Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 20
20 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ UMRÆÐAN Jón Sigurðsson skrifar um ábyrgð Þjóðin kallar eftir skýringum um þá herfilegu atburði sem gerst hafa í íslensku viðskiptalífi. Við erum mörg sem berum ábyrgð á forsendum og aðdraganda þeirra. Nú þarf að rannsaka öll þessi mál á hlutlægan hátt og síðan að stokka öll samfélagsspilin. Við þurfum nýtt forystulið, ný andlit og ný nöfn. Við þurfum nýja byrjun og nýja stefnu. Við sem erum ábyrg eigum að hjálpa til en getum ekki tekið forystuhlutverk nema með sérstöku endurnýjuðu umboði. Við fylgdum alþjóðaviðhorfum um fjármálareglur og eftirlitskerfi. Nú er orðið ljóst að það slaknaði á mörgum öryggisþáttum og teknar voru óbætanlegar áhættur, jafnt erlendis sem hér. Og ekki voru settar nægar reglur vegna viðkvæmni og veikleika íslenska kerfisins. Þegar litið er til atburða á þessu ári, 2008, er ábyrgðin auðvitað bankanna sjálfra og síðan eftirlits- stofnana og núverandi stjórnvalda. En við megum ekki heldur gleyma græðginni, drambinu og frjálshyggju- öfgunum. Nú verðum við líka að forðast hinar öfgarnar, forðast að lenda í svaði ríkisrekstrar og flokkspólitískrar stýringar. Enginn sá þetta hrun fyrir. Margir höfðu fjallað um vandamál í íslensku fjármála- kerfi. Sl. vor ritaði ég greinar í Morgunblaðið um þessi vandamál og „varnarleysi“ íslenska fjármálakerfisins og í maí sl. sagði ég í viðtali við 24 stundir að „mikil vá er fyrir dyrum“. Ég benti á aðild að ESB sem úrlausn og sumir lesendur sáu ekki annað í þessum greinum. En ég sá ekki frekar en aðrir fyrir þá alþjóðlegu flóðbylgju sem féll á okkur. Hlutskipti forystumanna Íslendinga hefur ekki verið öfundsvert. Framkoma Geirs H. Haarde, Björgvins G. Sigurðssonar og fleiri hefur verið aðdáunarverð. Vitaskuld hafa þeir gert mistök en hver hefði komist hjá slíku? Við verðum líka að forðast að persónugera um of. Ég vil ekki vera með ásakanir en spurningarnar eru margar: Hver var viðvörun Geirs H. Haarde við Gordon Brown sl. vor sem fjölmiðlar hafa nefnt? Vissi Fjármálaeftirlitið um hraða aukningu í Icesave sl. vor þegar Icesave var opnað í Hollandi? Er það rétt sem sagt er að neyðarlögin hafi verið skrifuð sl. sumar og geymd? Hvers vegna var ekki leitað til IMF í ágúst þegar aðrar leiðir voru lokaðar? Ég get skilið hik ráðamanna framan af en ekki til lengdar. Markaðurinn og matsfyrirtækin fordæmdu yfirtöku á Glitni umsvifa- laust í lok september, og þá áttu augu manna að opnast. Enn fleiri spurningar: Hverjar eru orðaþýðing- arnar sem foringjar Breta notfærðu sér gegn okkur? Á að skilja ummæli formanns seðlabankastjórnar sem ágreining við ríkisstjórnina? Getur slíkt gengið við núverandi aðstæður? Það er greinilega ófært að ætla sér að byggja nú upp nýtt krónukerfi. Ísland getur ekki orðið ný Norður- Kórea eða Kúba í fjármálum. Við höfum áður tekið okkur tak, og við þekkjum mörg fordæmi annarra þjóða, t.d. Færeyinga og Finna. Íslenska þjóðin vill ekki gefast upp heldur takast á við viðfangsefnin og endurreisa hér fyrirmyndarsamfélag frelsis, sam- vinnu, jafnaðar og menningar, samfélag í virkum alhliða tengslum við nágrannaþjóðirnar. Við viljum endurnýja okkur og nota þetta sem tækifæri til að bæta meinsemdir þjóðfélagsins og endurnýja velferð og velmegun á Íslandi. Þjóðarstolt okkar og þjóðar- metnaður krefjast þess. Það er enginn vafi lengur að við eigum þegar í stað að lýsa yfir aðildarumsókn að Evrópusambandinu, ekki til að sníkja ódýra reddingu heldur sem fyrsta skref þjóðarinnar til metnaðarfullrar framtíðar. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Við þurfum nýja byrjun JÓN SIGURÐSSON Veikt þing Þingmenn, jafnt úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, kvarta sáran undan því að þingið sé of veikt og taki lítinn þátt í ákvörðunum um aðgerðir vegna fjármálakreppunnar. Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, virðist þó hafa nóg fyrir stafni. Alltént sá hann ástæðu til að ráða sér aðstoðarmann í vikunni, engan annan en ofur- umbann Einar Bárðarson. 23 aðstoðarmenn Alls hafa 23 þingmenn nú ráðið sér aðstoð- armann, þar af formenn stjórnar- andstöðuflokkanna þriggja en aðstoð- armenn þeirra eru í fullu starfi. Aðstoðarmenn óbreyttra þingmannna eru í þriðjungsstarfi, en í lögum er gert ráð fyrir að þingmenn geti slegið sér saman um ráðningu aðstoðarmanns og hækkar þá starfs- hlutfall hans sem því nemur. Athygli vekur að engir þingmenn kjósa að samnýta aðstoðarmenn. Kannski mega þeir ekki við því að deila þeim með öðrum þingmönnum sökum anna? Umboðsmenn á Alþingi Einar Bárðarson, nýráðinn aðstoðarmaður Kjart- ans Ólafssonar, hefur verið kallaður umboðs- maður Íslands. Umboðsmaður Alþingis er hins vegar enn sem komið er Tryggvi Gunnarsson. Nú hefur hann haft á sínu borði í næstum því tíu mánuði, klögumál um að Árni Mathisen hafi sem settur dómsmálaráðherra brotið í bága við góða stjórnsýsluhætti þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson í dómaraembætti. Æxlun mannsins, frá getnaði til fæðingar, tekur styttri tíma. Hvenær er von á niðurstöðu og hvað skýrir þennan seinagang? Skyldu Óttarr Proppé og félagar í pönkhljómsveitinni Rass hafa haft á réttu að standa þegar þeir sungu „Umboðsmaður Alþingis, hann er ekki að standa sig“? bergsteinn@frettabladid.is S amningur um að færa útgáfu Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins undir eitt útgáfufélag hefur skiljanlega vakið umræður um eignarhald á fjölmiðlum. Athyglisvert er á hinn bóginn að í umræðum á Alþingi um álitaefnið tókst flestum þingmönnum að ganga á svig við grundvallaratriði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og atvinnufrelsi og löggjafar um jafna samkeppnisstöðu. Þessi Alþingisumræða í byrjun vikunnar fór að meira og minna leyti fram í fjögurra ára gömlu andrúmi. Þá var tekist á um hvort leikreglurnar ætti að sníða eftir því hvaða einstaklingar ættu hlut í fjölmiðlum. Hádegissól málshefjanda og formanns Framsóknar- flokksins bar nú sem fyrr við þær gömlu hugmyndahæðir. Af kögunarhóli ábyrgðarmanna fjölmiðla blasir við að ritstjórnar legt sjálfstæði er miklu fremur háð fjárhagslegum styrk útgáfufyrirtækisins en fjölda hluthafanna. Einn ráðandi hluthafi getur haft næmari skilning á gildi ritstjórnarlegs sjálf- stæðis en fimm af jafnri stærð. Því getur líka verið öfugt farið. Útgáfufyrirtæki sem ekki hefur ágóða sem markmið er líklegt til að hafa afmarkaðan ritstjórnarlegan tilgang með starfsem- inni. Ráði sjónarmið ágóðans rekstrarmarkmiðunum er á hinn veginn líklegra að eigendur vilji varðveita breiða og sjálfstæða ritstjórnarstefnu. Hún er einfaldlega meiri söluvara. Þessar aðstæður geta horft öðru vísi við lesanda blaðs eða hlust- anda útvarps eða sjónvarps. Hann er ekki líklegur til að tengja saman fjárhagslegan styrk fjölmiðils og ritstjórnarlegt sjálf- stæði. Á hinn bóginn er sennilegt að tilfinning hans sé sú að dreift eignarhald hafi í því efni meira vægi. Megi slík tilfinning verða til að efla traust á fjölmiðlum er rétt að horfa til þess. Umræður um dreift eignarhald ráðandi fjölmiðla eru eðlilegar í þessu ljósi. Takmarkanir af því tagi mega hins vegar ekki ganga á svig við ákvæði stjórnarskrárinnar eins og ætlunin var fyrir fjór- um árum. Þær mega heldur ekki grafa undan sjálfstæði fjölmiðla með því að veikja rekstrarforsendur þeirra. Hér þarf því að finna ásættanlegt jafnvægi. Umræðan um þátttöku Ríkisútvarpsins ohf. á auglýsingamark- aði er sama marki brennd. Þar deila menn helst um hvort sann- gjarnt sé að tiltekin einkafyrirtæki sitji að þessum markaði. Eng- inn ræðir þá staðreynd sem við blasir að Ríkisútvarpið ohf. fer ekki að settum leikreglum um opinberlega birt auglýsingaverð. Um það kæra þingmenn sig kollótta. Í nágrannalöndunum eru aðalútvarpsstöðvar ríkisins ekki á aug- lýsingamarkaði. Einkarekin fjölmiðlafyrirtæki vilja að sambæri- legar reglur gildi hér og þar. Alþingi hefur á hinn bóginn ákveðið með lögum að Ríkisútvarpið eigi að reka markaðsstarfsemi og kosta hana með auglýsingum. Það er umdeilanleg skipan mála. Hún er þó að ákveðnu marki skiljanleg. Á hinn bóginn er óskiljanlegt með öllu að opinbert fyrirtæki, sem með lögum er ætluð þátttaka á markaðstorgi viðskiptanna, skuli undanþegið grundvallarreglum samkeppnisréttarins. Jafn- vel frávikið frá aðalreglunni um að ríkið eigi að halda sér utan markaðsstarfseminnar þarf undanþágu frá grundvallarreglunni um sömu leikreglur fyrir alla. Hvers vegna geta Alþingi og markaðsfyrirtækin ekki sæst á þá málamiðlun að ríkisvaldið fái að vera á auglýsingamarkaði en lúti þá samkeppnisreglum? Hvaða hugsjónir standa gegn því? Eignarhald, sjálfstæði og samkeppni fjölmiðla: Grundvallarreglur ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.