Fréttablaðið - 07.11.2008, Side 24
7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR2
„Eitt helsta einkenni ítalskrar
matargerðar er einfaldleikinn og
svo náttúrulega ferskt hráefni,“
segir Leifur Kolbeinsson, mat-
reiðslumeistari á La Primavera og
sérfræðingur í ítalskri matargerð,
en hann, ásamt Agnari Sverris-
syni, lagði til uppskriftir í íslenska
þýðingu á matreiðslubókinni
Silfurskeiðin sem nýverið kom út
á vegum Bjarts. Bókin hefur um
árabil notið mikilla vinsælda bæði
á Ítalíu og víðar, og jafnvel verið
hampað sem biblíu ítalskrar mat-
argerðar. Þýðing verksins var því
sem gefur að skilja ærin áskorun
og dugðu ekki færri en fimm
þýðendur til verksins.
Leifur kannaðist vel við bókina
og var hæstánægður með að fá að
koma að íslensku útgáfunni með
þessum hætti. „Þessi bók hefur
verið matreiðslubiblía Ítala um
árabil,“ útskýrir hann. „Hún tekur
til flestra þátta í ítalskri matar-
gerð og er afar fjölbreytt. Það er
jafnframt auðvelt að ganga að
hvaða upplýsingum sem maður
vill í henni, hvort sem þær varða
hráefni eða aðferðir.“
Leifur notar sjálfur mikið af
íslensku hráefni í sinni matargerð,
en það samræmist því verklagi
sem er í hávegum haft í löndunum
við Miðjarðarhafið að notast við
staðbundið hráefni fremur en
aðflutt. „Það má vel vera að í
ítölskum uppskriftum sé lagt til að
maður noti ýmislegt sem ekki er
til hér á landi eða er illfáanlegt. En
það má alltaf staðfæra og nota
eitthvað íslenskt í staðinn. Ég nota
mikið af íslensku hráefni hér á La
Primavera, en ég staðfæri það að
ítölskum matreiðsluaðferðum. Ég
held að í dag sé fólk alltaf að verða
meðvitaðra um að sækja ekki
vatnið yfir lækinn, enda getur
maður nálgast ferskasta og besta
hráefnið í sínu heimalandi.“
Uppskriftir Leifs í Silfurskeið-
inni eru í raun matseðill, sem La
Primavera mun reyndar bjóða upp
á alla næstu viku. Forréttur mat-
seðilsins er steiktur provoloneost-
ur með fíkju- og mangósalati.
„Osturinn er saltur og verður salt-
ari við steikingu og því ákvað ég
að bjóða upp á ferkst salat úr fíkj-
um, mangó og mintu með,“ segir
Leifur. vigdis@frettabladid.is
Einfalt og ferskt í fyrirrúmi
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út íslenska þýðingu á Silfurskeiðinni, sem inniheldur meira en tvö þús-
und ítalskar mataruppskriftir. Hvorki meira né minna en fimm þýðendur þurfti til verksins. Tveir íslenskir
kokkar, þeir Leifur Kolbeinsson og Agnar Sverrisson, eiga uppskriftir í bókinni.
Leifur Kolbeinsson, matreiðslumeistari á La Primavera, á uppskriftir í bókinni Silfur-
skeiðin sem nýverið kom út á vegum Bjarts. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL UM JÓLIN er yfirskrift á námskeiði Auðar
Konráðsdóttur í Manni lifandi milli klukkan 18 til 20 fimmtudaginn 20.
nóvember. Auður fer yfir hvernig hægt er að búa til góðar og hollar hátíð-
arkökur og -eftirrétti með lítilli fyrirhöfn. Nánar á madurlifandi.is.
200 g provoloneostur,
skorinn í eins cm þykkar
sneiðar.
1 mangóávöxtur, vel
þroskaður.
2 ferskar fíkjur.
1 knippi fersk minta, fínt
söxuð.
4 msk. jómfrúarolía.
1 msk. balsamedik.
sólblómaolía til steik-
ingar.
Afhýðið mangó og
fjarlægið kjarna.
Skerið svo
ávöxtinn
í litla
tenginga og setjið í
skál. Skolið fíkjur og
skerið í teninga og
blandið við mangó.
Bætið við ólívuolíu,
balsamediki og
mintu og blandið vel
saman. Látið standa
við stofuhita. Hitið
teflonhúðaða pönnu
með sólblómaolíu og
steikið ost í um það
bil eina mínútu á
hvorri hlið þar til hann
er orðinn gullinbrúnn
og mjúkur í miðjunni.
Ostsneiðarnar eru svo
settar beint á diska og
salati í skál skipt jafnt
á diskana og rétturinn
því næst borinn fram.
STEIKTUR PROVOLONEOSTUR
með fíkju- og mangósalati FYRIR 4
Nýr indverskur matsölustað-
ur hefur verið opnaður undir
merkjum Hraðlestarinnar í
Spönginni í Grafarvogi.
„Ég er hæstánægður,“ segir Miro-
slav Manojlovic, framkvæmda-
stjóri og einn eigenda Austurlanda-
hraðlestarinnar. Nýr veitingastaður
undir merkjum Hraðlestarinnar
var opnaður í Spönginni í Grafar-
vogi á hádegi í gær. Miroslav segir
hlýlega tekið á móti öllum nema
lausafjárkreppunni.
Þetta er þriðji veitingastaður-
inn sem Hraðlestin opnar. Frum-
burðurinn leit dagsins ljós við
Hverfisgötu árið 2006 en annar er
við Hlíðarsmára. Hraðlestin býður
upp á inverska rétti matreidda af
indverskum kokkum.
Aðrir eigendur staðarins eru
hjónin Gunnar Gunnarsson og
Chandrika Gunnarsson, sem rekið
hafa veitingastaðinn Austur-Ind-
íafjélagið um árabil, en hann hefur
notið mikilla vinsælda meðal
landsmanna.
- jab
Vísa kreppunni út
Miroslav Manojlovic, Chandrika Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hrafnhildi Tryggvadótt-
ur finnst gott að eiga
brauðbollur í frystinum.
2 dl léttmjólk
3 dl vatn
2 msk. olía
3 tsk. þurrger eða eitt
lítið bréf
140 g kotasæla
8 g (2 tsk.) hrásykur
1/4 tsk. salt
30 g sólblómafræ
2 tsk. kúmen (heilt)
100 g haframjöl
20 g hveitiklíð
600 g hveiti + 40 g til
hnoðunar
Hitið mjólk, vatn og
olíu að 37°C. Bætið
gerinu, sykri og salti
út í.
Bætið svo
kotasælunni og
þurrefnunum
út í og hrærið
með sleif.
Þegar deigið er
orðið hæfilega þétt og
losnar frá skálarbörm-
um er breitt yfir það
og látið lyfta sér í um
30 mínútur. Hnoðið 40
grömm af hveiti upp í
deigið og búið til bollur
90 til 100 grömm hver.
Bakað við um 200°C í
um 20 mínútur.
UPPSKRIFT HRAFNHILDAR
BRAUÐBOLLUR
Hrafnhildur segist ekki vera liðtæk í eldhúsinu en
finnst gaman að bjóða gestum upp á bollur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Engifer inniheldur
gingerols sem getur
minnkað ógleði.
Önnur efni í engifer
geta hjálpað til við að
draga úr mígreni og
liðverki með því að
hamla myndun bólgu-
aukandi efna.
Teskeið
af
fersku
engiferi
út í vatn er
líka talið gott við háls-
bólgu.
www.islenskt.is