLAEIGN ÍSLENDINGA 2005 2006 2007 2008 96 2 78 4 63 5 46 8 1000 500 0 Landcruiser (V) 2.849 HEIMILD: UMFERÐASTOFA BANDARÍKIN, AP Samkynhneigðir íbúar í Kaliforníu urðu fyrir mikl- um vonbrigðum þegar ljóst var að bann við hjónabandi samkyn- hneigðra hafði verið samþykkt í kosningunum á þriðjudag. Meira en 18 þúsund samkyn- hneigð pör hafa gengið í hjónaband í Kaliforníu síðan hæstiréttur rík- isins kvað í maí upp þann úrskurð að ekkert væri því til fyrirstöðu að samkynhneigðir séu gefnir saman. Nokkur óvissa virtist ríkja um stöðu þessara hjónabanda eftir að bannið var samþykkt. Fullvíst þykir að stjórnarskrárbreytingin verði kærð til hæstaréttar Banda- ríkjanna í Washington. Meira en þúsund manns fóru út á götur í Los Angeles og Hollywood til að mótmæla banninu, og hundr- uð manna söfnuðust saman á tröpp- um ráðhússins í San Fransisco. Á þriðjudaginn, þegar Banda- ríkjamenn kusu sér forseta og þing, var í mörgum ríkjum Banda- ríkjanna að venju einnig kosið um ýmis málefni, sem borin voru sér- staklega undir dóm kjósenda. Í Kaliforníu var tillaga sam- þykkt um að breyta stjórnarskrá ríkisins þannig að hjónaband væri sérstaklega skilgreint sem sam- band karls og konu. Til þess að ná samþykki þurfti tillagan að fá 60 prósent atkvæða. Þegar 99 pró- sent atkvæða höfðu verið talin var ljóst að 62 prósent hefðu sam- þykkt tillöguna. - gb Kjósendur í Kaliforníu samþykktu bann við hjónaböndum samkynhneigðra: Vonbrigði samkynhneigðra MÓTMÆLI Í HOLLYWOOD Meira en þúsund manns fóru út á götur til að mótmæla niðurstöðu kosninganna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TAÍVAN, AP Chen Yunlin, háttsettur erindreki kínversku kommúnista- stjórnarinnar í Peking, lýkur í dag, föstudag, fimm daga opinberri heimsókn til Taívan. Hann er hæst setti fulltrúi kínverskra stjórnvalda sem sækir Taívan heim og þykir það teikn um þíðu í samskiptunum yfir Taívansund. Heimsóknin náði hámarki í gær með fundi þeirra Yunlin og Ma Ying-jeou Taívanforseta. Slík heimsókn hefði verið óhugsandi fyrir ári, er hinn sjálfstæðissinnaði Chen Shui- bian var enn forseti Taívan. Kjör Ma fyrir hálfu ári hefur orðið til að bæta samskiptin til muna, enda hefur hann sett þau á oddinn og sækist ekki eftir fullu sjálfstæði. - aa Kína-Taívan: Tímamótaheim- sókn frá Peking DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur í Hæstarétti verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir manndráp og líkamsmeiðingar af gáleysi. Maðurinn ók á röngum vegarhelmingi á Suðurlandsvegi við Sandskeið, þar sem hann var að fara fram úr vörubíl við slæmar aðstæður. Lenti hann í árekstri við bifreið sem kom á móti með þeim afleiðingum að tveir biðu bana, farþegi í bíl þess dæmda og fimm ára stúlka í hinum bílnum. Bróðir stúlkunnar slasaðist alvarlega og er lamaður fyrir neðan mitti. Sá dæmdi hafði í níu skipti eftir slysið verið staðinn að hraðakstri. Hann var einnig sviptur ökurétti. - jss Karlmaður á þrítugsaldri: Eins árs fang- elsi fyrir mann- dráp af gáleysi EFNAHAGSMÁL Dómsmálaráðherra ætlar leggja fram frumvarp um sérstakan saksóknara sem annast mun kortlagningu á rannsókn á stöðu og starfsemi íslenskra pen- inga- og fjármálastofnana. Þessu greindi hann frá í gær eftir að Val- týr Sigurðsson ríkissaksóknari hafði tilkynnt að hann hugðist ekki vinna lengur að málinu. Þegar hafði Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissak- sóknari, sem einnig átti að koma að rannsókninni sagt sig frá málinu. Báðir eiga þeir syni sem eru framámenn í þeim fyrirtækjum sem rannsaka á vegna efnahags- hrunsins. Bogi hafði greint frá því að hann teldi sig ekki njóta nægi- legs trausts til að gegna embættinu og sagði sig því frá því. Valtýr segir í bréfi sínu að kalla þurfi til erlenda sérfræðinga til að ljúka málinu, auk þess sem koma þurfi á laggirnar sérstöku saksókn- araembætti. Þetta embætti þurfi að taka sem fyrst til starfa. Þá sé vert að huga strax að fjárveitingu svo það verði vel í stakk búið til að sinna hlutverki sínu. Björn segir frumvarp um emb- ættið í smíðum. „Ég tel að þessi vinna Boga Nilssonar og Valtýs hafi auðveldað okkur að takast á við framhaldið,“ sagði Björn í gær. Þá áréttaði hann að hvorki Valtý né Boga hafi verið ætlað að rannsaka einstök mál. „Það er ekki verkefni ríkissaksóknara heldur Fjármála- eftirlits og lögreglu og þangað eiga menn að snúa sér með kærur,“ sagði Björn. - kdk Bæði Valtýr og Bogi hafa sagt sig frá kortlagningu á rannsókn fjármálafyrirtækja: Erlendir sérfræðingar nauðsynlegir BOGI NILSSONVALTÝR SIGURÐSSON BJÖRN BJARNASON LÖGREGLUMÁL Lögreglan bíður nú eftir að fá í hendur upptöku úr versluninni þar sem Davíðsseðill- inn svokallaði var notaður í viðskiptum fyrr í vikunni. Þegar upptakan liggur fyrir verður látið til skarar skríða við að góma þann sem verslaði fyrir tíu þúsund króna seðil, en seðillinn var útskriftarverkefni nema við Listaháskóla Íslands á Kjarvals- stöðum síðastliðið vor. Sá sem greiddi með seðlinum í versluninni keypti vörur fyrir þrjú þúsund krónur og fékk sjö þúsund til baka. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir fjársvik. - jss Davíðsseðillinn: Lögregla bíður eftir upptöku SKEMMTUN Sunnanmenn taka vel á móti gestum úr öllum landsfjórð- ungum um helgina þegar Safnahelgi á Suðurlandi fer af stað í fyrsta sinn. „Sunnlenskt safna-, lista- og veitingafólk hefur opnað sinn víða faðm, eins og sunnlensk gestrisni er víðfræg fyrir,“ segir Gísli Sverrir Árnason, verkefnis- stjóri hátíðarinnar. Hann segir flest söfn bjóða ókeypis aðgang um helgina og veitingahús verði með hagstæð tilboð á sínum matseðlum. „Dagskráin er fjölbreytt og af nógu að taka fyrir alla fjölskyld- una. Það er engin leið að gera upp á milli því svo margt heillandi býðst gestum.“ - þlg / sjá Allt Safnahelgi á Suðurlandi: Menning og matarhefðir SAMFÉLAGSMÁL Vegna mikils annríkis hjá Vinnumálastofnun þessa dagana er boðið upp á að fólk sæki um atvinnuleysisbætur á netinu en það þarf svo að mæta á skrifstofur stofnunarinnar innan tveggja vikna með alla tilskylda pappíra og gera grein fyrir sér. Þessi breyting var gerð um helgina og síðan þá hafa um 700 manns sótt um með þessum hætti og um 200 skilað inn umsókn í eigin persónu að sögn Gunnars Richardssonar, forstöðumanns hjá Vinnumálastofnun. Eins hefur verið fallið frá einstakl- ingsviðtölum með umsækjend- um, þar sem gerður er við þá starfsleitarsamningur, en hópfundir komnir í þeirra stað. Í gær voru 4.690 skráðir atvinnu- lausir. - jse Vinnumálastofnun: Ferlum breytt vegna annríkis SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.