Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 33
7. nóvember föstudagur 7 „Josy Zareen er náttúrulega meistarinn minn í magadansi og við erum mjög góðar vinkonur. Hún hefur ekki kennt mér bara magadans, held- ur samba, salsa, losað um mjaðmirmar á mér og næstum öllu Íslandi. Magadansinn er frábær á marg- an hátt, fyrir bakið, móðurlífið og allan líkamann. Þetta er elsti dans í heimi, maður notar allar sjö orkustöðvarnar og það er ákveðin heilun í honum fyrir utan hvað hann er brjálæðislega skemmtilegur. Josy er frá Rio de Janeiro í Brasilíu og er lærður grafískur hönnuður, orgelleikari og dansari. Hún byrjaði að kenna magadans í kringum 2001 og stofnaði magadanshúsið. Hún hannaði líka vefsíðuna magadans.is og var að ljúka við síðuna mína helgabraga. is. Josy hefur opnað fyrir mér margar dyr, bæði í dansi, andlegri og líkamlegri vellíðan. Við höfum ferðast saman og ég stefni á að fara til Brasilíu þegar það verður ferðafært héðan.“ JOSY ZAREEN Helga Braga Jónsdóttir ÁHRIFA- valdurinn Hverju myndir þú sleppa ef þú þyrftir að spara? Ég byrjaði að spara fyrir al- vöru þegar ég sagði upp vel launaðri vinnu til að gerast rithöfundur og skáld í fullu starfi. Þá fór ég að venja komur mínar oftar á bókasöfn og til skó- smiða en ég hafði áður gert. segir að starfið hafi komið sér skemmtilega á óvart því hún hafi aldrei haft mikinn áhuga á að vinna í sjónvarpi. Það skemmti- lega við starfið í Mannamáli finnst Gerði að fá tækifæri til að tala um barnabækur. „Þær eiga það til að gleymast hjá fjölmiðl- um. Þeir róa að því öllum árum að börn lesi bækur en virðast nokk sama hvort verið sé að skrifa fyrir þau eða ekki.“ Hefur einhver orðið rithöfund- ur orðið reiður við þig út af bóka- dómi? „Já, það hefur einu sinni komið fyrir en það var allt í lagi. Ég veit ósköp vel hvað það getur tekið á að vera með bók í flóðinu og vita að afkoma næsta árs liggur undir viðbrögðunum við henni. Þá skil- ur maður ekki alltaf hvers vegna maður valdi sér þetta starf. Ekki var maður svona stressaður þegar maður vann í býtibúrinu á Land- spítalanum – sem var líka þægileg innivinna. Í upphafi nýs árs gleymi ég hins vegar öllum hamagang- inum og þá hvolfist alltaf mikill vinnuhamur yfir mig. Þá man ég það eitt hvað það er skemmtilegt að skrifa og það fleytir mér áfram við vinnuna.“ Fyrir rúmum mánuði yfirgaf Gerður Kristný eiginmann og syni og skaust til Stokkhólms þar sem hún orti ljóð í ró og næði en síðasta ljóðabók hennar, Högg- staður, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Afrakst- urinn af skáldskapunum kemur út í ljóðabók innan fáeinna ára. „Ég ákvað að binda á mig sauðskinns- skóna og arka beinustu leið í forn- eskjuna. Ég er farin að rata og svo hitti ég ekki marga á leiðinni nú orðið. Yrkisefnið er sótt í nor- rænu goðafræðina. Það voru svo skrýtin hljóð í herberginu sem ég leigði mér í Stokkhólmi að ég svaf frekar lítið. Þess í stað sat ég upp við dogg í rúminu mínu heilu og hálfu næturnar og orti eins og ber- serkur. Svo var ég í Kaupmanna- höfn í tvo daga og þá ákvað VISA að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sitt eigið prívatgengi. Verð- ið á kjólnum sem ég keypti mér rauk upp úr öllu valdi og ég held ég verði að nota hann daglega fram á haustmánuði 2124 til að þessi kaup borgi sig – en hvað um það, flottur er hann!“ segir Gerður Kristný og hlær. Hvar er hamingjan? „Elizabeth Gilbert fer með okkur í pílagrímsferð og kryddar hana með þeim húmor, töfrum og innsæi sem aðeins skapast þegar heiðarleg sjálfsskoðun og ritsnilld fara saman.“ Jack Kornfield Borða, biðja, elska (Eat, pray, love) hefur setið í efstu sætum metsölulista bæði vestan hafs og austan mánuðum saman. Ferðasaga, uppbyggileg sjálfsskoðun og ástarsaga full af húmor og frásagnargleði. Höfundurinn ferðaðist víða um heim til að leita hamingjunnar. Og nú er hún komin til Íslands! Elizabeth Gilbert Uppáhaldsbók Opruh Winfrey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.