Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 58
38 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Haukar mæta þýska stórliðinu Flensburg í Meistaradeildinni á Ásvöllum annað kvöld. Er um lykilleik að ræða fyrir bæði lið því sigurvegarinn stendur ansi vel að vígi í baráttunni um annað sætið í riðlinum sem veitir þáttökurétt í 16-liða úrslitum keppninnar. Einn af aðstoðarþjálfurum Flensburgar og yfirmaður íþrótta- mála hjá félaginu er Daninn og Íslandsvinurinn Anders Dahl- Nielsen. Hann þjálfaði KR í upphafi níunda áratugarins og var síðar með Aroni Kristjánssyni hjá Skjern en Aron er einmitt þjálfari Haukaliðsins í dag. „Það verður verulega gaman fyrir mig að koma til Íslands. Ég hlakka alltaf til að koma til landsins en ég kom síðast fyrir tveimur og hálfu ári með Skjern. Það er verst hvað við stoppum stutt að þessu sinni. Ég væri alveg til í að vera aðeins lengur,“ sagði Dahl- Nielsen við Fréttablaðið í gær en Flensburg kemur til landsins í dag og fer aftur utan á sunnudagsmorgun. Anders segist engu að síður ætla að nýta tímann eins vel og hann getur meðan hann er á landinu. „Mér þykir alltaf afar vænt um KR og á yndislegar minningar úr KR-heimilinu. Þar var mikið fjör í gamla daga. Ég kíki örugglega þangað og ætla einnig að hitta vin minn sem var formaður hand- knattleiksdeildar þegar ég þjálfaði KR. Svo hlakka ég til að keyra Kaplaskjólsveginn aftur þar sem ég átti heima. Þá hellast yfir mann góðar minningar,“ sagði Dahl-Nielsen. Haukarnir stóðu rækilega uppi í hárinu á þýska liðinu ytra á dögunum og Anders segir sitt lið gera sér ljóst að verkefnið verði erfitt. „Við teljum okkur vera með betra lið og stefnum að því að vinna sannfærandi sigur. Við vitum samt sem er að það er ekkert gefið á Íslandi líkt og Veszprém fékk að reyna um daginn og við munum ekki falla í þá gildru að vanmeta Haukana enda sýndu þeir gegn okkur um daginn að þeir geta bitið frá sér. Þeir berjast grimmilega og við verðum að vera tilbúnir að mæta þeim af fullum krafti,“ sagði Dahl-Nielsen, en allar helstu stjörnur Flensburgar koma með til landsins að Alexander Petersson undanskildum sem er meiddur. ANDERS DAHL-NIELSEN: FYRRUM ÞJÁLFARI KR SNÝR AFTUR TIL ÍSLANDS MEÐ STÓRLIÐI FLENSBURG Hlakka til að keyra Kaplaskjólsveginn aftur Iceland Express-deild karla KR-Grindavík 82-80 (45-39) Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 25, Jason Dour- isseau 17, Jakob Örn Sigurðarson 14, Fannar Ólafsson 8, Darri Hilmarsson 8, Pálmi Sigur- geirsson 6, Skarphéðinn Ingason 2, Helgi Magnússon 2. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 26, Brenton Birmingham 19, Páll Axel Vilbergsson 12, Páll Kristinsson 9, Guðlaugur Eyjólfsson 6, Helgi Jónas Guðfinnsson 3, Nökkvi Jónsson 3, Davíð Hermannsson 2. Keflavík-FSu 99-90 (86-86)(42-45) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 24, Sigurður Þorsteinsson 21, Gunnar Einarsson 15, Jón Hafsteinsson 13, Sverrir Sverrisson 10, Vilhjálmur Steinarsson 9, Gunnar Stefánsson 3, Axel Margeirsson 2, Elvar Sigurjónsson 2. Stig FSu: Thomas Viglianco 21, Tyler Dunaway 20, Árni Ragnarsson 19, Vésteinn Sveinsson 17, Björgvin Valentínusson 8, Daði Grétarsson 3, Nicholas Mabbutt 2. Þór-Stjarnan 99-89 (43-44) Stig Þórs: Cedric Isom 32, Jón Kristjánsson 22, Guðmundur Jónsson 16, Hrafn Jóhannesson 14, Óðinn Ásgeirsson 9 (14 fráköst), B. Jónasson 6. Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 25, Justin Shouse 18, Kjartan Kjartansson 16, Fannar Helgason 8, Guðjón Lárusson 7, Ólafur Sigurðsson 6, Birkir Guðlaugsson 5, Hilmar Geirsson 2, Hjörleifur Sumarliðason 2. N1-deild karla Fram-Akureyri 28-33 (13-16) Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 9 (16), Rúnar Kárason 9/1 (19/1), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Guðjón Finnur Drengsson 3 (3), Magnús Einarsson 1 (1), Brjánn Guðni Brjánsson 1 (2), Haraldur Þorvarðarson 1 (3), Halldór Jóhann Sigfússon (1),Magnús Stefánsson (7) Varin skot: Magnús G. Erlendsson 8/1 (24/2 33,3%), Davíð Svansson 10 (27/1 37%) Hraðaupplaup: 9 (Rúnar 3, Stefán 2, Guðjón 2, Brjánn, Andri) Fiskuð víti: 1 (Brjánn) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7 (10), Andri Snær Stefánsson 6 (10), Jónatan Þór Magnússon 5 (10), Anton Rúnarsson 5 (11), Árni Þór Sigtryggsson 4/2 (11/3), Þorvaldur Þorvalds- son 2 (2), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Heiðar Þór Aðalsteins- son (1) Varin skot: Hafþór Einarsson 19 (47/1 40,4%) Hraðaupplaup: 7 (Oddur 4, Hreinn 2, Þorvaldur) Fiskuð víti: 3 (Þorvaldur 2, Hörður) Utan vallar: 10 mínútur Víkingur-Stjarnan 29-29 STAÐAN Í DEILDINNI 1. FH 7 4 2 1 +9 10 2. Akureyri 7 5 0 2 +10 10 3. Valur 6 3 2 1 +23 8 4. Fram 6 3 1 2 +4 7 5. HK 6 3 0 3 -10 6 6. Haukar 7 3 0 4 +8 6 7. Stjarnan 6 1 2 3 -11 4 8. Víkingur 7 0 1 6 -33 1 Evrópukeppni félagsliða Manchester City-Twente 3-2 1-0 Shaun Wright-Phillips (2.), 1-1 Eljero Ella (17.), 2-1 Robinho (57.), 3-1 Benjani (62.), 3-2 Rob Wielaert (65.). Stuttgart-Partizan Belgrade 2-0 1-0 Mario Gomez (77.), 2-0 Mario Gomez (80.). Standard Liege-Sevilla 1-0 1-0 Deludonne Mkokani (38.). Spartak Moskva-Udinese 1-2 0-1 Fabio Quagliarella (12.), 1-1 Clemente Rodriguez (17.), 1-2 Fabio Quagliarella (60.). Tottenham-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Darren Bent (30.), 2-0 Darren Bent (33.), 3-0 Tom Huddlestone (59.), 4-0 Darren Bent (69.). AC Milan-Braga 1-0 1-0 Ronaldinho (90.). Slavia Prague-Aston Villa 0-1 0-1 John Carew (26.). ÚRSLIT > Spilar með félaginu hans Pele Knattspyrnukonan Þórunn Helga Jónsdóttir er komin alla leið til Sao Paulo í Brasilíu þar sem hún ætlar að æfa og spila með FC Santos fram að jólum. Þórunn Helga hefur verið í stóru hlutverki hjá KR síðustu ár en hún er einnig nýbúin að klára háskólanám í Rhode Island-háskólanum í Bandaríkjunum. FC Santos hefur verið eitt besta kvennalið Brasilíu síðustu ár en kvennalandslið Brasilíu er í 3. sæti á Styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins. Santos er líka þekkt fyrir heimsfræga fótboltamenn en sem dæmi lék Pele með karlaliði Santos stærsta hluta síns ferils. HANDBOLTI Akureyri náði FH að stigum á toppi N1-deildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fram örugglega, 28-33, í Safamýrinni. Akureyri hefur nú unnið fimm leiki í röð og virkar afar sterkt. Akureyri var þremur mörkum yfir, 13-16, eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik en það var í upphafi síðari hálfleiks þar sem leiðir skildu. Akureyri skoraði fjögur fyrstu mörkin og náði sjö marka forystu, 13-20. Framarar náðu að minnka mun- inn í fjögur mörk en áttu fá svör við góðum leik Akureyringa og var sóknarleikur Fram sérstak- lega einhæfur og slakur. Fram er sem fyrr í fjórða sæti, nú þremur stigum á eftir efstu liðum en á einn leik til góða. „Það hlýtur að vera af því að Fram spilar svo illa,“ sagði glað- beittur þjálfari Akureyrar, Rúnar Sigtryggsson, í leikslok um sigur- inn. „Sóknarleikurinn var góður í kvöld en varnarleikurinn hefur verið betri og Hafþór hefur verið betri, en það er gott þegar einn tekur við af öðrum og sem heild þá bætum við hver annan upp. „Leikmenn eru að gefa sig alla í þetta og uppskera eftir því. Ég er með hóp af góðum karakterum og það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru samviskusamir, duglegir og þolinmóðir að halda línunni. Ég er ekki með bestu einstaklinga í heimi en með mjög skemmtilegt lið.“ Leikgleði einkennir leik Akur- eyrar og er mikil stemning í liðinu og hverju marki fagnað af innlif- un. Sömu gleði var ekki að finna hjá Fram en miklu munaði um að markverðir liðanna náðu sér engan veginn á strik frekar en flestir aðrir leikmenn. „Það hefur verið stemning í lið- inu síðan í haust. Menn hafa haft gaman af þessu. Við töpuðum tveim fyrstu leikjunum en menn héldu haus og það er það sem skiptir máli. Það hefði verið auð- velt að brotna,“ sagði Rúnar en Akureyri hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og sex ef bikarinn er talinn með. Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, vildi ekki ræða við Frétta- blaðið frekar en fyrri daginn. - gmi Framarar áttu engin svör gegn sterkum norðanmönnum í N1-deild karla í handbolta í gærkvöldi: Akureyri með fimmta sigurinn í röð FRÁBÆR Oddur Grétarsson skorar eitt af sjö mörkum sínum gegn Fram í Safa- mýrinni í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Menn spyrja sig eflaust að því hvort KR fari ósigrað í gegn- um Íslandsmótið eftir nauman, en samt nokkuð sannfærandi sigur á Grindavík í gær. KR er eitt á toppn- um og fátt sem bendir til að liðið muni hreinlega tapa leik í vetur. Það gekk ekki þrautalaust að koma leiknum í gang í gær. Vallar- klukkan bilaði og leikurinn byrjaði því tæpum klukkutíma eftir að hann átti að hefjast. Það var því leikið við fremur frumstæðar aðstæður. Stigatöflur borðtennisdeildar KR voru rifnar fram, vallarþulurinn taldi niður skotklukkuna sem leiddi til þess að áhorfendur gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að trufla talninguna. Nýjar skotklukkur komust í húsið fyrir hálfleik og það lagaði ástand- ið aðeins. Það var engu líkara en seinkunin hefði svæft leikmenn sem og áhorfendur því frekar lítið púður var í öllu framan af. KR-ingarnir reyndu að keyra upp hraðann með misjöfnum árangri. Þeir voru ákaf- lega grimmir undir körfunni og tóku fjölda sóknarfrákasta. Lokin á fyrsta leikhluta voru þeim þó dýr því Brenton skoraði þriggja stiga körfu og fékk villu í kjölfarið. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, fékk síðan dæmda á sig tæknivillu og Grindavík leiddi 21-23 eftir fyrsta leikhluta. KR-ingar hresstust heldur í öðrum leikhluta og Jón Arnór fór mikinn en hann skoraði 16 stig í hálfleiknum og þar af þrjár þriggja stiga körfur. KR gekk vel að stöðva Pál Axel sem hefur verið óstöðvandi í upphafi leiktíðar. Hann skoraði aðeins fimm stig í fyrri hálfleik en Brenton var sterkur með tólf stig og Þorleifur setti niður þrjár þriggja stiga körfur. KR var engu að síður með yfirhöndina í leikhléi, 45-39. Jakob Örn Sigurðarson fór algjörlega hamförum í liði KR í þriðja leikhluta. Ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Þorleifs hefði KR stungið af snemma í leik- hlutanum. Það háði þó Grindavík að Þorleifur fór af velli, sjóðheit- ur, með fjórar villur en sneri síðar aftur aðeins kaldari. KR-liðið spilaði frábæra vörn í leikhlutanum og hröðu upphlaupin voru vel útfærð og það skilaði þeim 17 stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 71-55. Grindvíkingar lögðu ekki árar í bát heldur mættu geysigrimmir í síðasta leikhlutann og minnkuðu muninn fljótlega í átta stig, 74-66. KR hélt muninum í kringum tíu stigin en Grindavík sótti verulega að KR þegar nær dró endalokun- um. Munurinn var þrjú stig, 80-77, þegar lítið var eftir en Jón Arnór kláraði leikinn með góðri körfu þegar 17 sekúndur lifðu leiks. Grindavík grætur væntanlega ein fimm víti sem fóru forgörðum á lokamínútunum en KR vann með tveim stigum, 82-80. „Töfin á leiknum hafði smá áhrif og leikurinn náði kannski ekki því risi sem búist var við. Mér fannst við leiða leikinn vel en Grindavík setti niður erfiða þrista til að hanga inni,“ sagði Benedikt Guð- mundsson og hrósaði andstæðing- um sínum í hástert. „Ég er ánægðastur með að halda liði sem skorar 110-112 stig að meðaltali í leik í 80 stigum.“ KR er því ósigrað en telur Bene- dikt það vera raunhæft markmið að KR fari ósigrað í gegnum mótið? „Það er allt hægt og við stefnum á að vinna alla leiki.“ Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur en samt ánægður með sitt lið. „Ég er auðvitað hundsvekktur. Við misstum þá of langt fram úr okkur en ég er ánægður með kar- akterinn sem liðið sýnir með því að koma til baka. Vítin voru afar dýr hjá okkur. Annars var margt jákvætt og við tökum þá næst,“ sagði Friðrik. henry@frettabladid.is KR vann uppgjör toppliðanna KR-ingar sitja nú einir á toppi Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Grindavík, 82-80, í uppgjöri ósigr- uðu toppliðanna í gærkvöldi. Grindavík var nærri því að stela sigrinum í blálokin en allt kom fyrir ekki. RÁÐALEYSI KR-ingar lentu í tómu tjóni með leikklukkuna í DHL-höllinni í gær og talsverð seinkun varð á leiknum af þeim sökum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á FLUGI Jón Arnór Stefánsson fór fyrir sínum mönnum í KR og skoraði 25 stig í fræknum 82-80 sigri gegn Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í gærkvöldi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.